Menning Morgunblaðsins

Menning Morgunblaðsins Menningardeild Morgunblaðsins fjallar um menningarmál í víðu samhengi 📚🎭🎼🎬🩰🎨 Culture department of the Icelandic newspaper Morgunblaðið ✨

Dúettinn Amor Vincit Omnia gaf síðla árs í fyrra út sína fyrstu stuttskífu brb babe, þar sem áhrifa gætir úr ólíkum áttu...
19/02/2025

Dúettinn Amor Vincit Omnia gaf síðla árs í fyrra út sína fyrstu stuttskífu brb babe, þar sem áhrifa gætir úr ólíkum áttum og þá meðal annars frá hipphoppi og house-tónlist 🎶

Viðtal við þau Baldur Skúlason og Erlu Hlín Guðmundsdóttur má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag 🗞️

Hildur Knútsdóttir lýkur kattafjórleik sínum með nóvellunni Gestir 🐈Viðtal við hana má finna í blaðinu í dag 🗞️📸 Morgunb...
17/02/2025

Hildur Knútsdóttir lýkur kattafjórleik sínum með nóvellunni Gestir 🐈

Viðtal við hana má finna í blaðinu í dag 🗞️

📸 Morgunblaðið/Karítas

Emmsjé Gauti heldur tónleika í Salnum annað kvöld, laugardaginn 15. febrúar, kl. 20 🎤Blaðamaður sló á þráðinn til hans o...
14/02/2025

Emmsjé Gauti heldur tónleika í Salnum annað kvöld, laugardaginn 15. febrúar, kl. 20 🎤

Blaðamaður sló á þráðinn til hans og ræddi við hann um tónleikana, lögin og lífið en viðtalið má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag 🗞️🐶

📸 Morgunblaðið/Karítas

„Hún réð ekki við löngunina til að ögra en var alin upp á hefðbundinn hátt. Hún átti að vera kona sem giftist manni og e...
12/02/2025

„Hún réð ekki við löngunina til að ögra en var alin upp á hefðbundinn hátt. Hún átti að vera kona sem giftist manni og eignaðist börn og heimili en hún varð í staðinn ástfangin á hverju götuhorni og elti þessa náttúru í sér,“ segir Sigríður Ásta Olgeirsdóttir leikkona og höfundur verksins Dietrich sem fjallar um ævi hinnar mögnuðu Marlene Dietrich. Verkið er í leikstjórn Snædísar Lilju Ingadóttur og verður frumsýnt í Sjálfstæðissalnum á Parliament Hotel annað kvöld þann 13. febrúar 🌹

Viðtalið í heild sinni má lesa í Morgunblaðinu í dag 🗞️

Ævar Þór Benediktsson frumsýnir einleikinn Kafteinn Frábær í Tjarnarbíói annað kvöld, miðvikudaginn 12. febrúar, klukkan...
11/02/2025

Ævar Þór Benediktsson frumsýnir einleikinn Kafteinn Frábær í Tjarnarbíói annað kvöld, miðvikudaginn 12. febrúar, klukkan 20 ✨

Blaðamaður tók Ævar Þór tali af því tilefni en viðtalið í heild sinni má finna í blaðinu síðastliðinn sunnudag 📰

📸 Morgunblaðið/Eggert

Blaðamaður Sunnudagsmoggans settist niður með stórleikaranum góðkunna Sigga Sigurjóns á dögunum þar sem litið var yfir f...
11/02/2025

Blaðamaður Sunnudagsmoggans settist niður með stórleikaranum góðkunna Sigga Sigurjóns á dögunum þar sem litið var yfir farinn veg og farsælan feril en viðtalið birtist í blaðinu síðastliðinn sunnudag 🎭

Finna má link á viðtalið í fyrstu athugasemd hér fyrir neðan 🗞️

📸 Morgunblaðið/Ásdís

Heim eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur, í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, verður frumsýnt í Kassanum í Þjóð...
07/02/2025

Heim eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur, í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld klukkan 20 🎉

Blaðamaður ræddi af því tilefni við Hrafnhildi en viðtalið birtist á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag 🗞️

📸 Jorri & Saga Sig

Misstuð þið nokkuð af þessu? 👀Bryddað er upp á þeirri nýbreytni í blaði dagsins að birta yfirlit yfir alla birta dóma á ...
07/02/2025

Misstuð þið nokkuð af þessu? 👀

Bryddað er upp á þeirri nýbreytni í blaði dagsins að birta yfirlit yfir alla birta dóma á menningarsíðum Morgunblaðsins í nýliðnum mánuði ✨ Þessi háttur verður framvegis hafður á fyrsta föstudag í hverjum mánuði. Við vonum að lesendur kunni að meta þessa auknu þjónustu 🎉☺️

Hliðarspor er ný ópera eftir Þórunni Guðmundsdóttur, tónskáld og textahöfund, sem frumsýnd verður í Gamla bíói 6. febrúa...
05/02/2025

Hliðarspor er ný ópera eftir Þórunni Guðmundsdóttur, tónskáld og textahöfund, sem frumsýnd verður í Gamla bíói 6. febrúar. Óperan er framhald af Rakaranum í Sevilla og Brúðkaupi Fígarós og er byggð á þriðja leikritinu í þríleik Beaumarcahis, sem fjallar um Fígaró, Almaviva greifa og fólk sem tengist þeim. Hægt er að sjá allar þrjár óperurnar í höfuðborginni þessa dagana. Sem fyrr segir er óperan Hliðarspor sýnd í Gamla bíói, Kammeróperan sýnir Brúðkaup Fígarós í Borgarleikhúsinu og Sviðslistahópurinn Óður sýnir Rakarann í Sevilla í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll.

„Chalamet er einkar sannfærandi Dylan,“ segir gagnrýnandi Morgunblaðsins og gefur kvikmyndinni A Complete Unknown fjórar...
04/02/2025

„Chalamet er einkar sannfærandi Dylan,“ segir gagnrýnandi Morgunblaðsins og gefur kvikmyndinni A Complete Unknown fjórar stjörnur ✨

📸 Stilla úr A Complete Unknown

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég er til­nefnd­ur svo ég var með fæt­urna á jörðinni,“ seg­ir Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son e...
03/02/2025

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég er til­nefnd­ur svo ég var með fæt­urna á jörðinni,“ seg­ir Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son en hann vann til Grammy-verðlauna í fyrsta sinn í gær­kvöldi.

Meira á menningarsíðunum í fyrramálið!

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég er tilnefndur svo ég var með fæturna á jörðinni,“ segir Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son en hann vann til Grammy-verðlauna í fyrsta sinn í gærkvöldi.

Þrjár prinsessur bíða eftir að prinsinn komi og ævintýrið þeirra hefjist. Hvað gerist þegar prinsinn kemur ekki? Nýr sön...
31/01/2025

Þrjár prinsessur bíða eftir að prinsinn komi og ævintýrið þeirra hefjist. Hvað gerist þegar prinsinn kemur ekki?

Nýr söngleikur í anda Disney-ævintýranna, Hver vill vera prinsessa?, verður frumsýndur í Tjarnarbíói á morgun, 1. febrúar 👸✨

Viðtal við söng- og leikkonurnar í Raddbandinu og leikstjórann, Söru Marti, í blaðinu í dag!

📸 Myriam Marti

„Mig langaði þar að auki að sýna að þolendur mega halda áfram með lífið. Víða er viðhorfið þannig að þolendur eru ekki t...
31/01/2025

„Mig langaði þar að auki að sýna að þolendur mega halda áfram með lífið. Víða er viðhorfið þannig að þolendur eru ekki teknir alvarlega ef þeir sjást hlæja, njóta og lifa lífi sínu. Líkt og þessir hræðilegu atburðir hafi þá ekki gerst. En það má hlæja og grínast og er í raun nauðsynlegt því grínið hjálpar manni einnig að tala meira og tengjast fólki,“ segir franska leikkonan og kvikmyndagerðarkonan Noémie Merlant um kvikmynd sína The Balconettes en ítarlegt viðtal við hana má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag.

📸 Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Í krefjandi aðstæðum er mikilvægt að reyna að leita að stjörnunum í myrkrinu en ímyndunaraflið er öflugt tæki til þess,...
29/01/2025

„Í krefjandi aðstæðum er mikilvægt að reyna að leita að stjörnunum í myrkrinu en ímyndunaraflið er öflugt tæki til þess," segir Mathias Malzieu tónlistarmaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður í viðtali við Morgunblaðið í dag. Malzieu glímdi við lífshættuleg veikindi og lofaði sjálfum sér að ferðast um Ísland á hjólabretti ef hann lifði af.

Malzieu er staddur hér á landi en hann er einna þekktastur fyrir að vera forsprakki og söngvari frönsku hljómsveitarinnar Dionysus. Hann var heiðursgestur Frönsku kvikmyndahátíðarinnar þar sem kvikmynd hans Jack et la mécanique du cœur var sýnd. Þá heldur Malzieu einnig viðburð í Mengi laugardaginn 1. febrúar þar sem hann syngur og les upp úr verkum sínum en frítt er inn á viðburðinn.

📸 Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

„Styttan af Thorvaldsen sem var afhjúpuð á Austurvelli með viðhöfn á afmælisdegi Thorvaldsens 19. nóvember 1875 olli tím...
28/01/2025

„Styttan af Thorvaldsen sem var afhjúpuð á Austurvelli með viðhöfn á afmælisdegi Thorvaldsens 19. nóvember 1875 olli tímamótum í tvennum skilningi. Hún var fyrsta útilistaverkið á Íslandi og markaði þannig tímamót í listum. Og einnig markaði hún varanleg skil í sögu skipulags Reykjavíkur vegna þess að með uppsetningu hennar var Austurvöllur gerður að opinberu torgi. Þannig á torgið Austurvöllur 150 ára afmæli á þessu ári," segir Eiríkur G. Guðmundsson sagnfræðingur og fyrrverandi þjóðskjalavörður en 150 ár eru liðin frá því að Danir gáfu Íslendingum styttuna „Sjálfsmynd Thorvaldsens með vonargyðjuna“ eftir Bertel Thorvaldsen.

Þessa var minnst með opnun nýrrar sýningar í Thorvaldsen-safninu í Kaupmannahöfn í nóvember á síðasta ári. Lesa má viðtalið í heild sinni í Morgunblaðinu föstudag 24. janúar.

📸 Thorvaldsens Museum

Hljómsveitirnar HAM og Apparat Organ Quartet snúa bökum saman á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 21. mars kluk...
28/01/2025

Hljómsveitirnar HAM og Apparat Organ Quartet snúa bökum saman á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 21. mars klukkan 20 sem sameinaða sveitin HAMPARAT 🎤 🎶

Blaðamaður ræddi við Úlf Eldjárn á dögunum en viðtalið í heild sinni má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag, þann 25. janúar 📰🗞️

📸 Eggert Jóhannesson

Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Jóna Gréta Hilmarsdóttir, gefur Vigdísi 4 stjörnur! ✨„Vesturport á mikið hrós skilið fyrir a...
23/01/2025

Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Jóna Gréta Hilmarsdóttir, gefur Vigdísi 4 stjörnur! ✨

„Vesturport á mikið hrós skilið fyrir að sjá tækifæri í því að miðla sögu Vigdísar áfram og tekst aftur að sameina þjóðina í gegnum þáttaröð og skapa umræðu, jafnvel þótt það sé bara heima í stofu. Það er sérstaklega mikilvægt að kvennasögur eins og þessi séu sagðar þar sem víðsvegar um heim á sér nú stað bakslag í jafnréttisbaráttunni. Í Vigdísi er sögð saga um konu sem ruddi brautina og sú saga er mikil hvatning fyrir aðrar konur að láta ekki mótlæti stoppa sig heldur halda ótrauðar áfram.“

Meira á menningarsíðunum í dag 👀

„Það er svo mikið af ljótum verktakablokkum á Íslandi og í raun má tala um algera plágu...Það vantar meiri gleði fyrir a...
23/01/2025

„Það er svo mikið af ljótum verktakablokkum á Íslandi og í raun má tala um algera plágu...Það vantar meiri gleði fyrir augað, einfalt mál,“ segir Egill Sæbjörnsson listamaður í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Egill hefur varið meiri hluta ævinnar erlendis og hefur að undanförnu verið að beina sjónum sínum í meira mæli að arkitektúr. Þá keypti Egill gamla myllu rétt fyrir utan Berlín sem í daglegu tali er kölluð Blokkin. Í viðtalinu fáum við meðal annars að forvitnast um Blokkina og fleiri áhugaverð verkefni listamannsins.

📸 Studio Egill Sæbjörnsson

Address

Hádegismóar 2
Reykjavík
110

Telephone

+3545691100

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Menning Morgunblaðsins posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Menning Morgunblaðsins:

Videos

Share

Category