Angústúra

Angústúra Angústúra opnar glugga út í heim með útgáfu spennandi og fallegra bóka frá öllum heimshornum

Tjörnin eftir Rán Flygenring situr á toppi metsölulista Eymundsson þessa vikuna. Húrra!
06/02/2025

Tjörnin eftir Rán Flygenring situr á toppi metsölulista Eymundsson þessa vikuna. Húrra!

03/02/2025

Garðurinn okkar er mjög venjulegur garður. Við þekkjum hann eins og lófann á okkur! Eða það héldum við ... allt þar til við rákumst á hana. Dældina. Þegar Fífa og Spói rekast á ókunna dæld í miðjum garðinum sínum breytist allt. Hélukeppir og gljáfætlur, óstýrilát sel...

Rán Flygenring hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Tjörnina, sem heillaði les...
30/01/2025

Rán Flygenring hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Tjörnina, sem heillaði lesendur á öllum aldri upp úr skónum þegar hún kom út síðastliðið haust.

Úr umsögn dómnefndar:
„Tjörnin er marglaga saga um undraveröld mitt í hversdegi barna sem finna uppþornaða tjörn í garðinum sínum, sem síðan fyllist lífi. Bókin hentar börnum á öllum aldri jafnt sem fullorðnum og er endalaus uppspretta samtala og nýrra uppgötvanna, alveg eins og sjálf tjörnin. Komið er inn á margvísleg viðfangsefni, svo sem vináttu, eignarrétt, stjórn, samvinnu og jafnvel auðlindanýtingu, en allt undir formerkjum ævintýrisins og leiksins. Ímyndunaraflið ræður för í fjörlegum myndum og vinna þær og textinn vel saman auk þess sem einstakur myndheimur Ránar bætir miklu við texta sögunnar. Tjörnin er fallegt og skemmtilegt verk sem lesandinn getur sökkt sér í og sagan dýpkar með hverjum lestri.“

Hjartanlega til hamingju, kæra Rán, og aðrir verðlaunahafar!

Garðurinn okkar er mjög venjulegur garður. Við þekkjum hann eins og lófann á okkur! Eða það héldum við ... allt þar til við rákumst á hana. Dældina. Þegar Fífa og Spói rekast á ókunna dæld í miðjum garðinum sínum breytist allt. Hélukeppir og gljáfætlur, óstýrilát sel...

„Það ættu allir að lesa þessa bók," segja lesendur og gagnrýnendur Dagbókar frá Gaza eftir palestínska rithöfundinn Atef...
20/01/2025

„Það ættu allir að lesa þessa bók," segja lesendur og gagnrýnendur Dagbókar frá Gaza eftir palestínska rithöfundinn Atef Abu Saif, í þýðingu Bjarna Jónssonar, en hún kom út í ellefu löndum samtímis á síðasta ári.

„Tilhugsunin um allt það sem þessi bók lýsir af svo algjöru æðruleysi og um leið af nöturlegri nákvæmni verður til þess að við fáum raunverulegri mynd af því sem er að gerast á Gaza en jafnvel hinar ýtarlegustu fréttaskýringar geta birt okkur.“ Gauti Kristmannsson, Víðsjá

Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til hjálparstarfs á svæðinu. Mörg þau sem unnu að gerð bókarinnar lögðu einnig sitt af mörkum, sem og allir söluaðilar.

Tjörnin eftir Rán Flygenring seldist upp löngu fyrir jól. Annað upplag væntanlegt í verslanir í næstu viku.
16/01/2025

Tjörnin eftir Rán Flygenring seldist upp löngu fyrir jól. Annað upplag væntanlegt í verslanir í næstu viku.

Saga af svartri geit eftir indverska höfundinn Perumal Murugan, í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur, hefur vakið mik...
14/01/2025

Saga af svartri geit eftir indverska höfundinn Perumal Murugan, í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur, hefur vakið mikla hrifningu lesenda. Þetta er saga af geit og samfélagi, stétt og kærleika. Einnig saga af því hvernig lítið kraftaverk getur steypt venjulegum manneskjum í glötun. Murugan er fyrsti tamílski rithöfundurinn sem gefinn er út á íslensku.

Bókin um Vigdísi eftir Rán Flygenring hefur flogið víða um heim. Nú síðast kom bókin út á frönsku og japönsku og einnig ...
06/01/2025

Bókin um Vigdísi eftir Rán Flygenring hefur flogið víða um heim. Nú síðast kom bókin út á frönsku og japönsku og einnig er útgáfa á singalísku í farvatninu á Srí Lanka. Fáanleg á íslensku og ensku í bókaverslunum hér á landi.

Tvær Angústúrubækur komast á listann yfir bækur ársins að mati gagnrýnenda Morgunblaðsins. Tjörnin eftir Rán Flygenring ...
02/01/2025

Tvær Angústúrubækur komast á listann yfir bækur ársins að mati gagnrýnenda Morgunblaðsins. Tjörnin eftir Rán Flygenring þykir þeim besta barnabókin, „ævintýra­lega skemmti­leg,“ og Óli K. sem Anna Dröfn Ágústsdóttir skrifaði trónir á toppi myndverkalistans og er að þeirra mati „stórkostleg bók“. Báðar seldust þær upp fyrir jól.

Ragnheiður Birgisdóttir Árni Matthíasson
Bókarhönnun Óla K. Kjartan Hreinsson

„Glæsileg bók sem auðvelt er að sökkva sér ofan í, aftur og aftur,“ segir gagnrýnandi Heimildarinnar, Golli. Kjartan Þor...
22/12/2024

„Glæsileg bók sem auðvelt er að sökkva sér ofan í, aftur og aftur,“ segir gagnrýnandi Heimildarinnar, Golli. Kjartan Þorbjörnsson, um Óla K. eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur og gefur henni ⭐️⭐️⭐️⭐️1/2

Þar sem Tjörnin eftir Rán Flygenring er uppseld alls staðar - væntanleg aftur í janúar - er ekki úr vegi að mæla með þes...
21/12/2024

Þar sem Tjörnin eftir Rán Flygenring er uppseld alls staðar - væntanleg aftur í janúar - er ekki úr vegi að mæla með þessari einstöku bók í jólapakkann, en hana gerðu þau Hjörleifur Hjartarson saman fyrir nokkrum árum ásamt Studio Studio.

„Sannkallaður gimsteinn sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.“ Silja Björk Huldudóttir, Morgunblaðið ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

Elísa Björg Þorsteinsdóttir hlaut í dag tilnefningu til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Sögu af svartr...
19/12/2024

Elísa Björg Þorsteinsdóttir hlaut í dag tilnefningu til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Sögu af svartri geit eftir Perumal Murugan. Innilega til hamingju, kæra Elísa og önnur tilnefnd!

18/12/2024
Ein af þekktari ljósmyndum Óla K. í samnefndri bók, þar sem hann fangar hörð átök lögreglu og mótmælenda á Austurvelli v...
17/12/2024

Ein af þekktari ljósmyndum Óla K. í samnefndri bók, þar sem hann fangar hörð átök lögreglu og mótmælenda á Austurvelli vegna inngöngu Íslands í Nató árið 1949 á einstakan hátt. Fáanleg í bókaverslunum.

Höfundur Anna Dröfn Ágústsdóttir
Bókarhönnuður Kjartan Hreinsson

Tilvalin gjöf handa öllum sem áhuga hafa á hönnun og bókargerð. Sígilt verk um leturfræði.Birna Geirfinnsdóttir, Gunnar ...
17/12/2024

Tilvalin gjöf handa öllum sem áhuga hafa á hönnun og bókargerð. Sígilt verk um leturfræði.

Birna Geirfinnsdóttir, Gunnar Vilhjálmsson og Marteinn Sindri Jónsson þýddu.

Address

Skólavörðustígur 12
Reykjavík
101

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Angústúra posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Angústúra:

Videos

Share

Category

Our Story

Angústura bókaforlag opnar glugga út í heim með útgáfu spennandi og fallegra bóka í vönduðum þýðingum frá öllum heimshornum.