Íslenski Boltinn

  • Home
  • Íslenski Boltinn

Íslenski Boltinn Hér verður fjallað um allt það helsta úr Íslenska boltanum

6. sæti KRÞað er 6 dagar í fyrsta leik!!KR-ingar munu enda í þessu fræga 6. sæti samkvæmt spá minni.Viðtal við Pálma Raf...
12/04/2022

6. sæti KR

Það er 6 dagar í fyrsta leik!!

KR-ingar munu enda í þessu fræga 6. sæti samkvæmt spá minni.

Viðtal við Pálma Rafn fyrirliða KR kemur inn á morgun!

Hvaða stöðu spilaru? MiðjumaðurFullt nafn? Jóhann Árni GunnarssonGælunafn?Jói, joe mamaAldur? 21 ársHvenær lékstu þinn f...
12/04/2022

Hvaða stöðu spilaru? Miðjumaður

Fullt nafn? Jóhann Árni Gunnarsson

Gælunafn?Jói, joe mama

Aldur? 21 árs

Hvenær lékstu þinn fyrsta meistaraflokksleik? Veturinn 2017

Uppáhalds drykkur? 7up free

Með hvaða liði myndiru aldrei spila með? Dalvík

Hvernig síma áttu? Iphone

Með hvaða liði heldurðu í ensku? Liverpool

Hver er fyrirmyndin þin? Hilmar Árni

Besti leikmaður sem þú hefur spilað með og á móti? Ísak Bergmann með og Armando Broja á móti.

Sætasti sigurinn? Íslandsmótið í 3. Flokki 2017

Mestu vonbrigði? Tímabilið 2020 með Fjölni

Hver er lélegastur í reit? Þórarinn ingi

Hvað væri þitt fyrsta verk ef þú værir formaður KSÍ? Gefa Frikka sjúkraþjálfara starfið sitt aftur hann er 🐐

Viðtal við Ágúst Gylfa þjálfara Stjörnunnar.Hvernig lýst þér á komandi tímabil?„Mér lýst mjög vel á þetta get eiginlega ...
11/04/2022

Viðtal við Ágúst Gylfa þjálfara Stjörnunnar.

Hvernig lýst þér á komandi tímabil?

„Mér lýst mjög vel á þetta get eiginlega ekki beðið, búinn að vera langt og strangt undirbúningstímabil eins og alltaf hérna á Íslandi það hefur gengið mjög vel við höfum bæt okkur frammistöðu svo er ég líka mjög ánægður með .net mótið og lengjubikarnum.“ Stjarnan endaði í efsta sæti í sínum riðli í .net mótinu með fullt hús stiga (9 stig) með markatöluna 13:2. Stjarnan endaði líka efstir í sínum riðli í lengjubikarnum með 13 stig í 5 leikjum með markatöluna 16:3.

Sáttur með leikmennina sem þú hefur fengið? „Já bæði sáttur með núverandi leikmenn sem voru áður og sama má segja með nýju sem eru komnir
Jóhann Árni Gunnarsson frá Fjölni
Óskar Örn Hauksson frá KR
Sindri Þór Ingimarsson frá Augnabliki
Þorsteinn Aron Antonsson frá Englandi (á láni)
Ísak Andri Sigurgeirsson frá ÍBV (var á láni)

það er allt mjög jákvætt hérna í garðabænum og við erum allir vel peppaðir fyrir tímabilinu.!“

Allir heilir og klárir í fyrsta leik? „Já svona eins og staðan er núna þá er smá hnjask á mönnum Hilmar verður frá út tímabilið og svo er Tristan að koma til baka eftir að hann sleit krossband í fyrra“

Á að bæta við mönnum eða bara allt klárt? „Ætluðum okkur að ganga frá 5 leikmönnum fyrir mót erum vongóðir um að fá einn leikmann í viðbót.“ Stjörnumenn eru að leita sér af manni framarlega á vellinum (Framherja eða miðjumanni) sem mun styrkja liðið en þá meira.

Hvernig finnst þér nafnið á deildinni? „Ég er nokkuð sáttur með þetta hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út og taka stöðuna eftir mótið, mér fannst nafnið frekar skrítið fyrst en er búinn að venjast því núna mjög vel!“

7. sæti StjarnanÞað eru 7 dagar í fyrsta leik!!Stjörnumenn hafa átt gott undirbúningstímabil. Hafa styrkt sig með 4 leik...
11/04/2022

7. sæti Stjarnan

Það eru 7 dagar í fyrsta leik!!

Stjörnumenn hafa átt gott undirbúningstímabil. Hafa styrkt sig með 4 leikmönnum en munu þeir fá 5 leikmanninn fyrir móti? Kemur meira í viðtalinu við Ágúst Gylfa þjálfara Stjörnumanna seinna í dag!

Hvaða stöðu spilaru? Kantmaður/FramherjiFullt nafn?  Guðmundur TyrfingssonGælunafn? Gummi/GummyAldur? 19 áraHvenær lékst...
10/04/2022

Hvaða stöðu spilaru? Kantmaður/Framherji

Fullt nafn? Guðmundur Tyrfingsson

Gælunafn? Gummi/Gummy

Aldur? 19 ára

Hvenær lékstu þinn fyrsta meistaraflokksleik? 2018 gegn Grindavík í Lengjubikarnum með Selfoss

Uppáhalds drykkur? Vatnsmelónu Red bull

Hvaða lið myndiru aldrei spila fyrir? Leiknir Fáskúrsfirði

Hvernig síma áttu? IPhone 12

Hverjum heldurðu með í ensku? Liverpool

Hver er fyrirmyndin þín? Afi

Besti leikmaður sem þú hefur spilað með og á móti? Með - Orri Steinn Óskarsson Móti - Reyni Freyr Sveinsson á æfingu í Selfoss

Sætasti sigurinn? Keflavík úti þegar við héldum okkur uppi

Mestu vonbrigði? Sigra ekki í úrslit í bikarnum í fyrra

Hver er lélagastur í reit? Eyþór Wöhler

Hvað væri þitt fyrsta verk ef þú værir formaður KSÍ? Gera betri umgjörð í kringum leiki í bestu deildinni til að fá fleiri á völlinn

10/04/2022

Valur og KA áttust við í æfingaleik og þar höfðu KA menn betur 1-3. Sveinn Margeir með 2x og Áki Sölva með 1x fyrir KA menn. Tryggvi Hrafn skoraði eina mark Vals í leiknum.

Viðtal við Jón Þór Hauksson þjálfara ÍAHvernig hafa nýju leikmennirnir þínir komið inn í þetta? „Alveg frábærlega!. Þeir...
10/04/2022

Viðtal við Jón Þór Hauksson þjálfara ÍA

Hvernig hafa nýju leikmennirnir þínir komið inn í þetta? „Alveg frábærlega!. Þeir munu styrkja liðið það er enginn spurning, þeir munu líka styrkja umhverfið okkar.“ Leikmennirnir sem ÍA hafa fengið til sín:

Aron Bjarki Jósepsson frá KR

Benedikt Warén frá Breiðabliki (á láni)

Christian Köhler frá Val

Johannes Vall frá Val

Kaj Leo í Bartalsstovu frá Val

Oliver Stefánsson frá Svíþjóð (á láni)

Sáttur með undirbúningstímabilið? „Það hefur gengið á ýmsu hjá okkur, ég kem vissulega seint inn í þetta en er ánægður með þann tíma sem ég hef haft.“ Jón Þór skrifaði undir þriggja ára samning við Skagamenn. (30. janúar) „Það er verk að vinna hjá okkur það er alveg ljóst, það er búið að vera mikill stígandi hjá okkur á hverjum degi og ég get hreinlega ekki beðið eftir að byrja.“ Jón var mjög ánægður með leikmannahópinn sinn og teymið sitt. „Ég er líka mjög sáttur hvernig leikmannahópurinn minn hefur komið út og svo hef ég mjög gott teymi er mjög ánægður með það!“

Hvernig er staðan á Wout Droste? „Miklir erfiðleikar hann æfði smá í desember en hefur ekkert æft síðan ég kom. Við sjáum ekki endann á þessu það hefur gengið illa að finna út úr því af hverju þetta tekur svona langan tíma.“ Meiðsli Wout er aftan í læri og hefur hann verið í meðhöndlun.„ Við erum að reyna finna út hvað það er sem lætur þetta tekur svona langan tíma en hann er samt að halda sér í formi með því að skokka/hlaupa hann getur líka hlaupið á háu tempói“ Jón g*t ekki svarað því hvort Wout mundi leika eitthvað með þeim í sumar. „Eins og staðan er í dag þá get ég ekki svarað því hann æfir ekki með okkur getur bara hlaupið og skokkað ekki beitt sér eins og hann vill en þegar við finnum lausn á þessum meiðslum þá getum við byrjað að telja niður dagana.“

Búinn að ákveða hvaða Árni verður í markinu? „Já það er búið“

Hvernig finnst þér nafnið á deildinni? „Það venst mjög vel, er ánægður líka með breytinguna að fá fleiri leiki og byrja fyrr og enda seinna“

8. sæti ÍAÞað eru 8 dagar í fyrsta leik!!ÍA hafa styrkt sig vel í glugganum og misst líka nokkra mikilvæga leikmenn. ÍA ...
10/04/2022

8. sæti ÍA

Það eru 8 dagar í fyrsta leik!!

ÍA hafa styrkt sig vel í glugganum og misst líka nokkra mikilvæga leikmenn. ÍA bjargaði sér á ótrúlegan hátt í fyrra og leika því áfram í Bestu deildinni.

Hvaða stöðu spilaru? BakvörðurFullt nafn? Dagur Austmann HilmarssonGælunafn? Daxi, Day-ZAldur? 23 áraHvenær lékstu þinn ...
09/04/2022

Hvaða stöðu spilaru? Bakvörður

Fullt nafn? Dagur Austmann Hilmarsson

Gælunafn? Daxi, Day-Z

Aldur? 23 ára

Hvenær lékstu þinn fyrsta meistaraflokksleik? Ég man það ekki

Uppáhalds drykkur? Collab

Hvaða lið myndiru aldrei spila fyrir? Arsenal, harðasti Chelsea maður sem þú finnur.

Hvernig síma áttu? IPhone

Hverjum heldurðu með í ensku? Chelsea

Hver er fyrirmyndin þín? Pabbi

Besti leikmaður sem þú hefur spilað með og á móti? Með - Alexander Alexandersson betur þekktur sem Lexi var unplayable upp yngri flokkana. Hann hætti alltof snemma því miður.
Spilaði einu sinni á móti Trent Arnold hann var ágætur.

Sætasti sigurinn? Komast upp með Leikni

Mestu vonbrigði? Veit það ekki

Hver er lélagastur í reit? Gyrðir Hrafn Guðbrandsson

Hvað væri þitt fyrsta verk ef þú værir formaður KSÍ? Ég myndi setja landsliðið okkar í Nike og hætta þessum Puma rembing

Viðtal við Sigga Höskuldss þjálfara Leikni R.Þú hlýtur að vera mjög ánægður með undirbúningstímabilið hjá ykkur? „Já ég ...
09/04/2022

Viðtal við Sigga Höskuldss þjálfara Leikni R.

Þú hlýtur að vera mjög ánægður með undirbúningstímabilið hjá ykkur? „Já ég er mjög sáttur með það, mikið um fín úrslit“ Leiknismenn enduðu í 2. sæti í sínum riðli með 10 stig (3-1-1)

Hvernig er stemningin? „Hún gæti eiginlega ekki verið betri ef ég á að segja alveg eins og er við þig.“ Það hafa ekki verið mikið um alvarleg meiðsli í vetur hjá Leikni. „Það eru allir að verða klárir á næstu dögum sem hafa meiðst eitthvað þannig það verður ekkert vandamál hjá okkur vonandi“

Eru þið að leita af styrkingu eða er allt klárt bara?

„Við erum bara klárir í þetta.“ Siggi mun setja sitt traust á Viktor Frey (2000) og mun hann taka við af Guy Smit sem fór í Val. „Við reyndum að fá Hannes en ekki gekk það og því munum við treysta á Viktor.“

Hvernig hefur Maciej Makuszewski komið út ánægður með hann? „Hann hefur komið mjög vel út er mjög góður í hóp og hefur bara smelt inn í liðið/hópinn.“

Hvernig finnst þér nafnið á deildinni?

„Allt mjög flott! Er bara mjög ánægður með þetta að fá þessa breytingu og fá fleiri leiki þannig þetta verður bara veisla!“ Fyrsti leikur Leiknismanna er gegn KA á Dalvík.

9. sæti Leiknir R.Það eru 9 dagar í fyrsta leik!!Leiknir R. hafa gert það mjög gott í lengjubikarnum og í glugganum. Þei...
09/04/2022

9. sæti Leiknir R.

Það eru 9 dagar í fyrsta leik!!

Leiknir R. hafa gert það mjög gott í lengjubikarnum og í glugganum. Þeir munu halda sér þægilega uppi samkvæmt minni spá í ár miða við leikina sem ég hef séð og styrkingu Leiknis manna í ár!.

Hvaða stöðu spilaru? FramherjiFullt nafn? Jose Enrique Seoane Vergara Gælunafn? SitoAldur? 33Fyrsti leikur fyrir ÍBV? 20...
08/04/2022

Hvaða stöðu spilaru? Framherji

Fullt nafn? Jose Enrique Seoane Vergara

Gælunafn? Sito

Aldur? 33

Fyrsti leikur fyrir ÍBV? 2015 Júlí ÍBV vs Fjölnir

Uppáhalds drykkur? Pepsi Max

Hverjum heldurðu með í top 5? 🏴󠁧󠁢󠁥󠁮󠁧󠁿🇮🇹🇫🇷🇪🇸🇩🇪Celta Vigo & Arsenal

Hvernig síma áttu? iPhone 12


Hver er fyrirmyndin þín? Foreldrar mínir

Besti leikmaður sem þú hefur spilað með - Gunnar Heiðar - Móti - Joe Cole og Giovinco

Sætasti sigurinn? Komast upp í fyrra eftir að hafa unnið Þrótt heima

Mestu vonbrigðin? Komast ekki upp árið 2020

Viðtal við Guðjón Pétur Lýðsson - Leikmann ÍBVHvernig lýst þér á tímabilið framundan? „Mér lýst mjög vel á það! góður hó...
08/04/2022

Viðtal við Guðjón Pétur Lýðsson - Leikmann ÍBV

Hvernig lýst þér á tímabilið framundan? „Mér lýst mjög vel á það! góður hópur á réttum aldri. Hemmi er búinn að setja saman góðan hóp!” Markmið Eyjamanna voru há. „markmiðið okkar er að vera í efstu 6."

Hvernig er standið á þér? „Mjög gott, er klár í fyrsta leik!” (Valur úti) „Andri er að koma til baka, vorum að klára æfingu og mér sýnist að hann vera ready í fyrsta leik.”

Hvernig finnst þér nafnið á deildinni?
„Ég hefði kostið að hafa 3 umferðir og fjölga liðum þannig ég er ekkert mjög sáttur við þetta. En þetta er allavegana skref í rétta átt og það var kominn tími til að fjölga leikjum! Þannig þetta er bara ágætt.”

Sito er að koma til baka líka eftir meiðsli og var á æfingu áðan þannig það verður ekkert meiðsla vesen á Eyjamönnum fyrir fyrsta leik þegar þetta er skrifað!

ÍBV fékk til sín Marc Wilson (34 ára) frá Þrótti Vogum á dögunum (varnar- og miðjumaður) og spurði ég Gauja úti komu Marc Wilson. „Hann kemur mjög vel út með alvöru gæði og mun styrkja okkur! Vantar bara aðeins upp á formið en það verður klárt fyrir fyrsta leik er viss um það.”

10. sæti ÍBV: Það eru 10 dagar í fyrsta leik!!ÍBV er komið aftur upp í efstu deild eftir að hafa fallið úr efstu deild á...
08/04/2022

10. sæti ÍBV:

Það eru 10 dagar í fyrsta leik!!

ÍBV er komið aftur upp í efstu deild eftir að hafa fallið úr efstu deild árið 2019 með 10 stig!

Viðtal við Jón Sveinsson þjálfara Fram (Nonna)Hvernig er staðan á vellinum allt að verða klár?  „Völlurinn verður ekki k...
07/04/2022

Viðtal við Jón Sveinsson þjálfara Fram (Nonna)

Hvernig er staðan á vellinum allt að verða klár?
„Völlurinn verður ekki klárt, það vantar grasið á völlinn þannig hann verður því ekki klár fyrir fyrsta leik.“ Fyrsti leikur Framara er gegn KR eftir 13 daga þegar þetta er skrifað. Leikurinn hefst klukkan 19:15.
Á að bæta við sig mönnum eða er allt klart fyrir fyrsta leik?
„Við erum að leita okkur af leikmanni aftarlega á vellinum“

Verður Þórir í miðverðinum í sumar og hver var ástæðan bakvið það?
„Okkur hefur vantað hafsent og ég sá að hann hefur eiginleika til þess að vera góður hafsent, það hentar honum vel að spila aftarlega hann hefur hæðina í það, skrokk og skilning og góður á bolta.“ Þórir er ekki sá fyrsti sem hefur verið framherji og fer niður í hafsent.

Framarar þurfa ekki að stressa sig af meiðslum. „Óskar (Jónsson) fór í aðgerð á öxl en það hefur gengið hægar en menn áttu von á og svo er Arnór Daði (Aðalsteinsson) að koma til baka eftir höfuðmeiðsli annars eru allir klárir!“

Hvernig finnst þer nafnið á deildinni?
„Löngu tímabært að breyta til og fjölda leikjum sem mun þá fá meiri spennu í mótið og fá fleiri á völlinn“

Hvaða stöðu spilaru?  Hægri bakvörðurFullt nafn? Alex Freyr ElíssonGælunafn? Oftar en ekki kallaður lexiAldur? 24Hvenær ...
07/04/2022

Hvaða stöðu spilaru? Hægri bakvörður

Fullt nafn? Alex Freyr Elísson

Gælunafn? Oftar en ekki kallaður lexi

Aldur? 24

Hvenær lékstu þinn fyrsta meistaraflokks leik? 2015 á móti KR í rvk mótinu

Uppáhalds drykkur? Celsius er magnaður drykkur

Hvaða lið myndiru aldrei spila fyrir? Ólíklegt að ég spili fyrir Magna

Hvernig síma áttu? IPhone 8+, gunni gunn ætlar að græja nýjan fyrir mig

Hverjum heldurðu með í ensku? Poolari

Hver er fyrirmyndin þín? Mamma og pabbi

Besti leikmaður sem þú hefur spilað með og á móti? Kyle McLagan og síðan var Kristinn Freyr erfiður um daginn

Sætasti sigurinn? Vestri úti í fyrra 0-1

Mestu vonbrigði? Komast ekki upp 2020

Hver er lélagastur í reit? Þessi erfið en ætla segja Hlynur því hann gerir ekki annað en að sekta mig

11. sæti Fram:Það eru 11 dagar í fyrsta leik!!Fram er komið aftur upp í deild þeirra bestu en þeir voru síðast uppi árið...
07/04/2022

11. sæti Fram:

Það eru 11 dagar í fyrsta leik!!

Fram er komið aftur upp í deild þeirra bestu en þeir voru síðast uppi árið 2014 þegar þeir féllu með 21 stig einu stigi minna en ÍBV sem eru einmitt komnir upp líka!

Hin hliðin - Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)Hvaða stöðu spilaru? MarkmaðurFullt nafn? Sindri Kristinn ÓlafssonGæluna...
06/04/2022

Hin hliðin - Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)

Hvaða stöðu spilaru? Markmaður

Fullt nafn? Sindri Kristinn Ólafsson

Gælunafn? Sindri Kristinn erum 3 sem heita Sindri í Keflavík

Aldur? 25

Hvenær lékstu þinn fyrsta meistaraflokksleik? 2014 á móti Fram

Uppáhalds drykkur? Seven up

Hvaða lið myndiru aldrei spila fyrir? Fjölni

Hvernig síma áttu? IPhone 11

Hverjum heldurðu með í ensku? United

Hver er fyrirmyndin þín? Ter Stegen

Besti leikmaður sem þú hefur spilað með og á móti? móti - Jack Grealish með - Albert Guðmundss

Sætasti sigurinn? Breiðablik heima bikar fyrra 1-0

Mestu vonbrigði? Falla með 4 stig 2018

Hver er lélagastur í reit? Dagur Ingi

Viðtal við Sigga Ragga þjálfara Keflavíkur. Hvernig er stemmingin fyrir komandi tímabil? „Hún er bara mjög góð, það hefu...
06/04/2022

Viðtal við Sigga Ragga þjálfara Keflavíkur.

Hvernig er stemmingin fyrir komandi tímabil? „Hún er bara mjög góð, það hefur verið gott gengi á okkur höfum gert jafntefli við KR 1-1 úti unnið Selfoss, tókum svo Afturelding 7-2 sigur. Fórum svo til Dalvíkur (æfingaferð) og tókum einn æfingaleik við KA sem við unnum 1-3. Fyrir okkur í Keflavík er undirbúnings timabilið mikilvægt af því að þá getum við spilað mikið á ungum og efnilegum strákum. Höfum ekki efni á að kaupa endalaust af leikmönnum. Allir sem eru heilir eru klárir í fyrsta leik gegn Breiðablik og Joe nýbúinn að gifta sig - allir glaðir!“

Mun Rúnar Þór spila einhvað í sumar? Siggi staðfesti að Rúnar er kviðslitinn og verður ekki klár fyrr en í júní. „Þar að auki eru nokkrir meiddir. Adam Róbert er með beinvar, Sindri Snær með rif á liðbandi, Ari Steinn tognaður aftan á læri, sama má segja með Ásgeir hann er líka tognaður aftan á læri, Ingimundur tognaður í kálfa og er að ná sér. Svo er það Nacho það er meiri óvissa með hann en hann er byrjaður að skokka en hann er með brjóskemmd“ þannig staðan á Keflavíkur liðinu er ekki frábær!

Hvernig finnst þer nafnið á deildinni? „Fínt bara, hrifinn af því að það sé komið fast nafn á deildina og vona að það muni fá fólk á völlinn og vonandi fá fulla velli og mikla stemmingu! Allir spenntir . Ég er líka mjög ánægðir með styrkingar okkar.“ Siggi var mjög ánægður með Færeyinginn Patrik Johannesen hvernig hann hefur komið út hefur t.d. skorað 10+ mörk og kemur alveg til greina að hafa Patrik og Joe saman frammi en það kemur ljós þegar nær dregur á tímabilið. Siggi talaði líka um að hann væri mjög ánægður með nýja hafsentin þeirra frá Finlandi, Dani Hatakka.

Ætli þið að bæta við eða eru þið bara klárir í fyrsta leik? „Já vonandi ætlum að reyna finna einhverja erlenda leikmenn til þess að styrkja okkur ætlum ekki bara að fá einhvern leikmann til þess að fá leikmann heldur reyna fá byrjunarliðsklassa. Við erum aðalega að leita okkur að góðum kantmannni og svo væri mjög gott að finna bakvörð“ Siggi sagði að þeir ætla reyna fá 2-3 leikmenn til viðbótar aðalega þá bakvörð og kantmann. Sagði Siggi Raggi að lokum.

12. sæti Keflavík:Það eru 12 dagar í fyrsta leik og því byrja ég á 12. sæti.Keflavík mun ekki leika áfram í Bestu deildi...
06/04/2022

12. sæti Keflavík:

Það eru 12 dagar í fyrsta leik og því byrja ég á 12. sæti.

Keflavík mun ekki leika áfram í Bestu deildinni samkvæmt spá minni en þeir eru á sýnu öðru tímabili í röð eftir að hafa haldið sér uppi á einu stigi í fyrra sem nýliði.

05/04/2022

13 dagar í mót og ég byrja að spá fyrir deildina á morgun! Byrja á því 12 og upp í það fyrsta!

Followið mig endilega á twitter @ ozzikongur og á instagram @ ornbolti

Fylkir gekk í gær frá samningi við Harley Willard. Hann kemur frá Víkingi Ólafsvík en þar skoraði hann 11 mörk í 22 leik...
03/11/2019

Fylkir gekk í gær frá samningi við Harley Willard.
Hann kemur frá Víkingi Ólafsvík en þar skoraði hann 11 mörk í 22 leikjum í Inkasso deildinni.

Ernir Bjarnason, leikmaður ársins 2019, er búinn að gera nýjan samning við Leikni til tveggja ára.
03/11/2019

Ernir Bjarnason, leikmaður ársins 2019, er búinn að gera nýjan samning við Leikni til tveggja ára.

03/11/2019

SlúðurPakki #1

Baldur Sig hefur verið orðaður við KA og ÍA.

KA menn eru að reyna að finna sér vinstri bakvörð.

Guðmundur Steinn er á öllum líkindum á förum frá Stjörnunni.

Gummi Mag er á förum frá Ólafsvík hann hefur verið sterklega orðaður við Fram og Grindavík.

Ef þið eruð með eitthvað slúður sendið þá í innhólfið.

Ívar Reynir Antonsson hefur skrifað undir nýjan samning við Víking Ó. sem gildir út tímabilið 2021. Ívar er uppalinn hjá...
02/11/2019

Ívar Reynir Antonsson hefur skrifað undir nýjan samning við Víking Ó. sem gildir út tímabilið 2021. Ívar er uppalinn hjá félaginu og hefur á undanförnum tveimur árum spilað 39 leiki fyrir Víking Ó. í deild og bikar. Það er mikið gleðiefni að Ívar hafi ákveðið að framlengja við okkur enda miklar vonir bundnar við hann í framtíðinni.

Varnarmaðurinn ungi Arna Eiríksdóttir hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara Vals en hún samdi við félagið út árið 20...
31/10/2019

Varnarmaðurinn ungi Arna Eiríksdóttir hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara Vals en hún samdi við félagið út árið 2023.

Arna Eiríksdóttir gerir samning við Íslandsmeistara Vals út árið 2023

Arna sem fædd er árið 2002 kemur til félagsins frá HK/Víking. Hún á að baki 22 leiki fyrir meistaraflokk HK/Víkings og jafnframt 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur spilað lykilhlutverk í vörn U19 ára landslið Íslands undanfarið ár.

Pétur Pétursson
"Við erum ótrúlega ánægð með að fá Örnu til liðs við okkur, Arna hefur verið í lykilhlutverki í vörn HK/Víkings undanfarin tvö ár og við hlökkum til að sjá hana vaxa hjá okkur".

Arna Eiríksdóttir
"Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi tímum og hlakka til að byrja að æfa með þessu frábæra liði. Framundan eru nýjar og krefjandi áskoranir sem ég hlakka til að kljást við í góðu umhverfi. Á sama tíma vil ég þakka uppeldis félagi mínu fyrir frábærar minningar innan sem utan vallar og vil þakka leikmönnum, þjálfurum og öðrum starfsmönnum fyrir frábæra tíma".

Eyþór Orri Ómarsson hefur framlengt samning sinn við ÍBV til tveggja ára, en Eyþór sem fæddur er 2003 spilaði 10 leiki m...
30/10/2019

Eyþór Orri Ómarsson hefur framlengt samning sinn við ÍBV til tveggja ára, en Eyþór sem fæddur er 2003 spilaði 10 leiki með ÍBV í Pepsi Max deildinni og í Mjólkurbikarnum 5 (15) leiki, en ÍBV bindur miklar vonir við þennan unga leikmann.

Alvaro Montejo hefur framlengt við Þórsara um 1️⃣ ár.Alvaro hefur spilað með Þór undanfarin tvö tímabil en áður lék hann...
30/10/2019

Alvaro Montejo hefur framlengt við Þórsara um 1️⃣ ár.

Alvaro hefur spilað með Þór undanfarin tvö tímabil en áður lék hann með ÍBV, Fylki og Huginn.

Alvaro skoraði 1️⃣0️⃣ mörk í 1️⃣8️⃣ leikjum þetta tímabilið.

Mike mun þjálfa Njarðvik í 2.deild karla 🤝
29/10/2019

Mike mun þjálfa Njarðvik í 2.deild karla 🤝

Sigríður Lára hefur skrifað undir við FH (STAÐFEST)FH eru nýliðar í Pepsi Max-deild kvenna á næsta ári eftir að hafa end...
29/10/2019

Sigríður Lára hefur skrifað undir við FH (STAÐFEST)

FH eru nýliðar í Pepsi Max-deild kvenna á næsta ári eftir að hafa endað í 2. sæti deildarinnar í vor. Birta Georgsdóttir samdi við félagið fyrir helgi en hún hafði verið á láni frá Stjörnunni. Guðni Eiríksson þjálfar liðið.

Bose mótið hefur aldrei verið stærra en í ár. Það eru 8 lið (Valur, Grótta, KR, Breiðablik, KA, Víkingur, Stjarnan og FH...
29/10/2019

Bose mótið hefur aldrei verið stærra en í ár.

Það eru 8 lið (Valur, Grótta, KR, Breiðablik, KA, Víkingur, Stjarnan og FH) í tveimur 4 liða riðli sem mun koma hér fyrir neðan

Riðill 1

KA
Valur
Breiðablik
Stjarnan

Riðill 2

FH
Grótta
Víkingur
KR

Sigurvegarar í riðlunum komast beint í úrslitaleikinn, sem spilaður verður í desember. Ekki verður spilað um önnur sæti.

Sigurliðið fær vegleg verðlaun frá Bose. Einnig verður valinn besti leikmaður mótsins og sá markahæsti en báðir fá heyrnartól frá Bose.

Address


Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Íslenski Boltinn posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Shortcuts

  • Address
  • Alerts
  • Claim ownership or report listing
  • Want your business to be the top-listed Media Company?

Share