Gestgjafinn Matur og vín

  • Home
  • Gestgjafinn Matur og vín

Gestgjafinn Matur og vín Gestgjafinn er tímarit fyrir alla þá sem áhuga hafa á mat, drykk og ferðalögum.

Gestgjafinn hefur komið út frá árinu 1981 og hefur ætíð haft það að markmiði að birta það nýjasta og skemmtilegasta sem er að gerast í matarheiminum. Í hverju blaði er fjöldi uppskrifta, fróðleikur, vínumfjöllun og margt fleira spennandi.
Ábendingar um efni má senda á [email protected].

Takk fyrir árið sem er að líða kæru lesendur. Hlökkum til að færa ykkur fleiri viðtöl og fréttir úr matarheiminum á nýju...
31/12/2024

Takk fyrir árið sem er að líða kæru lesendur. Hlökkum til að færa ykkur fleiri viðtöl og fréttir úr matarheiminum á nýju ári ♥️🍱

Í dag fer síðasti Gestgjafinn á árinu í dreifingu. Hér förum við yfir uppskriftir í léttari kanntinum til að jafna okkur...
30/12/2024

Í dag fer síðasti Gestgjafinn á árinu í dreifingu. Hér förum við yfir uppskriftir í léttari kanntinum til að jafna okkur eftir hátíðarmatinn, fáum að kynnast japanskri te-menningu á Íslandi og margt fleira 🍱

Viðtöl frá árinu 🐅🍳Meistarakokkurinn Davíð Örn Hákonarson þrífst að eigin sögn best þegar það er nóg að gera. Hann var e...
28/12/2024

Viðtöl frá árinu 🐅🍳

Meistarakokkurinn Davíð Örn Hákonarson þrífst að eigin sögn best þegar það er nóg að gera. Hann var ekki nema sjö ára þegar hann tilkynnti föður sínum að hann ætlaði að verða kokkur en um leið og hann hafði aldur til var hann farinn að þrífa borð og steikja hamborgara á bensínstöð.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en Davíð hefur unnið á Michelin-stjörnustöðum víða í Evrópu, eldað um allan heim og gert sjónvarpsþætti. Í dag er Davíð yfirkokkur og meðeigandi á Skreið, yfirkokkur í mötuneyti Sjóvár og vinnur skapandi hugmyndavinnu með matjurtafyrirtækinu Vaxa.

Viðtöl frá árinu 🐝🌿Hjónin í Vallanesi í Fljótsdalshéraði, þau Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, hafa átt fu...
27/12/2024

Viðtöl frá árinu 🐝🌿

Hjónin í Vallanesi í Fljótsdalshéraði, þau Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, hafa átt fullt í fangi með uppskeruna síðustu vikur ásamt því að opna nýtt gistirými í gamla fjósinu og hlöðunni. Þau rækta lífrænt grænmeti og fullvinna og framleiða í ýmsar hollustu- og sælkeravörur undir vörumerkinu Móðir Jörð.

Viðtöl frá árinu 💋🍒Sunneva Eir Einarsdóttir, markaðsfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi Teboðsins, fagnaði nýverið 28 ára a...
26/12/2024

Viðtöl frá árinu 💋🍒

Sunneva Eir Einarsdóttir, markaðsfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi Teboðsins, fagnaði nýverið 28 ára afmæli með sínum nánustu og af því tilefni bakaði hún glæsilega bleika afmælisköku sem var skreytt í skemmtilegum gamaldags stíl. Hún segir að bakstursáhuginn hafi kviknað mjög snemma og að bakstur sé frábær leið til að vera í núvitund.

Viðtöl frá árinu 🫧🍳Eva Laufey Kjaran er þjóðinni vel kunnug eftir að hafa gefið út fjórar matreiðslubækur, unnið að þátt...
25/12/2024

Viðtöl frá árinu 🫧🍳

Eva Laufey Kjaran er þjóðinni vel kunnug eftir að hafa gefið út fjórar matreiðslubækur, unnið að þáttum líkt og Allir geta dansað, Ísskápastríði og Blind­um bakstri og verið meðstjórnandi í Íslandi í dag og Bakaríinu á Bylgjunni. Einnig starfaði Eva áður sem lausapenni hjá Gestgjafanum, hefur komið að vöruþróun á kökudeigi og segir að það skemmtileg­asta sem hún geri sé að vinna við mat.

Gleðileg jól kæru lesendur 🎄
24/12/2024

Gleðileg jól kæru lesendur 🎄

Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir er þekkt fyrir djúpan skilning á íslenskum vefnaði og er mörgum kunnug fyrir fallega...
17/12/2024

Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir er þekkt fyrir djúpan skilning á íslenskum vefnaði og er mörgum kunnug fyrir fallega hönnun. Við litum í heimsókn til hennar og fengum að kynnast hennar jólahefðum betur. 🎄

Uppskrift að ostapotti Magneu ✨

Gullostur frá MS
Eftir smekk eða u.þ.b.
2 msk. hunang
2 msk. pekanhnetur
2 msk. þurrkuð trönuber
Ferskt rósmarín

Stingið g*t í ostinn með rósmaríni og skiljið það eftir. Hellið hunangi yfir ostinn svo það flæði vel í kring. Dreifið pekanhnetum og trönuberjum yfir. Bakið í ostapotti eða öðru ofnföstu íláti með loki við 180°C í 10-15 mínútur. Berið fram með góðu kexi. 🧀

Við fórum í gegn um uppskriftasafn Gestgjafans og tókum út nokkrar vel valdnar uppskriftir sem eru þægilegar og elegant ...
16/12/2024

Við fórum í gegn um uppskriftasafn Gestgjafans og tókum út nokkrar vel valdnar uppskriftir sem eru þægilegar og elegant til að skella í fyrir gesti ✨

Þegar aðventan gengur í garð getur verið gaman að krydda tilveruna með klassískum jólabrögðum á borð við trönuber og man...
12/12/2024

Þegar aðventan gengur í garð getur verið gaman að krydda tilveruna með klassískum jólabrögðum á borð við trönuber og mandarínur. Þá má einnig fá smá ilm í húsið með brenndu rósmaríni og negul, sem eru tilvalið skraut á kokteilinn. 🍹

🍷Sigurður Rúnar Rúnarsson
📸 Telma Geirsdóttir

Vantar þig gjafahugmyndir fyrir grænkerann? 🎁
11/12/2024

Vantar þig gjafahugmyndir fyrir grænkerann? 🎁

Fyrir þau sem hafa kalkún um jól er hin svokallaða Get-ahead-gravy frá stjörnu kokkinum Jamie Oliver algjör himnasending...
10/12/2024

Fyrir þau sem hafa kalkún um jól er hin svokallaða Get-ahead-gravy frá stjörnu kokkinum Jamie Oliver algjör himnasending. Hún er undirbúin með löngum fyrirvara, og fryst í áföngum. 🎁

2 laukar
2 gulrætur
2 sellerístilkar
2 beikonsneiðar
2 lárviðarlauf
2 salvíugreinar
2 rósmaríngreinar
2 anísstjörnur
10 kjúklingavængir
2 msk. ólífuolía
4 msk. hveiti
2 msk. týtuberjasulta

Hitið ofninn í 180°C. Flysjið lauk og gulrætur, og skerið gróflega ásamt selleríi og beikoni. Setjið grænmetið, lárviðarlaufin, salvíuna, rósmarínið og stjörnuanísinn í stórt bökunarfat og dreifið beikonbitunum ofan á. Brjótið kjúklingavængina svo þeir opnist vel. Gott getur verið að nota kjöthamar eða kökukefli. Dreifið kjúklingnum ofan á grænmetið, dreifið olíunni yfir og kryddið með salti og svörtum pipar. Eldið í klukkustund. Takið því næst allt úr ofninum og setjið í stóran pott. Leyfið þessu að malla við vægan hita og merjið allt eins vel og mögulegt er, með áhaldi á borð við kartöflustappara. Því lengur sem þetta eldast, því dekkri verður sósan. Setjið hveitið smám saman út í og því næst hellið þið 2 lítrum af sjóðandi vatni í pottinn. Látið allt sjóða í hálftíma, eða þar til blandan hefur soðið niður og þykknað. Hrærið
við og við.

Þegar blandan hefur náð þykkt að ykkar skapi, þarf að sigta hana í skál og ýta eftir öllum góða safanum með skeið eða öðru áhaldi. Bragðið til með sultunni og saltið þar til þið eruð ánægð. Kælið að stofuhita, setjið sósuna því næst í frostheld ílát og frystið. Tveimur dögum fyrir jól er gott að taka sósuna út svo hún þiðni hægt í ísskápnum. Þegar kalkúnninn er tilbúinn, hellið þá safanum af honum saman við sósuna og hitið að suðu. Fleytið allri umfram fitu, sem kann að safnast ofan á sósunni, af. Sigtið sósuna aftur og leyfið henni að malla á lægsta hita þar til þið eruð tilbúin að framreiða hana.

Smákökubakstur er ómissandi hluti jólanna á mörgum heimilum, enda er það frábær leið til að gleðja og fá sína nánustu sa...
09/12/2024

Smákökubakstur er ómissandi hluti jólanna á mörgum heimilum, enda er það frábær leið til að gleðja og fá sína nánustu saman yfir hátíðirnar. 🎄

🖋 Gunnhildur Björg Baldursdóttir
📸 Alda Valentína Rós

Á forsíðu jólablaðs Gestgjafans má sjá margréttaðan jólaseðil fyrir sanna sælkera. 🎄Fyrir mörgum er jólamaturinn heilagr...
06/12/2024

Á forsíðu jólablaðs Gestgjafans má sjá margréttaðan jólaseðil fyrir sanna sælkera. 🎄

Fyrir mörgum er jólamaturinn heilagri en hátíðin sjálf þó hann veki eflaust upp vægt stress hjá öðrum. Stressið verður þó afþakkað pent í ár með þessum jólalegu, öðruvísi en þó einföldu uppskriftum sem para má saman á ýmsan máta. Gott og klassískt meðlæti gerir gæfumuninn með hátíðarsteikinni og léttur, öðruvísi og bragðgóður eftirréttur kórónar máltíðina.

Að þessu sinni sóttum við innblástur um allan heim til að krydda upp á hátíðlegustu máltíð ársins.

🍲 Margrét Dórothea Jónsdóttir
🖋Telma Geirsdóttir
📸 Alda Valentína Rós

Vínheimurinn er fjölbreyttur og stór, en Íslendingar hafa of lengi farið troðnar slóðir og öruggar leiðir þegar velja á ...
05/12/2024

Vínheimurinn er fjölbreyttur og stór, en Íslendingar hafa of lengi farið troðnar slóðir og öruggar leiðir þegar velja á vín á tyllidögum, að mati Heiðrúnar Mjallar Jóhannesdóttur sem er vín sér fræðingur í símenntun og rekstrarstjóri Hressó, sem nýlega opnaði í breyttri mynd. 🍷

Systkinin Fannar Alexander og Guðrún Helga Sørtveit njóta þess að koma saman yfir aðventuna, undirbúa jólin og hafa það ...
04/12/2024

Systkinin Fannar Alexander og Guðrún Helga Sørtveit njóta þess að koma saman yfir aðventuna, undirbúa jólin og hafa það notalegt með fjölskyldu og vinum. 🎄

Fjölskyldurnar þeirra halda ágætlega fast í hefðirnar en þau fara til dæmis alltaf í jólaglögg og smákökur á Þorláksmessu og í ostaveislu í hádeginu á aðfangadag.

🖋 Telma Geirsdóttir
📸 Alda Valentína Rós

Anna Fríða Gísladóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Nóa Síríusar, er sannarlega á heimavelli hjá sælgætis framleiðanda...
03/12/2024

Anna Fríða Gísladóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Nóa Síríusar, er sannarlega á heimavelli hjá sælgætis framleiðandanum fræga enda mikill sælkeri og almennur nautna seggur. Það ætti því ekki að koma á óvart að hún nýtur þeirrar stemmningar sem jólatíminn hefur í för með sér og stjanar hún gjarnan við gestina sína með góðum fordrykk og snarli. 🎄

🖋Telma Geirsdóttir
📸 Sunna Gautadóttir

Systurnar Hólmfríður Rún og Salome Rós Guðmundsdætur byrjuðu einstaklega skemmtilega jólahefð árið 2020, en síðan þá hef...
02/12/2024

Systurnar Hólmfríður Rún og Salome Rós Guðmundsdætur byrjuðu einstaklega skemmtilega jólahefð árið 2020, en síðan þá hefur það verið ómissandi hluti af jólunum þeirra að baka piparkökuhús eftir smækkuðum teikningum æskuheimilisins í Keflavík. ✨

Address


Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Gestgjafinn Matur og vín posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Gestgjafinn Matur og vín:

Videos

Shortcuts

  • Address
  • Alerts
  • Contact The Business
  • Videos
  • Claim ownership or report listing
  • Want your business to be the top-listed Media Company?

Share