Gestgjafinn Matur og vín

Gestgjafinn Matur og vín Gestgjafinn er tímarit fyrir alla þá sem áhuga hafa á mat, drykk og ferðalögum.

Gestgjafinn hefur komið út frá árinu 1981 og hefur ætíð haft það að markmiði að birta það nýjasta og skemmtilegasta sem er að gerast í matarheiminum. Í hverju blaði er fjöldi uppskrifta, fróðleikur, vínumfjöllun og margt fleira spennandi.
Ábendingar um efni má senda á [email protected].

Nú er tíminn til að smyrja nesti, skella kaffi á brúsa og halda í berjamó til að safna saman alls kyns berjum fyrir sult...
04/09/2024

Nú er tíminn til að smyrja nesti, skella kaffi á brúsa og halda í berjamó til að safna saman alls kyns berjum fyrir sultugerð, bakstur eða bara til að eiga í frysti. Þegar heim er komið er mikilvægt að hreinsa berin vel en þau geymast í nokkra daga í kæli ef þau eru ekki meðhöndluð strax en ef það á ekki að matreiða úr berjunum er hentugt að frysta þau. Hér eru nokkrar mismunandi aðferðir til að frysta fersk ber úr berjamó.

🫐Að frysta ber🫐

Með því að frysta ber í sykri helst áferð og bragð betur
og það hjálpar einnig til við að halda berjunum ferskum.

Þurrsykruð: Blandið 2-3 dl af strásykri saman við hvert kíló af heilum berjum. Setjið í plastpoka og frystið.

Í sykurlegi: Sjóðið 5-7 dl af strásykri á móti líter af vatni. Kælið vel og notið 5-6 dl af legi á hvert kíló af berjum. Gætið þess að fylla ílátið ekki alveg að brúninni.

Maukuð ber: Maukið berin og blandið 2-3 dl af sykri á móti kílói af berjum.

Berjasaft: Takið safann og frystið í litlum skömmtum til að nýta í graut, bakstur eða matseld.

Nú er tíminn til að smyrja nesti, skella kaffi á brúsa og halda í berjamó til að safna saman alls kyns berjum fyrir sultugerð, bakstur eða bara til að eiga í frysti. Þegar heim er komið er mikilvægt að hreinsa berin vel en þau geymast í nokkra daga í kæli ef þau eru ekki meðhö...

Litríkur innblástur fyrir eldhúsið 💙
03/09/2024

Litríkur innblástur fyrir eldhúsið 💙

Umsjón/ Maríanna Björk Ásmundsdóttir Myndir/ Frá framleiðendum Plenty More, matreiðslubók. Salka, 7.490 kr. Tertudiskur, 23 cm. Kokka, 12.900 kr. Diskur. Søstrene Grene, 734 kr. Postulínsskál. Ilva, 2.295 kr. Safapressa. Kokka, 59.900 kr. Grænn diskur. Søstrene Grene, 948 kr. Ávaxtas....

Þegar kemur að geymslu grænmetis og ávaxta er gott að hafa í huga hvaða aðferð hentar best upp á ferskleikann að gera. H...
02/09/2024

Þegar kemur að geymslu grænmetis og ávaxta er gott að hafa í huga hvaða aðferð hentar best upp á ferskleikann að gera. Hægt er að geyma grænmeti og ávexti á ýmsan hátt og er það mismunandi eftir tegundum hvaða geymsluaðferð er best. Allt um það í uppskerublaðinu okkar 🥦🥕🍑🍋

Umsjón / Telma Geirsdóttir Myndir/ Úr safni og frá Unsplash Þegar kemur að geymslu grænmetis og ávaxta er gott að hafa í huga hvaða aðferð hentar best upp á ferskleikann að gera. Hægt er að geyma grænmeti og ávexti á ýmsan hátt og er það mismunandi eftir tegundum hvaða geyms...

Uppskerublaðið er mætt og er stútfullt af uppskriftum, fróðleik og lífrænni ræktun 🩷Á forsíðunni að þessu sinni eru Eymu...
29/08/2024

Uppskerublaðið er mætt og er stútfullt af uppskriftum, fróðleik og lífrænni ræktun 🩷

Á forsíðunni að þessu sinni eru Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir en þau stunda lífræna ræktun í Vallanesi og framleiða úr því ýmsar hollustu- og sælkeravörur undir vörumerkinu Móðir Jörð 🥦

Þegar Gestgjafann bar að garði var blíðskaparveður og eins og við værum stödd á ítölsku býli, umkringd stórkostlegu landslagi og lífrænni fæðu. Nælið ykkur í blaðið og látið hugann reika austur í Fljótsdalshérað ☀️

____

Nálgist blöðin og allt efni Birtíngs hvar og hvenær sem er á www.birtingur.is

Hvað er í matinn í kvöld? 🍋🌊BAKAÐUR LAX MEÐ PÚRRULAUKfyrir 4800 g laxsalt og pipar4 púrrulaukar, skornir í skífur 1⁄2 bú...
28/08/2024

Hvað er í matinn í kvöld? 🍋🌊

BAKAÐUR LAX MEÐ PÚRRULAUK
fyrir 4

800 g lax
salt og pipar
4 púrrulaukar, skornir í skífur
1⁄2 búnt ferskt dill, saxað
smjör til steikingar
150 g mascarpone-ostur
1 dl mjólk
sítróna
30 g kapers
kartöflur til að bera fram með ef vill

Fiskur er afbragðskvöldmatur og við höfum gott aðgengi að ferskum fiski hér á landi sem ætti að vera á boðstólum einu sinni í viku eða oftar. Góður fiskur veitir vellíðan og inniheldur mikið af góðum næringarefnum líkt og Omega-3 fitusýrum, D-vítamínum, járni og magnesíu...

Er til nóg af rabarbara? Um að gera að skella í fallegt krap og crumble 🩷
27/08/2024

Er til nóg af rabarbara?
Um að gera að skella í fallegt krap og crumble 🩷

Umsjón/ Telma Geirsdóttir Myndir/ Alda Valentína Rós Axel Ingi Jónsson er 35 ára sölufulltrúi hjá Ekrunni og pabbi Vilhjálms Breka, þriggja ára, og Unu Bjarndísar, s*x mánaða. Hann ólst upp á Eskifirði og í Hafnarfirði en eftirrétturinn er innblásinn af austfirskum sumarkvöldu...

Það styttist í nýtt tölublað Gestgjafans þar sem við förum yfir allt tengt uppskeru 🥦🥕 Á meðan þið bíðið spennt er hægt ...
26/08/2024

Það styttist í nýtt tölublað Gestgjafans þar sem við förum yfir allt tengt uppskeru 🥦🥕 Á meðan þið bíðið spennt er hægt að glugga í gömul tölublöð og lesa ýmsar greinar á birtingur.is ✨

-

Tahini­ og sesam­smákökurnar eru mjög einfaldar og fljótlegar og tilvaldar þegar lítill tími gefst í undirbúning 🍪10 kök...
13/08/2024

Tahini­ og sesam­smákökurnar eru mjög einfaldar og fljótlegar og tilvaldar þegar lítill tími gefst í undirbúning 🍪

10 kökur

120 ml bolli lífænt ósaltað tahini
60 ml lífænt hlynsíróp
180 g bolli lífrænt möndluhveiti
1 tsk. lífrænir vanilludropar
sesamfræ
smá salt

Byrjið á því að hita ofninn í 180°C. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og hrærið vel. Formið kúlur úr u.þ.b. 1,5 msk. og raðið á bökunarplötu. Pressið niður og formið smákökur. Stráið sesamfræjum yfir kökurnar að lokum. Bakið í 10 mínútur eða þar til kökurnar verða gylltar.

___

Með netáskrift Birtíngs er allt efni og öll tölublöð aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Frítt í viku og svo ekki nema 1.890 kr. á mánuði ✨ Prófaðu í dag - án skuldbindingar!

Það er alltaf gaman að breyta aðeins til og nota hráefni eins og Matcha í pönnukökurnar en dyggir Matcha­te unnendur mega ekki láta þessa pönnukökuköku fram hjá sér fara. Chai er teblanda sem er upprunalega frá Indlandi en ég g*t ekki staðist mátið að hafa þær með hér. Chai...

Gulli Arnar er mikill sælkeri og hrærist í bakarísheiminum en hann rekur bakarí undir eigin nafni sem hefur notið gríðar...
12/08/2024

Gulli Arnar er mikill sælkeri og hrærist í bakarísheiminum en hann rekur bakarí undir eigin nafni sem hefur notið gríðarlegra vinsælda. Við fengum að kasta á hann nokkrum spurningum og komumst meðal annars að því að ítölsk matargerð er í uppáhaldi hjá honum 🥖🥐🥨

Umsjón/ Birta Fönn K. Sveinsdóttir Mynd/ Úr safni Gulli Arnar er mikill sælkeri og hrærist í bakarísheiminum en hann rekur bakarí undir eigin nafni sem hefur notið gríðarlegra vinsælda. Við fengum að kasta á hann nokkrum spurningum og komumst meðal annars að því að ítölsk mata...

„París er án efa mín uppáhaldsborg. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað gott að borða í borginni, hvar sem maður er...
11/08/2024

„París er án efa mín uppáhaldsborg. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað gott að borða í borginni, hvar sem maður er staddur. Hverfin hafa hver sinn sjarma og einkenni en ég mæli með því að kanna mismunandi hverfi í borgarferðum ykkar til Parísar og sjá allt það helsta sem þessi dásamlega borg hefur upp á að bjóða.“

Meðmæli Maríönnu - from Paris, with love ❤️

París er án efa mín uppáhaldsborg. Þar bjó ég um tíma og fór á eftirminnilegan leik Íslands og Austurríkis í EM-ævintýrinu 2016. Ég hef ekki getað slitið mig frá borginni síðan. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað gott að borða í borginni, hvar sem maður er staddu...

Veisluterta með rjómasúkkulaðikremi og hindberjum - tilvalinn helgarbakstur ef þú spyrð okkur🎂
10/08/2024

Veisluterta með rjómasúkkulaðikremi og hindberjum - tilvalinn helgarbakstur ef þú spyrð okkur🎂

Góðar tertur eru alltaf við hæfi, hvar og hvenær sem er.

🤎SÚKKULAÐIKREM ÚR DÖÐLUM🤎Döðlur eru magnað hráefni og ótrúlega orku­ og næringarríkar, meðal annars af trefjum, andoxuna...
09/08/2024

🤎SÚKKULAÐIKREM ÚR DÖÐLUM🤎

Döðlur eru magnað hráefni og ótrúlega orku­ og næringarríkar, meðal annars af trefjum, andoxunarefnum og fjölda vítamína og steinefna. Fyrir þau sem vilja nota náttúrulegri sætu í baksturinn eru döðlur tilvaldar en þær gefa einnig mjög góða áferð í baksturinn.

230 g döðlur, steinarnir teknir úr
60 ml heitt vatn
160 g ósaltað kasjúsmjör
50 g lífrænt kakó
2 msk. lífræn kókosolía, brædd
1⁄2 tsk. lífrænir vanilludropar
smá salt

Setjið döðlurnar og vatn í matvinnsluvél og blandið þar til áferðin verður mjúk. Bætið við restinni af hráefnunum og blandið vel saman. Áferðin verður þétt og silkimjúk. Geymið í ísskáp þar til kremið er notað.

Döðlur eru magnað hráefni og ótrúlega orku­ og næringarríkar, meðal annars af trefjum, andoxunarefnum og fjölda vítamína og steinefna. Fyrir þau sem vilja nota náttúrulegri sætu í baksturinn eru döðlur tilvaldar en þær gefa einnig mjög góða áferð í baksturinn. Hér má fi...

Þessar slá 100% í gegn í næsta barnaafmæli 🍕🧇
08/08/2024

Þessar slá 100% í gegn í næsta barnaafmæli 🍕🧇

Þegar bakað er fyrir barnaafmæli er gott að hafa eitt hugfast: Í langflestum tilfellum borða börnin lítið sem ekkert af veitingunum ef frá er talið kökukrem og nammi sem er kroppað ofan af afmæliskökunni. Þetta er gott að muna þegar gestgjafar eru við það að missa svefn yfir un...

Ferskur og sólríkur kvöldmatur 🍋🍋__Með netáskrift Birtíngs er allt efni og öll tölublöð aðgengilegt hvar og hvenær sem e...
07/08/2024

Ferskur og sólríkur kvöldmatur 🍋🍋

__

Með netáskrift Birtíngs er allt efni og öll tölublöð aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Frítt í viku og svo ekki nema 1.890 kr. á mánuði ✨ Prófaðu í dag - án skuldbindingar!

Pastaréttir geta verið frábær tilbreyting á veturna í miðri viku þegar flestir vilja eitthvað einfalt, fljótlegt og bragðgott og svo er pasta hinn besti hádegismatur daginn eftir. Þá getur verið gott að elda stóran skammt svo allir geti tekið með sér í nesti daginn eftir. Hér h...

Styttist í afmælisveislu?Bökum saman fyrir barnaafmælið 🌈
06/08/2024

Styttist í afmælisveislu?
Bökum saman fyrir barnaafmælið 🌈

Þegar bakað er fyrir barnaafmæli er gott að hafa eitt hugfast: Í langflestum tilfellum borða börnin lítið sem ekkert af veitingunum ef frá er talið kökukrem og nammi sem er kroppað ofan af afmæliskökunni. Þetta er gott að muna þegar gestgjafar eru við það að missa svefn yfir un...

Í vor opnaði staðurinn EIRÍKSDÓTTIR Gróska í Grósku við Bjargargötu 1. Eigendur staðarins eru vel kunnir veitingabransan...
05/08/2024

Í vor opnaði staðurinn EIRÍKSDÓTTIR Gróska í Grósku við Bjargargötu 1. Eigendur staðarins eru vel kunnir veitingabransanum en þar hafa eigendur EIRÍKSSON Brasserie og veitingamaðurinn Guðmundur í Laugaás sameinað krafta sína. Áhersla er lögð á ferskan og góðan hádegismat en einnig er hægt að leigja salinn út fyrir veislur fyrir allt að 200 manns ⭐️

Umsjón/ Telma Geirsdóttir Myndir/ Alda Valentína Rós og aðsend Í apríl opnaði staðurinn EIRÍKSDÓTTIR Gróska í Grósku við Bjargargötu 1. Eigendur staðarins eru vel kunnir veitingabransanum en þar hafa eigendur EIRÍKSSON Brasserie og veitingamaðurinn Guðmundur í Laugaás sameina....

🤍Eat until you´re sleepy - sleep until you´re hungry 🤍Það eru sko sunnudagssæla! Þá er um að gera að elda eitthvað himne...
04/08/2024

🤍Eat until you´re sleepy - sleep until you´re hungry 🤍
Það eru sko sunnudagssæla!

Þá er um að gera að elda eitthvað himneskt en einfalt, eins og þennan bragðgóða fiskiofnrétt 🐟

LANGA BÖKUÐ Í PARMASKINKU MEÐ PESTÓ
fyrir 4

800 g langa, skorin í fernt
4 sneiðar hráskinka
1 dós sýrður rjómi 36%
3 msk. Spicy-pestó frá Önnu Mörtu
30 g rifinn parmesan
1–2 msk. ristaðar furuhnetur
salat og kartöflur til að bera fram með ef vill

Hitið ofninn í 200 °C. Vefjið bitana í parmaskinku og leggið í eldfast mót. Setjið skeiðar af pestó og sýrðum rjóma á milli bitanna með regluegu millibilli. Sáldrið ostinum og furuhnetunum yfir og bakið í 15-20 mín. Berið fram með salati og kartöflum ef vill.

Fiskur er afbragðskvöldmatur og við höfum gott aðgengi að ferskum fiski hér á landi sem ætti að vera á boðstólum einu sinni í viku eða oftar. Góður fiskur veitir vellíðan og inniheldur mikið af góðum næringarefnum líkt og Omega-3 fitusýrum, D-vítamínum, járni og magnesíu...

Helgarbaksturinn að þessu sinni er þessi sturlaða ganache-terta 🍫 Þessi slær í gegn í hvert sinn - enda er þetta algjör ...
03/08/2024

Helgarbaksturinn að þessu sinni er þessi sturlaða ganache-terta 🍫
Þessi slær í gegn í hvert sinn - enda er þetta algjör veisla fyrir bragðlaukana ✨

Umsjón/ Telma Geirsdóttir Myndir/ Alda Valentína Rós Þetta er tertan sem allir biðja um við hvaða tilefni sem er, sérstaklega súkkulaðiaðdáendur, og fellur hún alltaf í kramið hjá gestum. Hún er einstaklega góð með kaffinu og lauflétt í bakstri. 12-16 sneiðar Tertubotninn:125...

Á ferð og flugi ✈️Í hverju blaði finnurðu matartengdan innblástur fyrir ferðalagið. Í byrjun þessa árs fengum við sælker...
02/08/2024

Á ferð og flugi ✈️

Í hverju blaði finnurðu matartengdan innblástur fyrir ferðalagið. Í byrjun þessa árs fengum við sælkeran Önnu Jia til að taka saman uppáhaldsstaðina sína í London, þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Cheerio - let´s go to London 🥰🏴󠁧󠁢󠁥󠁮󠁧󠁿

Anna Jia býr og starfar í London ásamt eiginmanni sínum, Mikey Wilkes, og þriggja ára dóttur þeirra, Lily Björk. Anna er ævintýragjörn og hefur meðal annars starfað sem fyrirsæta, lært við Peking-háskóla í Kína og klárað rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún...

Verslunarmannahelgin er handan við hornið ⛺️Er þú týpan sem nestar þig upp?Aldís Amah og Kolbeinn Arbjörns deildu með ok...
01/08/2024

Verslunarmannahelgin er handan við hornið ⛺️
Er þú týpan sem nestar þig upp?

Aldís Amah og Kolbeinn Arbjörns deildu með okkur nokkrum lúxus-nestisréttum á dögunum 💚💚💚

Umsjón/ Telma Geirsdóttir Myndir/ Alda Valentína Rós Leikaraparið Aldís Amah Hamilton og Kolbeinn Arnbjörnsson eru miklir matgæðingar og gildir engin meðalmennska í þeirra matargerð. Þau eru forfallnir grænkerar, Aldís síðan 2020 og Kolbeinn eftir að hafa leikið persónu sem var ...

31/07/2024

Vissir þú að það er hægt að vera með netáskrift hjá okkur?

Fyrir aðeins 1.890 kr. á mánuði færðu:

✨Aðgang að öllum tölublöðum Birtíngs (líka gömlum!!)
✨Aðgang að öllum greinum og uppskriftum á vefnum
✨Aðgang að nýjustu blöðunum áður en þau koma í búðir

Prófaðu núna frítt í 7 daga á www.birtingur.is 🧡

„Góðir og glaðir gestir er allt sem þarf; hitt reddast. Svo er bara að vera með pítsuna á speed-dial ef allt fer í steik...
30/07/2024

„Góðir og glaðir gestir er allt sem þarf; hitt reddast. Svo er bara að vera með pítsuna á speed-dial ef allt fer í steik, skála og hlæja saman að hamförunum.“

Anna Margrét Gunnarsdóttir er sérfræðingur í fyrirtækja- og sjálfbærnisamskiptum hjá Altso. Hún er að eigin sögn alin upp við metnaðarfulla matargerð en sjálf er hún ósköp afslöppuð í eldhúsinu og prufar sig gjarnan áfram með rétti og brögð 🌸🌸🌸🌸

Umsjón og myndir/ Telma Geirsdóttir Anna Margrét Gunnarsdóttir er sérfræðingur í fyrirtækja- og sjálfbærnisamskiptum hjá Altso. Hún er búsett ásamt fjölskyldu sinni í Svíþjóð en er þó alltaf með annan fótinn á Íslandi. Anna er að eigin sögn alin upp við metnaðarfulla m...

Litli barinn við Ránargötu 4a í Reykjavík 🍷Barinn er staðsettur við Local 101 hótelið en Alma Högna Bremod og David Sikl...
29/07/2024

Litli barinn við Ránargötu 4a í Reykjavík 🍷

Barinn er staðsettur við Local 101 hótelið en Alma Högna Bremod og David Siklos opnuðu staðinn sem þau vilja að endurspegli borgina. Staðurinn býður upp á íslenska smárétti sem eru paraðir með líflegum drykkjum, allt úr staðbundnu hráefni.
Þau kanna bragðheim íslenska grænmetisins, jurtanna, dýraríkisins, sjávarins og heim líkjöranna.

Hér má fara í matarferðalag með íslenskri menningu, tónlist og listum í forgrunni 🌿

Litli barinn er nýr og spennandi staður við Ránargötu 4a í Reykjavík. Barinn er staðsettur við Local 101 hótelið en Alma Högna Bremod og David Siklos opnuðu staðinn sem þau vilja að endurspegli borgina. Staðurinn býður upp á íslenska smárétti sem eru paraðir með líflegum dr...

Þessi er algjört möst í brönsinn 🍎🍾
28/07/2024

Þessi er algjört möst í brönsinn 🍎🍾

Á sumarkvöldum er tilvalið að blanda nokkra ferska og sæta sumarkokteila og jafnvel bjóða upp á happy-hour úti í garði. Hér höfum við því fimm ferska kokteila með sumarlegu tvisti. Allir ættu að geta fundið sinn sumarkokteil; súran, sætan eða svalandi en þeir innihalda allir ...

Þið verðið að prófa þessi 🍓🍍🍫
27/07/2024

Þið verðið að prófa þessi 🍓🍍🍫

Það er hægt að gera allan mat sumarlegan með því að setja hann á spjót. Grillspjót eru einföld og skemmtileg leið til þess að upplifa sumarstemmninguna hvernig sem viðrar. Hér eru nokkrar tillögur að sumarlegum spjótum sem auðvelt er að útbúa í bæði aðal- og eftirrétt me...

Það er sól 🌞Það er föstudagur 🧡Skál fyrir því 🍹
26/07/2024

Það er sól 🌞
Það er föstudagur 🧡
Skál fyrir því 🍹

Umsjón/ Maríanna Björk ÁsmundsdóttirMyndir/ Alda Valentína Rós Sævar Helgi Örnólfsson, framkvæmdastjóri og eigandi á Tipsý Bar & Lounge, bauðst til að hrista nokkra sumarlega kokteila fyrir lesendur Gestgjafans til að njóta í sumar. Kokteilarnir eru ferskir og sumarlegir en innbl....

Ilmur af kaffi og fersku bakkelsi tekur á móti manni á efrihæð Kokku en þar hafa eigendur verslunarinnar opnað glæsilegt...
26/07/2024

Ilmur af kaffi og fersku bakkelsi tekur á móti manni á efrihæð Kokku en þar hafa eigendur verslunarinnar opnað glæsilegt kaffihús með heimalöguðum súpum, brauði og bakkelsi. Ekki láta þetta framhjá þér fara ☕🍪

Í apríl árið 2001 stofnaði Guðrún Jóhannesdóttir verslununa Kokka í gömlum bílskúr við Ingólfsstræti þar sem hún seldi fjölbreytt úrval af vörum til matargerðar. Í dag er Kokka orðin fastur punktur í miðbænum í augum margra og eru ófá heimilin full af frábærum áhöld...

„Það er mikilvægt að nota réttu hráefnin og enn mikilvægara að bera virðingu fyrir hefðunum.“ segir Carlos Guarneros, ei...
25/07/2024

„Það er mikilvægt að nota réttu hráefnin og enn mikilvægara að bera virðingu fyrir hefðunum.“ segir Carlos Guarneros, eigandi La Poblana á Laugavegi 12 🌮🫔

Hann deildi með okkur uppskrift að vinsælum mexíkóskum morgunmat og sagði okkur frá því hvernig La Poblana kom til.

---

Nálgast má allt efni Gestgjafans - gamalt og nýtt - með netáskrift á birtingur.is 🤍

Matreiðslu- og tónlistarmaðurinn Carlos Guarneros hefur svo sannarlega fært Reykvíkingum bita af Mexíkó en hann opnaði taco-staðinn La Poblana árið 2017.

Fyrir þau sem eru á leið til Ítalíu, þá mælum við með 💚🤍❤️
24/07/2024

Fyrir þau sem eru á leið til Ítalíu, þá mælum við með 💚🤍❤️

Ítalía er stórfenglegt land með ríka sögu, menningu og listir. Feneyjar eru á heimsminjaskrá UNESCO sem merkir að staðurinn er álitinn hluti af menningararfi mannkyns. Menning og listir vantar ekki í Feneyjum en þar ætti fólk að geta notið Cicchetti, aperitivo, og mannlífsins með ...

Address

Askalind 4
Kópavogur
201

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Gestgjafinn Matur og vín posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Gestgjafinn Matur og vín:

Videos

Share

Category

Nearby media companies


Other Magazines in Kópavogur

Show All