Bærinn Rokkar

Bærinn Rokkar Bærinn rokkar er listform um skemmtilegri Hafnarfjörð og lífið í skemmtilegu hafnfirsku samfélagi. [email protected]
(3)

Bærinn Rokkar er skemmtilegri innsetning um skemmtilegri Hafnarfjörð og lífið í skemmtilegra hafnfirsku samfélagi. Sérstök áhersla er lögð á skemmtilega og upplýsandi umfjöllun um það sem er efst á baugi í bæjarmálunum, á vettvangi bæjarstjórnar og í þjónustu við bæjarbúa en Bærinn Rokkar er líka fréttabréf um allt hitt, listir, menningu, íþróttir, og um alla. Ritstjórn er í höndum vina Hafnarfjarðar og nefndarmanna framboðs Bjartrar Framtíðar.

20/01/2018
Fleiri fylgi fordæmi Hafnfirðinga

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í fyrrdag skilyrði fyrir fjárveitingum til íþróttafélaga. Meðal þeirra skilyrða er að félögin setji sér siðareglur, geri viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi.
“Ég vil hrósa Hafnfirðingum fyrir þetta. Þetta er mjög mikilvægt.”
“Þetta slær mann svoleiðis þetta ógeð, að það er alveg með ólíkindum. Og sveitarfélögin eru svo stór aðili í þessu. Þau leggja svo mikið fjármagn til íþróttafélaganna, þannig að þau geta mjög auðveldlega gert ríkari kröfur til þess hvernig staðið er að málum þar,“

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga ætlar að hvetja sveitarfélög í landinu til þess að fylgja fordæmi Hafnarfjarðar, sem ætlar að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga þannig að félögin verða að gera viðbragðsáætlanir um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynf...

15/01/2018
Hrafnhildur hætt að keppa á stórmótum erlendis

Við óskum Hrafnhildi og Ingibjörgu til hamingju með glæsilegan árangur á undanförnum árum og þökkum þeim fyrir að bera hróður Hafnarfjarðar og Sundfélsgsins víða um lönd!!

Ein allra fremsta sundkona landsins, Hrafnhildur Lúthersdóttir, hefur ákveðið að hætta keppni á stórmótum erlendis. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, félagi hennar í Sundfélagi Hafnarfjarðar hefur einnig ákveðið að hætta slíkri keppni en báðar eiga þær glæstan feril að baki...

04/08/2017
Sum sveitarfélög þurfi að gera talsvert meira

Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, lét þau orð falla í tíufréttum í gær að sveitarfélög á því svæði mættu axla í sameiningu ábyrgð á félagslegu húsnæði. Bæjarstjórinn í Garðabæ tók hins vegar fálega í þessar hugmyndir...

Það gengur ekki upp að sum sveitarfélög sýni nánast litla sem enga ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Þetta er mat formanns sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að sum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þyrftu að gera talsvert meira.

31/07/2017

Bærinn Rokkar's cover photo

14/07/2017

Enn á ný er sameining um góð mál í bænum:
Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti í dag að greiða fyrir skólagögn allra grunnskólabarna. Fræðsluráð leggur til að frá og með komandi hausti muni Hafnarfjarðarbær útvega grunnskólanemendum námsgögn, þ.e ritföng og stílabækur, þeim að kostnaðarlausu.

Áætlaður kostnaður er um 20 milljónir króna. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar og viðauka við fjárhagsáætlun 2017. Með þessu stuðlar Hafnarfjarðarbær að frekari jöfnuði, minnkuðu kolefnaspori og minni sóun. Auk þess sem hagkvæmni næst í innkaupum og mögulega hagkvæmni í kennslustofunni. Foreldrar þurfa þá aðeins að sjá börnum sínum fyrir skólatösku, sund- og íþróttafatnaði og skriffærum til notkunar heima.

11/07/2017

Nú er allt að gerast!
"Árið 2007 var farið að huga að uppbyggingu við Lækjargötu 2. Húsið sem staðið hefur þar síðan árið 1965, í litlu samræmi við umhverfi sitt á nú tíu árum seinna að víkja fyrir nýjum hugmyndum sem falla betur að tíðarandanum og þeirri byggð sem fyrir er.
Með þeirri samkeppni sem nú hefur verið haldin er horft til þess að byggt verði á reitnum íbúðarhús er falla að umhverfinu og þeirri viðkvæmu byggð sem liggur upp við Hamarinn. Kjarna sem getur stutt við miðbæinn og aukið flóru og fjölbreytni í þegar grónu hverfi.
Alls bárust fjórar tillögur sem voru ólíkar þótt þær bæru margar með sér líkan keim. Sameiginlegt eiga þær allar að byggja á baklóð við Gúttó. Var það einróma álit matsnefndarinnar að á þeim stað væri verið að taka besta stað lóðarinnar til útivistar og tengslin milli þess nýja og hinnar eldri byggðar með útisvæðinu sem teygir sig inn á milli húsanna yrði rofin.
Matsnefndinni hefur verið hugað um að val á tillögu falli sem best að núverandi byggð og að svo verði áfram við gerð nýs deiliskipulags, frekar en magn bygginga. Sérstaða staðarins er hinn smágerði mælikvarði byggðarinnar, rýmin milli húsanna og þau tækifæri sem þar leynast."

21/06/2017
Knatthús klufu meirihlutann í Hafnarfirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi í dag tillögu um að byggja tvö knatthús í bænum fyrir á annan milljarð króna. Sjálfstæðismenn lögðu tillöguna fram en bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sem myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, studdu hana ekki.

17/06/2017
Transkonan Eva verður fjallkonan í Hafnarfirði - Vísir

Gleðilega þjóðhátíð kæru Hafnfirðingar !

Eva Ágústa Aradóttir verður fjallkona Hafnarfjarðarbæjar á þjóðhátíðardaginn. Óformleg athugun leiðir í ljós að Eva Ágústa er fyrsta transkonan sem gegnir hlutverki fjallkonu við opinber hátíðarhöld. Hún segir heiðurinn vera mikinn.

15/06/2017
Búið að semja um kaup á St. Jósefsspítala

Þetta er loksins að hafast hjá okkur, hreyfing að komast á málin og Hafnfirðingar fá loks að ákveða framtíð þessa húss...

Gengið verður frá kaupum Hafnarfjarðarbæjar á húsnæði St. Jósefsspítala á bæjarstjórnarfundi í næstu viku. Drög að kaupsamningi liggja fyrir og voru þau lögð fram á fundi bæjarráðs í morgun.

15/06/2017
Ný sumaropnun í Suðurbæjarlaug

Til og með 13.ágúst verður laugin opin frá kl. 6:30 - 22 á virkum dögum, 8-18 á laugardögum og 8-21 á sunnudögum.

Frá og með deginum í dag geta íbúar og gestir í Hafnarfirði notið sín í sundi í Suðurbæjarlaug til kl. 22. Sumaropnun Suðurbæjarlaugar hefur tekið gildi og mun vera í gildi til og með 13. ágúst. Suðurbæjarlaug verður opin til kl. 22 alla virka daga og til kl. 21 á sunnudögum. Óbreyttur opnunartími v...

13/04/2017

Loksins, loksins, loksins!
Ekki frítt í sund, en opið í sund þegar flestir eiga frí... Það er gaman!

12/04/2017
Tímamót í fjármálum Hafnarfjarðarbæjar

Það er bjart yfir þessum ársreikningi, svo ekki sé meira sagt.
-Komin undir 150% skuldaviðmiðið, 3 árum á undan upprunalegri áætlun
-lægsta skuldahlutfall í 25 ár
-óbreyttur rekstrarkostnaður milli áranna 2015 og 2016
-niðurstaðan úr mínus í plús
-engin lántaka á árinu
Ljúfur vorboði og björt framtíð hér á ferð!

Skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar hefur ekki verið lægra síðan 1992 og voru engin ný lán tekin á árinu 2016 þrátt fyrir fjárfestingar m.a. í nýjum leikskóla. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins er jákvæð um 538 milljónir króna á meðan ársreikningur 2015 sýndi neikvæða rekstrarniðurstöðu um 512 millj...

12/02/2017
Ánægja íbúa fer vaxandi

Í Hafnarfirði eru 88% íbúa ánægð með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Þessi jákvæða niðurstaða undirstrikar jákvæðara viðhorf bæjarbúa til þjónustu sveitarfélagsins og er öllum hlutaðeigandi hvatning til að halda áfram á sömu braut.

Í Hafnarfirði eru 88% íbúa ánægð með sveitarfélagið sem stað til að búa á, samkvæmt niðurstöðum árlegrar þjónustukönnunar Gallup sem nýlega voru gerðar opinberar. Hafnarfjarðarbær hefur tekið þátt í þessari könnun til fjölda ára og markvisst tekið niðurstöður hvers málaflokks með í sín verkefni og v...

09/02/2017
Vísir - „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga

Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir.
Meginmarkmið hins nýja deiliskipulags er að þétta byggðina á svæðinu og breyta landnotkun svæðisins í blandaða byggð íbúða og atvinnustarfsemi. Lögð er áhersla á blöndun byggðamynsturs með góðu aðgengi að fjölbreyttum almenningssvæðum, grænum görðum og torgum.

Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til...

05/02/2017
Opinberi vefur ársins 2016

Hafnarfjordur.is - fékk verðlaun sem besti opinberi vefur ársins 2016.

Síðastliðinn föstudag voru Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2016 veitt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpunnar. Vefur Hafnarfjarðarbæjar -

07/11/2016
Gera ráð fyrir 554 milljóna afgangi

"...Þrjár nýj­ar fé­lags­leg­ar íbúðir eru nú í kaup­ferli og gert ráð fyr­ir 200 millj­ón­um til viðbót­ar í fé­lags­leg­ar íbúðir á næsta ári. Auk­in áhersla verður lögð á fag­mennt­un og ný­sköp­un í þjón­ustu bæj­ar­ins, fjöl­menn­ingu, bætt­an náms­ár­ang­ur og snemm­tæka íhlut­un svo fátt eitt sé nefnt. Viðhaldi hef­ur verið ábóta­vant hin síðustu ár og mun­um við í ár m.a. auka við viðhalds­fé til fast­eigna, gatna og göngu­stíga bæj­ar­ins, efla snjómokst­ur og hálku­varn­ir, að sópa, slátt og beðahreins­un..."

Gert er ráð fyrir 554 milljón króna afgangi af rekstri Hafnarfjarðarbæjar. Frumvarp af fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ári liggur nú fyrir og rekstur þess árs og fjárhagsáætlun næsta árs eru sögð sýna áherslur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á að auka þjónustu, draga úr álögum á íbúa, greiða niður s...

22/09/2016

Hvað erum við búin aðvera að gera í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Þetta:

25/08/2016
483 millj. kr. rekstrarafgangur Hafnarfjarðarbæjar fyrstu 6 mánuði ársins - Fjarðarfréttir

483 millj. kr. rekstrarafgangur Hafnarfjarðarbæjar fyrstu 6 mánuði ársins

Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðarbæjar fyrri hluta ársins var jákvæð um 290,5 milljónir kr. og 483 milljónir ef B-hluta fyrirtæki bæjarins eru tekin með. Á sama tíma á síðasta ári var afkoma bæjarsjóðs neikvæð um 601,1 millj. kr. en neikvæð um 388,8 millj. kr. ef B-hluta fyrirtækin voru tekin með. B-...

29/07/2016
Kurlið fjarlægt - vinna hafin

Dekkjakurlið fjarlægt!

Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað síðasta vor að skipta út dekkjakurli á fótboltavöllum við fjóra af grunnskóla bæjarins og setja nýtt gervigras sem er án allra fylliefna við þrjá skóla. Verkið var boðið út og bauð fyrirtækið Metatron, sem er með aðalstarfsstöð sína í Hafnarfiði, lægst í verkið. Í dag s...

05/02/2016
Funduðu vegna „sprungins“ skóla

Eva Dís Þórðardótt­ir er í for­eldra­fé­lagi Hraun­valla­skóla. Hún er ánægð með sam­talið sem átti sér stað á fund­in­um í gær­kvöldi...
Aðspurð seg­ir Eva Dís að bæj­ar­yf­ir­völd hafi staðið sig vel í skóla­mál­um und­an­farið.

Stjórn foreldrafélags Hraunvallaskóla í Hafnarfirði fundaði með skólastjórnendum og fulltrúum bæjaryfirvalda í gærkvöldi vegna Hraunvallaskóla sem er orðinn yfirfullur af nemendum. Fyrsti áfangi í Skarðshlíðarskóla verður tekinn í notkun 2017 og verður hann fjármagnaður með sölu lóða í Skarðshlíð.

03/02/2016

Í nýrri þjónustukönnun Gallup kemur fram að Hafnfirðingar eru almennt mjög ánægðir með bæjarfélagið. Það vekur þó athygli að þátttakendur hafa ekki verið óánægðari með þjónustu við barnafjölskyldur síðan Samfylkingin hafði hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Það er umhugsunarefni.

10/12/2015
Bjartir tímar framundan

Björt framtið fyrir Hafnarfjörð!

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árin 2016 - 2019 hefur verið samþykkt. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir rúmlega 360 milljóna króna rekstrarafgangi á A og B hluta. Áætlað veltufé frá rekstri samantekið fyrir A og B hluta er 3,3 milljarðar króna sem er um 15% af heildartekjum sveitarfélagsins. A…

23/11/2015
Kvörtun tveggja bæjarfulltrúa vísað frá

A þeim tíma sem miðlun upplýsinga fór fram frá Vodafone til bæjarfélagsins hafi Guðrún Ágústa enn notið kjara sem bæjarstjóri og símareikningur hennar greiddur að fullu af Hafnarfjarðarbæ.

Vodafone hafði ekki borist upplýsingar um fall meirihlutans og nýjan bæjarstjóra !

Aðeins farsímanotkun Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, og níu annarra starfsmanna bæjarins var send til Hafnarfjarðarbæjar þegar hann lét kanna hvort hringt hefði verið úr símum bæjarfélagsins í tengslum við rannsókn á öryggisbroti á skrifstofum sveitarfélagsins.…

22/07/2015
Faglegt æskulýðsstarf í Hafnarfirði

Ræðum málin til enda.
Fagleg, góð og hagkvæm þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra er okkur hjartans mál sem við stefnum að með öllum færum leiðum. Frá því tillögur ráðgjafa voru birtar á vef bæjarins hafa þær verið túlkaðar með ýmsum hætti. Þessar tillögur eru grunnur að ákvarðanaferlinu sem fram undan er, þær ber ekki að túlka sem endanlega niðurstöðu, fyrst þurfa þær umfjöllun. Við vonumst eftir víðtækri þátttöku í því samtali.

Aukin samfella í skóladeginum, frístunda- og félagsstarfi auk annarrar virkni á borð við listnám eða íþróttir, er að okkar mati lykillinn...

19/07/2015
Vísir - Hafnarfjörður

Saman getum við gert góðan bæ betri.
Mikilvægt er að fá fram staðreyndir og meta niðurstöður greininga á hlutlægan hátt með aðkomu sem flestra. Birting ofannefndra úttekta auðveldar bæjarbúum að fá yfirsýn yfir þá þjónustu sem veitt er, sem og að hafa áhrif á breytingar á henni til framtíðar. Næstu skref byggja síðan á upplýstri umræðu og skoðanaskiptum sem verða því betri eftir því sem fleiri taka þátt. Saman getum við gert góðan bæ betri.

Næstu skref byggja síðan á upplýstri umræðu og skoðanaskiptum sem verða því betri eftir því sem fleiri taka þátt. Saman getum við gert góðan bæ

16/07/2015
Vísir - Mikilvægt skref fyrir Hafnfirðinga

Þetta er rokk, eða a.m.k. popp og kók !

Eftir langar viðræður við Landsnet lá fyrir að fyrirtækið var reiðubúið að flýta niðurrifi Hamraneslína til ársins 2018 og leggja nýjar línur í jörð næst...

29/05/2015
Innritunaraldur í leikskóla lækkaður, útgjöld barnafjölskyldna minnka

Þetta rokkar !

Mánudaginn 1. júní, á 107 ára kaupstaðarafmæli bæjarins, verða lagðar fram í fræðsluráði tillögur sem miða m.a. að því að lækka innritunaraldur barna í leikskóla og hækka mótframlag til foreldra barna hjá dagforeldrum. Með þessum tillögum er reglunum breytt þannig að yngri börn komast inn í leikskól…

26/03/2015
Húsnæðisvandi Áslandsskóla leystur

Svona einfalt er þetta !

Nægt rými er í núverandi húsnæði Áslandsskóla fyrir þann fjölda nemenda sem spár um íbúaþróun gefa til kynna.

12/03/2015
Mikill áhugi fyrir lóðum í Hafnarfirði

Allt að verða vitlaust í lóðaeftirspurn!
"Vellirnir hafa byggst hratt upp og nú búa þar um 4900 manns. Vellirnir eru hverfi sem hefur upp á allt að bjóða, á svæðinu er þjónusta, sundlaug, íþróttamiðstöð og öflugt skólasamfélag."

Mikill áhugi var fyrir lóðinni Kirkjuvöllum 12 sem nýlega var auglýst laus til umsóknar. Sjö aðilar sóttu um að fá að byggja fjölbýlishús á lóðinni sem er í eldri hluta Vallahverfisins.

Address

Strandgötu 139
Hafnarfjörður
220

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Bærinn Rokkar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Bærinn Rokkar:

Videos

Share