Menning Morgunblaðsins

Menning Morgunblaðsins Menningardeild Morgunblaðsins fjallar um menningarmál í víðu samhengi 📚🎭🎼🎬🩰🎨 Culture department of the Icelandic newspaper Morgunblaðið ✨

Á síðasta ári birtust á menningarsíðum Morgunblaðsins: 🌟 352 dómar 🌟 417 viðtöl🌟 56 bókakaflar 🌟 1.200+ menningarfréttir...
09/09/2024

Á síðasta ári birtust á menningarsíðum Morgunblaðsins:

🌟 352 dómar

🌟 417 viðtöl

🌟 56 bókakaflar

🌟 1.200+ menningarfréttir

Við erum ánægð með þessar tölur sem birtust í viðtali kollega okkar á fréttadeildinni við Jónu Hlíf Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna.

Bandalagið sendi nýverið frá sér áskorun til fjölmiðla um að auka umfjöllun sína um menningu og listir. Við svörum því kalli nú sem endranær 🤝

Kammersveit Reykjavíkur fagnar 50 ára starfsafmæli með tónleikum í Hörpu á sunnudag 🎉„Kammersveitin hefur alltaf verið f...
06/09/2024

Kammersveit Reykjavíkur fagnar 50 ára starfsafmæli með tónleikum í Hörpu á sunnudag 🎉

„Kammersveitin hefur alltaf verið forvitna hljómsveitin á Íslandi og flutt nýja tónlist en líka lagt áherslu á að leika stórvirki kammertónbókmenntanna,“ segir Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari í viðtali sem birt verður í Morgunblaðinu á morgun ✨

Hér má sjá nokkrar myndir frá starfsemi sveitarinnar úr safni Morgunblaðsins!

„Tjarnarbíó er aðalmiðstöð sjálfstæðu leikhópanna. Við erum ekki með fastan leikhóp eins og hin stóru leikhúsin heldur k...
05/09/2024

„Tjarnarbíó er aðalmiðstöð sjálfstæðu leikhópanna. Við erum ekki með fastan leikhóp eins og hin stóru leikhúsin heldur koma hinir og þessir hópar inn. Í fyrra voru 300 manns sem komu fram á sviðinu hjá okkur, sem er töluverður fjöldi sé litið til þess að við erum bara með eitt svið og svo annað lítið í forsalnum. Hér er því mikil rótering og margar ólíkar sýningar en þetta er án efa mest notaða svið landsins,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, nýráðinn leikhússtjóri Tjarnarbíós, um komandi leikár.

Viðtalið má sjá á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag 🎭

„Við erum að vinna með líkamann sem einhvers konar ílát sem geymir allt sem við upplifum, gerum og hugsum. Líkaminn man ...
02/09/2024

„Við erum að vinna með líkamann sem einhvers konar ílát sem geymir allt sem við upplifum, gerum og hugsum. Líkaminn man allt, hann er skálin sem heldur utan um allt það sem við erum og skynjum. Sýningin fæddist út frá því að ég greindist með krabbamein, en það leiðir mann sannarlega djúpt inn í líkamann. Við erum samt ekki að vinna með mína reynslu eða sögu, heldur með líkamann sem þetta ílát sem geymir allt,“ segir Helga Arnalds um dansverkið Líkaminn er skál.

Leikhópurinn hennar, 10 fingur, frumsýnir verkið í Tjarnarbíói í Reykjavík 5. september.

📸 Owen Fiene

Rapparinn Kött Grá Pje, eða Atli Sigþórsson, gaf nýverið út nýja plötu, Dulræn atferlismeðferð, í samstarfi við félaga s...
30/08/2024

Rapparinn Kött Grá Pje, eða Atli Sigþórsson, gaf nýverið út nýja plötu, Dulræn atferlismeðferð, í samstarfi við félaga sinn Fonetik Simbol.

„Þetta er svona pínu gamaldags nördarapp, ég veit það ekki. Ég hef svo sem aldrei gengið almennilega upp í rappsamhenginu, er bara ekki nógu mikill spaði og upptekinn af skrítnum hlutum og öðru en maður á að vera upptekinn af sem rappari,“ segir Atli í samtali við blaðamann.

Á seinni myndinni má sjá tónlistarmanninn ásamt konu sinni Söru Bjarnason, sem á þátt í plötunni og kemur þar fram undir nafninu Emperor Sara Lou.

📸 Morgunblaðið/Hari og Eggert

„Leikhús er staður mennskunnar og list augnabliksins á heima hér. Þannig að þetta er einhver sá magnaðasti staður sem hu...
29/08/2024

„Leikhús er staður mennskunnar og list augnabliksins á heima hér. Þannig að þetta er einhver sá magnaðasti staður sem hugsast getur, það að sitja í leikhúsi og upplifa þessa list augnabliksins, öll á sama tíma,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir borgarleikhússtjóri en hún ræddi við blaðamann um komandi leikár. 🎭

Viðtalið má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag!

Salman Rushdie hlýtur alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Hann tekur við verðlaununum í Háskólabíói 13. s...
29/08/2024

Salman Rushdie hlýtur alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Hann tekur við verðlaununum í Háskólabíói 13. september.

Verk hans Hnífur kemur af þessu tilefni út í íslenskri þýðingu 🔪

Lesið meira um málið á menningarsíðunum í dag!

Morgunkaffi á menningardeildinni ☕️Við kvöddum frábæra sumarstarfsmanninn okkar, Snædísi, í dag en hún verður áfram hlut...
28/08/2024

Morgunkaffi á menningardeildinni ☕️

Við kvöddum frábæra sumarstarfsmanninn okkar, Snædísi, í dag en hún verður áfram hluti af góðum hópi bókmenntagagnrýnenda ☀️

„Við sjáum Hamraborg fyrir okkur sem uppsprettu tækifæra og stað þar sem hægt er að láta sig dreyma. Það mætti halda Ham...
27/08/2024

„Við sjáum Hamraborg fyrir okkur sem uppsprettu tækifæra og stað þar sem hægt er að láta sig dreyma. Það mætti halda Hamraborg Festival í 100 ár og hún yrði aldrei eins,“ segir Agnes Ársælsdóttir sýningarstjóri Hamraborg Festival í samtali við Morgunblaðið. Viðtalið má lesa í blaðinu í dag. ​🌈⛅

Yfir hátíðardagana 29. ágúst - 5. september verða alls kyns sýningar og uppákomur vítt og breitt um Hamraborgina, svo sem í Gerðarsafni, Póló V**e Shop og Krónunni. 🥬

📸 Morgunblaðið/Anton Brink

Á menningarsíðunum í dag má lesa viðtal við Kjartan Ólafsson tónskáld og Pétur Jónasson gítarleikara sem hafa verið vini...
23/08/2024

Á menningarsíðunum í dag má lesa viðtal við Kjartan Ólafsson tónskáld og Pétur Jónasson gítarleikara sem hafa verið vinir í um 50 ár. Þeir sendu nýverið frá sér plötuna Guitar þar sem gítarinn er í forgrunni. 🎸🎶

„Tilraunamennskan er undirstaða tónlistar framtíðarinnar og við megum ekki verða markaðsöflunum að bráð. Það er oft spurt: hvað græðum við á þessu? Við græðum listina og við græðum framtíðina,“ segir Kjartan.

📸 Morgunblaðið/Eyþór

Spennandi leikár fram undan 🎉
22/08/2024

Spennandi leikár fram undan 🎉

„Við förum inn í nýtt leikár að springa af spenningi enda margar frábærar sýningar á leiðinni. Síðasta leikár var einstakt, sýningarnar hrifu áhorfendur og aðsókn í vor var sú mesta í manna minnum. Það litar kannski að einhverju leyti þetta leikár að það eru óvenjumar...

Anton Helgi Jónsson fagnar fimmtíu ára rithöfundarafmæli með glænýrri ljóðabók en viðtal við hann má lesa á menningarsíð...
21/08/2024

Anton Helgi Jónsson fagnar fimmtíu ára rithöfundarafmæli með glænýrri ljóðabók en viðtal við hann má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag sem og sjá í Dagmálum á mbl.is 📚✍🏼📖

Til hamingju 👏
20/08/2024

Til hamingju 👏

Kvikmyndin Snerting (Touch) í leikstjórn Baltasar Kormáks hlaut í dag tilnefningu til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Alls eru s*x kvikmyndir tilnefndar til verðlaunanna.

„Hún fór reyndar ekki björgulega af stað því að skipt var um hest og knapa í miðri ánni, Katrín Jakobsdóttir reið á brot...
20/08/2024

„Hún fór reyndar ekki björgulega af stað því að skipt var um hest og knapa í miðri ánni, Katrín Jakobsdóttir reið á brott, en Bjarni Benediktsson steig í hnakkinn og skrifaði nýjan formála og bókin rúllaði aftur milli tannhjóla prentverksins,“ skrifar gagnrýnandinn Sölvi Sveinsson meðal annars í pistli sínum um ritið Fjallkonan - Þú ert móðir vor kær sem birtist í blaðinu í dag. 🇮🇸👸

Myndina af leikkonunni Ebbu Katrínu Finnsdóttur í hlutverki Fjallkonunnar tók ljósmyndari Morgunblaðsins, Eyþór Árnason.

„Okkur finnst umræðan um bókmenntir oft vera frekar heterónormatív, karllæg og kanónísk. Það er að segja að hún er jafna...
19/08/2024

„Okkur finnst umræðan um bókmenntir oft vera frekar heterónormatív, karllæg og kanónísk. Það er að segja að hún er jafnan miðuð út frá stórum, gömlum hugmyndum um það hvernig skáldsögur og bækur eigi að vera,“ segir Eva Rún Snorradóttir, annar skipuleggjenda bókmenntahátíðarinnar Q***r situations 🏳️‍🌈

Hátíðin verður haldin í fyrsta sinn dagana 22.-24. ágúst í Salnum í Kópavogi en þar verður lögð áhersla á hinsegin bókmenntir.

📸 Morgunblaðið/Eyþór

Sýning með verkum Stórvals verður opnuð í dag í   „Við viljum gera verkunum skil með sama hætti og ef við værum að sýna ...
15/08/2024

Sýning með verkum Stórvals verður opnuð í dag í

„Við viljum gera verkunum skil með sama hætti og ef við værum að sýna Kjarval. Þetta snýst um að sýna myndlistinni hans alla þá virðingu sem hún á svo sannarlega skilið,“ segir Börkur Arnarson, eigandi i8.

Seinni myndina tók Einar Falur Ingólfsson af þeim Berki og Stórval árið 1990, þegar Börkur keypti málverk af listamanninum.

Á menningarsíðunum í dag er fjallað um glænýju kammertónlistarhátíðina Klassík á Eyrinni sem haldin verður á Norðurlandi...
14/08/2024

Á menningarsíðunum í dag er fjallað um glænýju kammertónlistarhátíðina Klassík á Eyrinni sem haldin verður á Norðurlandi um næstu helgi. ☀️

„Okkur langaði til þess að skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk til að spila kammertónlist saman,“ segir Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, annar stofnenda hátíðarinnar.

Á hátíðinni munu ungar tónlistarkonur flytja meistaraverk kammerbókmenntanna, allt frá Bach til nútímans. 📚

Stefán Óli Baldursson, betur þekktur sem Mottan, segir frá listsköpun sinni á hús­veggj­um víðs veg­ar um Reykja­vík og ...
11/08/2024

Stefán Óli Baldursson, betur þekktur sem Mottan, segir frá listsköpun sinni á hús­veggj­um víðs veg­ar um Reykja­vík og á veit­inga­stöðum borgarinnar.

Verk listamannsins Stefáns Óla Baldurssonar má sjá á mörgum húsveggjum víðs vegar um Reykjavík og á veitingastöðum. Myndefnið sækir hann oftar en ekki í gamlar ljósmyndir, stundum svarthvítar, sem hann svo málar í lit eftir eigin innblæstri

Tove Jansson hefði orðið 110 ára í dag, 9. ágúst. Henni verður seint fullþakkað fyrir að færa okkur yndislegan heim múmí...
09/08/2024

Tove Jansson hefði orðið 110 ára í dag, 9. ágúst. Henni verður seint fullþakkað fyrir að færa okkur yndislegan heim múmínálfanna 💗 Hver er ykkar uppáhaldsmúmínbók?

Magnús Lyngdal Magnússon, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, skrifar pistil um ítalska tenórinn Giuseppe di Stefano (1...
07/08/2024

Magnús Lyngdal Magnússon, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, skrifar pistil um ítalska tenórinn Giuseppe di Stefano (1921-2008). Söngvarinn er í guðatölu hjá mörgu óperuáhugafólki 🎼
„Það er ekkert efamál að söngtæknin – eða öllu heldur skortur á henni – varð di Stefano að fótakefli,“ skrifar Magnús í skemmtilegum og fróðlegum pistli sínum í blaðinu í dag ✨

Maria Callas og Giuseppe di Stefano á Schiphol-flugvellinum í Hollandi 9. desember 1973. Samband þeirra var að mörgu leyti stormasamt. 
📸 Dutch National Archives, Wikimedia

Rýnt hefur verið í Undir á menningarsíðum Mbl ✨
06/08/2024

Rýnt hefur verið í Undir á menningarsíðum Mbl ✨

Rætt er við Ernu Völu um tónlistarhátíðina Seiglu á menningarsíðum á morgun, en hún er stofnandi og listrænn stjórnsndi ...
02/08/2024

Rætt er við Ernu Völu um tónlistarhátíðina Seiglu á menningarsíðum á morgun, en hún er stofnandi og listrænn stjórnsndi hátíðarinnar. Á hátíðinni, sem haldin er í Hörpu 9.-11. ágúst, er lögð áhersla á klassíska söng- og kammertónlist og er hið hefðbundna tónleikaform auk þess brotið upp á margvíslega vegu 🎼

„Harpa er mikilvægur vettvangur. Þetta er tónlistarhúsið okkar allra,“ segir Erna Vala og bætir við: „Það er seiglan sem heldur hátíðinni gangandi.“ 💗
📸 Árni Sæberg

Hinsegin dagar hefjast í Reykjavík þriðjudaginn 6. ágúst og standa til 11. ágúst. Í ár verður boðið upp á 52 viðburði og...
02/08/2024

Hinsegin dagar hefjast í Reykjavík þriðjudaginn 6. ágúst og standa til 11. ágúst. Í ár verður boðið upp á 52 viðburði og má finna dagskrána í heild sinni á vefnum hinsegindagar.is 🌈

Rætt er við Helgu Haraldsdóttur, formann Hinsegin daga, á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag. Hún segir að búast megi við um 100 þúsund manns í miðbænum þegar Gleðigangan fer fram laugardaginn 10. ágúst kl. 14-15 🪩🤩

„Það er hægt að taka í burtu þau réttindi sem hefur verið náð. Því sé alltaf þörf á baráttunni,“ segir Helga og bendir á mikilvægi þess að sýna hinsegin baráttunni stuðning í verki líkt og gert sé með því að taka þátt í Gleðigöngunni 💖✨

📸 Kristinn Magnússon / Ómar Óskarsson / Ófeigur Lýðsson / Hanna Andrésdóttir / Kristvin Guðmundsson

Á menningarsíðunum í dag má lesa viðtal við danska metsöluhöfundinn Jussi Adler-Olsen sem sendi nýverið frá sér glæpasög...
01/08/2024

Á menningarsíðunum í dag má lesa viðtal við danska metsöluhöfundinn Jussi Adler-Olsen sem sendi nýverið frá sér glæpasöguna Sjö fermetrar með lás. Hún er síðasta bókin í ráðgátuseríunni um Deild Q. 🕵️‍♂️

Í viðtalinu ræðir Adler-Olsen m.a. um aðdráttarafl glæpasögunnar og segir frá ferðalagi bókaseríunnar í gegnum árin. 📚

📸 Pia Christensen
Jussi Adler-Olsen

Morgunblaðið sló á þráðinn til sópransöngkonunnar Hörpu Óskar Björnsdóttur og ræddi við hana um tónlistina, lífið og ópe...
31/07/2024

Morgunblaðið sló á þráðinn til sópransöngkonunnar Hörpu Óskar Björnsdóttur og ræddi við hana um tónlistina, lífið og óperuheiminn. Hún hlaut nýverið ráðningu við Óperuhúsið í Basel og fram undan eru því ýmis ævintýri ✨
„Draumurinn er samt alltaf að koma heim til Íslands og syngja þar. Eins og óperumál standa á Íslandi þessa stundina þá lítur þetta ekkert of vel út, þrátt fyrir að grasrótin sé mjög virk, en það eru vonandi bjartari tímar fram undan.“ 🌸
Viðtalið má lesa í heild sinni í blaðinu í dag. 🌷🎭
📸 Álvaro Zambrano / Yannic Borchert / Icelandic Opera
Harpa Ósk Björnsdóttir

Karítas Hrundar Pálsdóttir er fyrst Íslendinga til að útskrifast með doktorspróf í ritlist 💐 Hún útskrifaðist fyrr í þes...
30/07/2024

Karítas Hrundar Pálsdóttir er fyrst Íslendinga til að útskrifast með doktorspróf í ritlist 💐 Hún útskrifaðist fyrr í þessum mánuði frá University of East Anglia 🎓 Í doktorsverkefninu beindi hún sjónum að stöðu svokallaðra snúbúa en það eru þeir sem hafa búið erlendis tímabundið og svo snúið aftur til síns heimalands. Viðtal við Karítas má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag 🗞️
Karítas Hrundar Pálsdóttir

„Þetta var magnað,“ seg­ir Þor­leif­ur Örn Arnarsson í sam­tali við Morg­un­blaðið eft­ir frum­sýn­ing­una á Tristan og ...
29/07/2024

„Þetta var magnað,“ seg­ir Þor­leif­ur Örn Arnarsson í sam­tali við Morg­un­blaðið eft­ir frum­sýn­ing­una á Tristan og Ísold þegar hann er spurður út í viðtök­urn­ar. „Það er hálf­gert þjóðarsport í Bayr­euth að púa niður leik­stjóra eft­ir sýn­ing­ar. Ég beið þarna hjá tjald­inu og heyrði hvernig allt ætlaði um koll að keyra þegar Trist­an og Ísold stigu á svið og sömu­leiðis þegar hljóm­sveit­ar­stjór­inn kom fram. Þegar komið var að mér byrjuðu um tutt­ugu pró­sent sal­ar­ins að púa en rest­in braust út í fagnaðarlæti og fólk stappaði með fót­un­um og rauk jafn­vel á fæt­ur. Aft­ur ætlaði allt um koll að keyra og þetta var mjög gam­an, ég hef aldrei upp­lifað aðra eins frum­sýn­ingu.“

Ítarlega var rætt við Þorleif Örn og Ólaf Kjartan Sigurðarson óperusöngvara á menningarsíðum Morgunblaðsins um helgina, en brot út viðtalinu má lesa hér:

Óperan Tristan og Ísold eftir Richard Wagner í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar var frumsýnd á hinni virtu Bayreuth-hátíð í Þýskalandi á fimmtudag. Um er að ræða opnunarsýningu hátíðarinnar sem stendur til 27. ágúst.

„Þetta var ekki bara líf og dauði á sviðinu heldur líka líf og dauði í hjarta leikstjórans,“  segir Þorleifur Örn Arnars...
26/07/2024

„Þetta var ekki bara líf og dauði á sviðinu heldur líka líf og dauði í hjarta leikstjórans,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson um uppákomu sem átti sér stað í lok frumsýningar Tristans og Ísoldar eftir Richard Wagner á hinni virtu Bayreuth-hátíð í Þýskalandi á fimmtudag. Þar var sýningin opnunarsýning hátíðarinnar 🎭

Morgunblaðið ræddi við Þorleif Örn og Ólaf Kjartan Sigurðarson, sem syngur hlutverk Kurwenals í sýningunni. Viðtalið má lesa í blaðinu á morgun, laugardag, - nælið ykkur í eintak! ✨

Ljósmyndir af sviðinu í Bayreuth: Enrico Nawrath fyrir Bayreuth-hátíðina
Ljósmynd af Ólafi Kjartani: Morgunblaðið/Eggert

„Samband okkar er tilfinningaríkt,“ segir Ryan Reynolds um samband og samstarf þeirra Hughs Jackman, en þeir leika ofurh...
25/07/2024

„Samband okkar er tilfinningaríkt,“ segir Ryan Reynolds um samband og samstarf þeirra Hughs Jackman, en þeir leika ofurhetjurnar Deadpool & Wolverine í samnefndri mynd sem frumsýnd var hérlendis í vikunni 🎬❤️💛

Blaðamaður Morgunblaðsins sótti blaðamannafund með þeim og fleiri aðstandendum myndarinnar eins og lesa má um í meðfylgjandi frétt 🌟

Sprelligosinn Deadpool er snúinn aftur og mætir þekktu ofurhetjunni Wolverine í nýjustu kvikmyndinni frá Marvel, Deadpool & Wolverine, sem frumsýnd var í gær. Morgunblaðinu bauðst að taka þátt í blaðamannafundi um kvikmyndina á dögunum.

Address

Hádegismóar 2
Reykjavík
110

Telephone

+3545691100

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Menning Morgunblaðsins posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Menning Morgunblaðsins:

Videos

Share

Category


Other Newspapers in Reykjavík

Show All