24/07/2024
Í lok júní hugsaði ég... "æj hvað það væri nú næs að vera með nýprjónaða lopapeysu þegar ég fer með Þjóðbúningafélagi Íslands til Færeyja á Ólafsvöku...." fór í Rokka - Fjarðarkaup og keypti mér plötulopa... fagurgrænan og glimmergarn með. Átti síðan svartan plötulopa heyma. Kláraði peysuna á 4 dögum, átti tölur í töluboxinu... tölur sem ég og mamma keyptum í Bandaríkjunum fyrir tæplega 20 árum... sem smellpössuðu. Mynstrið er Stultur úr Garn og Gaman, mynstrið hennar mömmu og mitt uppáhaldsmynstur.
Eftir að hafa klárað mína peysu, tók ég við að klára peysu sem sonurinn hafði pantað í vor. Var s.s. búin með bolinn og ermarnar. Kláraði hana.. mynstrið er Hashtag, en hann vildi fá mynstur á ermar og neðst við stroff, bætti því við... kemur ágætlega út bara.
Og þá átti ég ansi mikið af afgöngum, þannig að ég ákvað að sjá hvað ég væri lengi að prjóna eina barnapeysu úr tvöföldum plötulopa. Það var ansi langt síðan ég hafði prjónað þannig nefnilega.... svarið er:
Ég er 1 dag að prjóna eina barnapeysu.... og ég prjónaði þá bara alveg 12 stykki næstu 12 daga.
Ég veit, pínu krazy, en ég er allavega búin að taka svolítið vel til í lopalagernum mínum :) Mynstrið á barnalopapeysunum er Swan, sem er í Prjóna Jóna - prjónablað nr 2.... leikur sér með lopa. (fæst hjá mér á ekki mikinn pening)
Á myndunum á eftir að þvo barnapeysurnar...