Það jafnast ekkert á við að fletta menningarsíðunum með morgunbollanum ☀️
Fallegur dagur til að fletta menningarsíðunum ☀️
Það eru sérdeilis stútfullar menningarsíður af skemmtilegu efni í blaðinu í dag ✨
Sönghátíð í Hafnarborg, Listaverk þjóðarinnar, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar, myndlistarsýningin Mæling, bókadómur um skáldsöguna Það liðna er ekki draumur ásamt ýmsum skemmtilegum fróðleik ☀️
Stútfullur menningarpakki í dag. Dúettar á Listahátíð, kynning á listaverki í eigu þjóðar, rýni um sýningu í Listasafni Árnesinga, frétt af Vigdisi Hjorth og margt fleira ✨🍀📚
Menningin á sínum stað á bak við þessa frábæru forsíðumynd eftir ljósmyndara Morgunblaðsins, Eggert Jóhannesson 🌋
,,Þetta er leið fyrir mig til að skapa vettvang fyrir mína rödd og ekki síður raddir þeirra sem hafa ekki endilega tækifæri til að tjá sig.” 🌱Sýningarstjórinn Daria Testo ræddi við blaðamann um sýninguna Ættgarður/Kindred sem opnuð hefur verið í Elliðaárstöð og stendur til 26. maí ✨Listamennirnir sem taka þátt eru: Corinna J. Duschl (Þýskaland), Emil Gunnarsson (Ísland), Masaya Ozaki (Japan), Vala Sigþrúðar Jónsdóttir (Ísland), Ariuna Bulutova, Igor Kanz og Dagmar Gertot (Buríad-Mongólía)
Menningarpakkinn á sumardaginn fyrsta ☀️
Blaðamenn og gagnrýnendur fjalla um Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar, Feneyjartvíæringinn, nýfundnar Shakespeareþýðingar, Bamberg-sinfóníuna, Nóbelskáldið Gurnah og margt fleira 👀