Prjóna Jóna - prjónablað

Prjóna Jóna  -  prjónablað Blað 1 : prjónar heimferðasett og fleira = 2100 kr
Blað 2 : leikur sér með lopa = 2300 kr

Í lok júní hugsaði ég... "æj hvað það væri nú næs að vera með nýprjónaða lopapeysu þegar ég fer með Þjóðbúningafélagi Ís...
24/07/2024

Í lok júní hugsaði ég... "æj hvað það væri nú næs að vera með nýprjónaða lopapeysu þegar ég fer með Þjóðbúningafélagi Íslands til Færeyja á Ólafsvöku...." fór í Rokka - Fjarðarkaup og keypti mér plötulopa... fagurgrænan og glimmergarn með. Átti síðan svartan plötulopa heyma. Kláraði peysuna á 4 dögum, átti tölur í töluboxinu... tölur sem ég og mamma keyptum í Bandaríkjunum fyrir tæplega 20 árum... sem smellpössuðu. Mynstrið er Stultur úr Garn og Gaman, mynstrið hennar mömmu og mitt uppáhaldsmynstur.

Eftir að hafa klárað mína peysu, tók ég við að klára peysu sem sonurinn hafði pantað í vor. Var s.s. búin með bolinn og ermarnar. Kláraði hana.. mynstrið er Hashtag, en hann vildi fá mynstur á ermar og neðst við stroff, bætti því við... kemur ágætlega út bara.

Og þá átti ég ansi mikið af afgöngum, þannig að ég ákvað að sjá hvað ég væri lengi að prjóna eina barnapeysu úr tvöföldum plötulopa. Það var ansi langt síðan ég hafði prjónað þannig nefnilega.... svarið er:

Ég er 1 dag að prjóna eina barnapeysu.... og ég prjónaði þá bara alveg 12 stykki næstu 12 daga.

Ég veit, pínu krazy, en ég er allavega búin að taka svolítið vel til í lopalagernum mínum :) Mynstrið á barnalopapeysunum er Swan, sem er í Prjóna Jóna - prjónablað nr 2.... leikur sér með lopa. (fæst hjá mér á ekki mikinn pening)

Á myndunum á eftir að þvo barnapeysurnar...

Hugur okkar landsmanna er óneitanlega hjá Grindvíkingum þessa dagana. Eins og við vitum þá þurfti heilt bæjarfélag að fa...
13/11/2023

Hugur okkar landsmanna er óneitanlega hjá Grindvíkingum þessa dagana. Eins og við vitum þá þurfti heilt bæjarfélag að fara burt frá heimilinum sínum, dýrunum sínum og öllum sínum eigum með nokkra hluti með sér og þá óvissu að vita ekki hvenær þau mega snúa til baka. Margir prjónarar hafa þurft að skilja eftir hálfkláruð verk, fullkláruð verk og annað sem þeim er kært.

Við hannyrðafólk vitum hve það róar oft hugann að geta unnið við fallegt handverk. Mig langar því að gefa einn kassa af þessu prjónablaði til prjónara og hannyrðafólks frá Grindavík. Það má hafa samband við mig beint og fá blað (er í Hafnarfirði) eða ef einhver veit um stað sem væri auðvelt að dreifa þessu á, þá má endilega hafa samband við mig.

Blaðið er með uppskriftum úr lopa og er hægt að skoða myndir af því sem er í blaðinu á síðu blaðsins hérna á Facebook.

Ég ætla að leyfa þessu þrennutilboði að halda áfram eitthvað fram á sumarið... Þessi þrjú á aðeins 6500 krSendið skilabo...
27/06/2023

Ég ætla að leyfa þessu þrennutilboði að halda áfram eitthvað fram á sumarið...

Þessi þrjú á aðeins 6500 kr

Sendið skilaboð ef þið hafið áhuga...

Þrennutilboð á þessum - saman á 6500 krÞetta er prjónabókin Garn & Gaman sem ég gaf út ásamt móður minni árið 2009 og Pr...
21/04/2023

Þrennutilboð á þessum - saman á 6500 kr

Þetta er prjónabókin Garn & Gaman sem ég gaf út ásamt móður minni árið 2009 og Prjóna Jóna prjónablað nr 1 og nr 2 sem kom út árin 2017 og 2018.

Allt eru þetta ný og ónotuð blöð og bók á þessum frábæra tilboði.
Færð þarna næstum því 150 uppskriftir á aðeins 6500 kr
Hægt að fá sent innanlands (kostar þá aukalega 600 kr).

Address

Öldutún 10
Hafnarfjörður
220

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Prjóna Jóna - prjónablað posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category


Other Magazines in Hafnarfjörður

Show All

You may also like