Nótan

Nótan NÓTAN - uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Markmiðið er að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt.

Net-Nótan 2021 – uppskeruhátíð tónlistarskóla er samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtaka tónlistarskólastjóra. Uppskeruhátíðin er hugsuð sem ný vídd í starfsemi tónlistarskóla og standa vonir til að hátíðin verði í senn faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í starfsemi tónlistarskóla fyrir aðstandendur skólanna jafnt innan veggja þeirra sem utan. Tónlistarskó

lar landsins eru um níutíu talsins. Þar fer fram gríðarlega fjölbreytt og öflugt starf og með hátíðinni er kastljósinu beint að þessum samfélögum og tónlistarnemendum veittar viðurkenningar fyrir afrakstur vinnu þeirra. Uppskeruhátíðin er þrískipt og skipulögð þannig að allir geti tekið þátt. Þátttakendur eru frá öllu landinu, á öllum aldri og efnisskráin endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms.

Góðan dag! Við höfum bætt slatta af myndum inn í albúmið. Njótið vel :)
29/03/2023

Góðan dag! Við höfum bætt slatta af myndum inn í albúmið. Njótið vel :)

29/03/2023
28/03/2023

25 tónlistarnemendur fluttu þætti úr einleikskonsertum á fernum tónleikum í Hörpuhorni á Nótunni og var frammistaða þeirra frábær, jafnvel í erfiðustu og mest krefjandi einleikskonsertum tónlistarsögunnar. Fjöldi þátttakenda og gæði tónlistarflutningsins eru til merkis um það metnaðarfulla starf sem unnið er í tónlistarskólum landsins. Nótan óskar nemendur og kennurum innilega til hamingju með árangurinn.
Oliver Kentish, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna, valdi fimm nemendur til að koma fram sem einleikarar með hljómsveitinni á tónleikum þann 3. feb. 2024.
Nemendurnir sem voru valdir og verkin sem þeir fluttu voru:

Austin Ching Yu, fiðlukonsert eftir Tchaikovsky
Ásta Dóra Finnsdóttir, píanókonsert nr. 2 eftir Rachmaninoff
Helga Diljá Jörundsdóttir, fiðlukonsert eftir Sibelius
Matvii Levchenko, píanókonsert KV 414 eftir Mozart
Tómas Vigur Magnússon, Tzigane eftir Ravel

Innilegar hamingjuóskir !

Myndir og vídeó frá Nótunni eru á næsta leiti!🎶🎵🎶
23/03/2023

Myndir og vídeó frá Nótunni eru á næsta leiti!🎶🎵🎶

Hæfileikaríkir krakkar og framtíðin hljómar vel! Á myndinni kennir Sigrún Sævarsdóttir Griffiths tónleikagestum þeirra p...
23/03/2023

Hæfileikaríkir krakkar og framtíðin hljómar vel! Á myndinni kennir Sigrún Sævarsdóttir Griffiths tónleikagestum þeirra part í Óð til tónlistar 🎶

Nótan er að baki og vert að óska öllum komu fram innilega til hamingju með frábæra frammistöðu og tónlistarflutning ❤️Nó...
19/03/2023

Nótan er að baki og vert að óska öllum komu fram innilega til hamingju með frábæra frammistöðu og tónlistarflutning ❤️

Nótan var í kvöldfréttum RÚV.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Allir eru velkomnir á uppskeruhátíð tónlistarskólanna á sunnudaginn. Aðgangur er ókeypis. Veislan byrjar klukkan 11 og s...
19/03/2023

Allir eru velkomnir á uppskeruhátíð tónlistarskólanna á sunnudaginn. Aðgangur er ókeypis. Veislan byrjar klukkan 11 og stendur til 17.15 í Eldborg og Hörpuhorni.

Hápunkturinn er frumflutningur yfir 140 tónlistarnema á verkinu Óður til tónlistar sem hefst klukkan 16.30. Tónleikagestum er boðið að taka þátt í flutningnum og þátttakendur fá glaðning.

Ef ykkur vantar hugmynd fyrir sunnudagsbíltúrinn með fjölskylduna þá er alveg gráupplagt að kíkja á fjölbreytta dagskrá ...
18/03/2023

Ef ykkur vantar hugmynd fyrir sunnudagsbíltúrinn með fjölskylduna þá er alveg gráupplagt að kíkja á fjölbreytta dagskrá Nótunnar í Hörpu! Um fimm hundruð tónlistarnemar munu flytja og skapa tónlist á þessum skemmtilega, fallega og fría viðburði og svo gefst líka tækifæri til að taka þátt!

Minnum á Nótuna sem fer fram í Hörpu á sunnudag. Dásamleg tónlist mun óma frá 11 að morgni og til klukkan 17:15. Allir m...
17/03/2023

Minnum á Nótuna sem fer fram í Hörpu á sunnudag. Dásamleg tónlist mun óma frá 11 að morgni og til klukkan 17:15. Allir mjög velkomnir, aðgangur ókeypis :)

Hvað er líf án tónlistar??

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Tónlistarskóli Garðabæjar Tónlistarskóli Seltjarnarness Tónstofa Valgerðar Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar Tónskóli Eddu Borg Söngskólinn í Reykjavík

Hér er hægt að nálgast efnisskrá Nótunnar 2023. Sjáumst á sunnudaginn!
https://tinyurl.com/ykszufxu

Minnum á Nótuna sem fer fram í Hörpu á sunnudag. Dásamleg tónlist mun óma frá 11 að morgni og til klukkan 17:15. Allir m...
17/03/2023

Minnum á Nótuna sem fer fram í Hörpu á sunnudag. Dásamleg tónlist mun óma frá 11 að morgni og til klukkan 17:15. Allir mjög velkomnir, aðgangur ókeypis :)
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Tónlistarskóli Seltjarnarness Tónlistarskóli Garðabæjar Tónlistarvaktin Tónstofa Valgerðar

Harpan mun óma á sunnudag 😀 formaður FT í viðtali um Nótuna í Mogga dagsins. „Staða tónlistarkennslu á landinu er um mar...
16/03/2023

Harpan mun óma á sunnudag 😀 formaður FT í viðtali um Nótuna í Mogga dagsins.

„Staða tónlistarkennslu á landinu er um margt góð. Hún þarf þó verðugri sess og þar fer fremst að sett verði lög um starfsemi tónlistarskóla á Alþingi," segir Sigrún Grendal meðal annars.

🎶 NÓTAN 2023 – tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna 🎶🎵🎶Um fimm hundruð tónlistarnemar hvaðanæva af landinu stíga á svi...
14/03/2023

🎶 NÓTAN 2023 – tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna 🎶🎵🎶

Um fimm hundruð tónlistarnemar hvaðanæva af landinu stíga á svið og flytja fjölbreytta tónlist á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskóla. 🎵

Hátíðarhöldin fara fram í Hörpu sunnudaginn 19. mars og standa frá 11 til 17:15.

Hápunktur Nótunnar verður klukkan 16:30 þegar ríflega 100 nemar frumflytja „Óð til tónlistar“ – verk sem þau hafa samið undir listrænni stjórn Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffiths. Gestir í sal fá að taka virkan þátt í flutningi verksins og svo fá allir krakkar glaðning í lokin.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir 💛

Nánari upplýsingar á ki.is. 🎵

NÓTAN – uppskeruhátíð tónlistarskólanna 2023 fer fram sunnudaginn 19. mars í Hörpu. Auk fjölda hljómsveitar- og hópatrið...
09/03/2023

NÓTAN – uppskeruhátíð tónlistarskólanna 2023 fer fram sunnudaginn 19. mars í Hörpu. Auk fjölda hljómsveitar- og hópatriða munu rúmlega 140 börn og ungmenni tónlistarskólanna flytja frumsamið verk, eða Óð til tónlistar, undir stjórn Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffiths. Ekki láta þessa miklu hátíð fram hjá þér fara!

Um 280 nemendur frá 36 skólum léku listir sínar á fimm svæðistónleikum Nótunnar um helgina. Fjögur atriði voru valin til...
23/03/2022

Um 280 nemendur frá 36 skólum léku listir sínar á fimm svæðistónleikum Nótunnar um helgina. Fjögur atriði voru valin til að vera á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna næsta vetur. Óhætt er að segja að tónlistarskólarnir hafi boðið upp á glæsilega tónleikaveislu um land allt!

19/03/2022

Nótan er að hefjast! Tónlistarveisla um land allt. Allar nánari upplýsingar á ki.is.
Síðustu æfingar stóðu yfir í Salnum, Kópavogi rétt í þessu en þar verða rúmlega 20 atriði á dagskrá. Hér má sjá bjöllukór frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar gefa tóninn fyrir helgina.

Hátíðin hefst á morgun! Á eftirfarandi hlekk má finna samantekt yfir tónleikana um helgina. Góða skemmtun öll!
18/03/2022

Hátíðin hefst á morgun! Á eftirfarandi hlekk má finna samantekt yfir tónleikana um helgina. Góða skemmtun öll!

Hvetjum tónlistarskóla sem taka þátt í Nótunni að setja efni á samfélagsmiðla og nota myllumerkið
17/03/2022

Hvetjum tónlistarskóla sem taka þátt í Nótunni að setja efni á samfélagsmiðla og nota myllumerkið

16/03/2022
Nú er aldeilis stór helgi framundan! Uppskeru tónlistarnemenda og skólastarfsins verður fagnað á fimm svæðistónleikum út...
15/03/2022

Nú er aldeilis stór helgi framundan! Uppskeru tónlistarnemenda og skólastarfsins verður fagnað á fimm svæðistónleikum út um land allt. Sjá dagskrá allra staðanna í meðfylgjandi frétt.

Þriðji og síðasti þáttur NETnótunnar 2021 var sýndur á sjónvarpsstöðinni N4 í gærkvöldi. Þar með er hringnum um landið l...
28/06/2021

Þriðji og síðasti þáttur NETnótunnar 2021 var sýndur á sjónvarpsstöðinni N4 í gærkvöldi. Þar með er hringnum um landið lokað en alls tóku ríflega fjörutíu tónlistarskólar þátt í Nótunni þetta árið. Mælum með áhorfi!

Minnum á þriðja og síðasta þátt NETnótunnar í kvöld kl. 20:30 á N4! Tónlistarnemar á Reykjanesi, Suðurlandi, Austurlandi...
27/06/2021

Minnum á þriðja og síðasta þátt NETnótunnar í kvöld kl. 20:30 á N4! Tónlistarnemar á Reykjanesi, Suðurlandi, Austurlandi og Norðurlandi láta ljós sitt skína.

Tónlistarnemar á Reykjanesi, Suðurlandi, Austurlandi og Norðurlandi láta ljós sitt skína í þriðja og síðasta þætti NETnó...
25/06/2021

Tónlistarnemar á Reykjanesi, Suðurlandi, Austurlandi og Norðurlandi láta ljós sitt skína í þriðja og síðasta þætti NETnótunnar á N4 á sunnudagskvöld kl. 20:30. Í færslunni má einnig finna hlekki inn á fyrri tvo þættina og lengri útgáfu myndbandanna sem skólarnir sendu inn.

Annar þáttur NETnótunnar 2021 var frumsýndur á sjónvarpsstöðinni N4 í gærkvöld. Efniviður frá 15 tónlistarskólum á höfuð...
21/06/2021

Annar þáttur NETnótunnar 2021 var frumsýndur á sjónvarpsstöðinni N4 í gærkvöld. Efniviður frá 15 tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu var sýndur í þættinum. Myndbönd skólanna í fullri lengd má finna á vef Kennarasambands Íslands. Ekki einasta er að finna í myndböndunum frábæran tónlistarflutning heldur einnig ýmis konar fróðleik um starfsemi skólanna.

Minnum á annan þátt NETnótunnar í kvöld á N4 kl. 20:30!
20/06/2021

Minnum á annan þátt NETnótunnar í kvöld á N4 kl. 20:30!

Annar þáttur NETnótunnar fer í loftið næsta sunnudagskvöld kl. 20:30!
16/06/2021

Annar þáttur NETnótunnar fer í loftið næsta sunnudagskvöld kl. 20:30!

Sigrún Grendal, formaður FT, sat fyrir svörum í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar var NETnótan til umfjöllunar en fyrst...
14/06/2021

Sigrún Grendal, formaður FT, sat fyrir svörum í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar var NETnótan til umfjöllunar en fyrsti þáttur af þremur var á dagskrá N4 í gær.

Netnótan fór í loftið í kvöld. 🎵🎶Það er segja fyrsti þáttur af þremur sem N4 sýnir. Hægt er að horfa á myndbönd skólanna...
13/06/2021

Netnótan fór í loftið í kvöld. 🎵🎶
Það er segja fyrsti þáttur af þremur sem N4 sýnir. Hægt er að horfa á myndbönd skólanna í heild á Vimeó-siðu KÍ. Hér er slóðin: https://vimeo.com/kennarasambandislands

Góða skemmtun -- munið að næsti þáttur er á sunnudagskvöld eftir viku.

Minnum á þáttinn í kvöld á N4 kl. 20:30. Góða skemmtun!
13/06/2021

Minnum á þáttinn í kvöld á N4 kl. 20:30. Góða skemmtun!

Á Íslandi eru tæplega 90 tónlistarskólar starfandi með 15 þúsund nemendum. Flest allir þessir skólar taka þátt í Netnótunni, nýjum tónlistarþáttum, sem unnir eru í samstarfi við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtaka tónlistarskólastjóra. Þættirnir ver...

Það er komið að þessu! Fyrsti þáttur NETnótunnar verður sýndur á sjónvarpsstöðinni N4 klukkan 20:30 á sunnudagskvöld. Al...
09/06/2021

Það er komið að þessu! Fyrsti þáttur NETnótunnar verður sýndur á sjónvarpsstöðinni N4 klukkan 20:30 á sunnudagskvöld. Alls verða þættirnir þrír, tveir hinir síðari verða sýndir næstu sunnudagskvöld. Þá verður hægt að horfa á þættina í gegnum vefsíðu KÍ og á vef N4.

Skólahljómsveit Austurbæjar undir stjórn Bjargar Brjánsdóttur flutti NótutóN lúðrakall Nótunnar um helgina, en þá stóðu ...
03/05/2021

Skólahljómsveit Austurbæjar undir stjórn Bjargar Brjánsdóttur flutti NótutóN lúðrakall Nótunnar um helgina, en þá stóðu yfir upptökur fyrir Net-Nótuna 2021. Virkilega flottur hópur þarna á ferð sem vakti verðskuldaða athygli í Laugardalnum í veðurblíðunni, þó að kalt hafi verið fyrir tónlistarfólkið.

Tónlistarskólinn á Akranesi útbjó þetta skemmtilega myndband þar sem sjá má svipmyndir frá upptökudegi fyrir Net-Nótuna....
23/04/2021

Tónlistarskólinn á Akranesi útbjó þetta skemmtilega myndband þar sem sjá má svipmyndir frá upptökudegi fyrir Net-Nótuna. Virkilega skemmtilegt myndband.

Nótan 2021 fer fram í formi myndbanda frá hverjum tónlistarskóla sem svo verða sýnd á vef Nótunnar og N4. Hér má sjá svipmyndir frá upptökudeginum á atriði T...

Í Tónlistarskóla Borgarfjarðar er margt að gerast þrátt fyrir takmarkanir. Nokkrir nemendur tóku þátt í Net-Nótunni og v...
21/04/2021

Í Tónlistarskóla Borgarfjarðar er margt að gerast þrátt fyrir takmarkanir. Nokkrir nemendur tóku þátt í Net-Nótunni og verður spennandi að sjá útkomuna á N4 sjónvarpsstöðinni.

Til nokkurra ára hefur Tónlistarskóli Borgarfjarðar verið í samstarfi við Safnahús Borgarfjarðar. Nemendur semja lög við ljóð sem Safnahúsið velur og endar verkefnið á hverju ári með tónleikum á sumardaginn fyrsta. Vegna samkomutakmarkana var ekki unnt að hafa tónleika í ár, en nemendur og kennararnir hafa verið að vinna með ljóð Þorsteins frá Hamri. Að þessu sinni verða tónverkin tekin upp og munu verða birt á heimasíðu safnahússins og FB síðu tónlistarskólans. Meðfylgjandi er mynd af Sólveigu Birnu Ingólfsdóttur æfa lagið sitt við ljóðið Þessi orð og þú.

Söngleikjadeildin hefur verið að æfa söngleikinn Snjallhvít og gimsteinagrafararnir, en sagan er byggð á Disney-myndinni um Mjallhvíti og dvergana sjö, með ýmsum tilbrigðum, en sönglögin eru flest úr Disney-myndinni. Vegna samkomutakmarkanna verður ekki mögulegt að hafa opna sýningu, en vonir standa til að foreldrar barnanna geti komið á sýninguna sem verður í byrjun maí. Nokkrar myndir frá æfingum fylgja með. Borgarfjarðar

Til þeirra skóla sem þegar hafa tilkynnt þátttöku í Net-nótunni:Lokun skóla í vikunni setti strik í reikninginn hjá nokk...
29/03/2021

Til þeirra skóla sem þegar hafa tilkynnt þátttöku í Net-nótunni:
Lokun skóla í vikunni setti strik í reikninginn hjá nokkrum þátttökuskólum í Net-nótunni þar sem einhverjum upptökum var enn ólokið þegar skellt var í lás.
Í ljósi kringumstæðna, þar sem allt er jú breytingum háð, telur framkvæmdastjórn Nótunnar rétt að gerðar verði þær tilslakanir sem til þarf svo öllum þeim skólum sem voru búnir að tilkynna þátttöku í Net-nótunni verði gert kleift að vera með.
Í samráði við N4 verður byrjað á því að gefa slaka til 10. apríl varðandi skil á myndböndum fyrir þá sem áttu eftir að taka eitthvað upp. Ef reglur um fyrirkomulag skólahalds verða með þeim hætti vikuna eftir páska að ekki verður hægt að taka upp tónlistaratriði þá verður þessi dagsetning endurskoðuð.

Þessa dagana eru margir að prófa ýmsar tækniútfærslur varðandi upptökur. Hér má sjá skemmtilegt myndband sem Tónlistarsk...
19/02/2021

Þessa dagana eru margir að prófa ýmsar tækniútfærslur varðandi upptökur. Hér má sjá skemmtilegt myndband sem Tónlistarskóli Borgarfjarðar birti en hér flytja nemendur Tröllalagið.

Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar 2020 flytur Tröllalag eftir Birnu Þorsteinsdóttur við texta Sigríðar JónsdótturLeikstjórn og klipping: Sigríður ...

Nú er allt komið á fullt varðandi skipulagningu Net-Nótunnar. Allir tónlistarskólar eru hvattir til að taka þátt en tilk...
10/02/2021

Nú er allt komið á fullt varðandi skipulagningu Net-Nótunnar. Allir tónlistarskólar eru hvattir til að taka þátt en tilkynna þarf þátttöku fyrir 15. febrúar nk. og skal senda tilkynninguna á [email protected].

Einstakt tækifæri til að varpa ljósi á tónlistarskólakerfið á Íslandi í heild sinni! Boðið verður upp á kennslumyndband ...
13/01/2021

Einstakt tækifæri til að varpa ljósi á tónlistarskólakerfið á Íslandi í heild sinni! Boðið verður upp á kennslumyndband og upplýsingafund í kjölfarið fyrir skólana. Allar nánari upplýsingar á vef Kennarasambandsins.

Address

Borgartúni 30
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Nótan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category


Other Music Awards in Reykjavík

Show All