16/11/2024
Í dag er dagur íslenskrar tungu. Til hamingju með það krossgátuunnendur sem leikið ykkur með íslensku orðin og merkingu þeirra og hvernig þau beygjast og fleira. Haldið er upp á þennan dag á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember sem er vel við hæfi og hátíðardagskrá er m.a. í húsi íslenskunnar – Eddu - í dag.
Getum þess að í ÞEMAGÁTUM nr. 8 (græna) og 9 (bláa) eru gátur helgaðar nýyrðum Jónasar sem eru mörg í tungunni. Vekjum líka athygli á að búið er verið að bæta á blöðum víða þar sem blað nr. 11 var uppselt eða að klárast. Nóg á að vera til. Takk fyrir okkur :).