Þemagátur - krossgátur

Þemagátur - krossgátur Þemagátur – nýtt krossgátublað þar sem mismunandi viðfangsefni eða þemu einkenna gáturnar

Í dag er dagur íslenskrar tungu. Til hamingju með það krossgátuunnendur sem leikið ykkur með íslensku orðin og merkingu ...
16/11/2024

Í dag er dagur íslenskrar tungu. Til hamingju með það krossgátuunnendur sem leikið ykkur með íslensku orðin og merkingu þeirra og hvernig þau beygjast og fleira. Haldið er upp á þennan dag á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember sem er vel við hæfi og hátíðardagskrá er m.a. í húsi íslenskunnar – Eddu - í dag.

Getum þess að í ÞEMAGÁTUM nr. 8 (græna) og 9 (bláa) eru gátur helgaðar nýyrðum Jónasar sem eru mörg í tungunni. Vekjum líka athygli á að búið er verið að bæta á blöðum víða þar sem blað nr. 11 var uppselt eða að klárast. Nóg á að vera til. Takk fyrir okkur :).

Þegar skammdegið færist yfir og veðrið eins og það er gott að hafa góðar ÞEMAGÁTUR-KROSSGÁTUR við höndina 😊 Útgefenda fa...
30/10/2024

Þegar skammdegið færist yfir og veðrið eins og það er gott að hafa góðar ÞEMAGÁTUR-KROSSGÁTUR við höndina 😊

Útgefenda fannst vanta að íslenskar krossgátur snerust um eitthvað viðfangsefni og gátur í blaðinu snúast um tiltekið efni eða þema og orðin í gátunum endurspegla það að svo miklu leyti sem það er hægt. Það er því ekki þannig að öll orðin í gátunni geri það en þó að myndin og textarnir út frá henni og lausnarorðið og u.þ.b. 20-30 orð í gátunni sjálfri.

Nýjasta blaðinu #11 hefur verið mjög vel tekið – takk fyrir kærlega - viðfangsefnin eru íslenska gamanmyndin Dalalíf, borgir þar sem sumarólempíuleikarnir hafa verið haldnir, íbúðarhús, helstu fossar á Íslandi, brauð, stéttarfélög, nautgripir, hreppar, Holland, Asía og þá einkum lönd og borgir í álfunni, Ísafjörður, Norðurþing, íslenski torfbærinn, gömlu mánaðarheitin og síðast en ekki síst ástin. Eitthvað við allra hæfi. 😊

Helstu sölustaðir eru Penninn, Hagkaup, Nettó, Olís, Forlagið á Granda, Fjarðarkaup og Hugsel. Nýlega bættust svo við verslanir A4 sem við bjóðum velkomin í hópinn.

Útgefandi er sérstaklega kátur með gátu um torfbæi í nýjasta blaðinu og myndin af bænum er einhverjum fylgendum síðunnar kannski kunnugleg og nánar er gerð grein fyrir í blaðinu. 😊

Þemagátur  #11 hafa verið í sölu núna í mánuð og það er stöðug aukning - takk fyrir okkur :) Vekjum athygli á að blöðin ...
11/10/2024

Þemagátur #11 hafa verið í sölu núna í mánuð og það er stöðug aukning - takk fyrir okkur :) Vekjum athygli á að blöðin eru núna í boði hjá verslunum A4 sem eru nýir söluaðilar. Aðrir sölustaðir eru m.a. Penninn, Hagkaup, Nettó, Olís, Fjarðarkaup og Forlagið. Einnig möguleiki á áskrift og fá eldri blöð send.

Annars er hér smá fróðleikur um krossgátur. Þær eiga sér langa sögu bæði erlendis og á Íslandi. Fyrsta krossgátan er oft talin vera gáta sem ítalski blaðamaðurinn Giuseppe Airoldi samdi og birtist í ítalska tímaritinuIl Secolo Illustrato della Domenica þann 14. september 1890. Gáta Airoldi var fjórum sinnum fjórir reitir án nokkurra skyggðra reita en vísbendingar voru um hvaða orð ætti að skrifa í reitina lárétt og lóðrétt og vísað var til þeirra með númerum. Í bandaríska blaðinu New York World þann 21.desember 1913 birtist síðan gáta sem oft er talað um sem fyrstu krossgátan og var hún undirnafninu „Fun's Word-Cross puzzle“. Höfundurinn er Arthur Wynne sem var breskur blaðamaður.

Ekki er vitað hver samdi elstu þekktu krossgátuna á Íslandi sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 20.mars 1927. Tímaritið Fálkinn birti síðan þann 23.j úní 1928 krossgátu eftir Sigurkarl Stefánsson og er talið líklegt að hann sé einnig höfundur eldri krossgátunnar en Sigurkarl var lengi einn helsti krossgátuhöfundur hér á landi. Krossgátur hafa svo birst í dagblöðum og tímaritum auk þess sem gefin hafa verið út krossgátublöð og rit sem hafa verið vinsæl.

Haustið er tíminn fyrir góðar krossgátur. ÞEMAGÁTUR  #11 - haustútgáfan - ætti nú að vera komið í flestar búðir. Vekjum ...
28/09/2024

Haustið er tíminn fyrir góðar krossgátur. ÞEMAGÁTUR #11 - haustútgáfan - ætti nú að vera komið í flestar búðir. Vekjum athygli á gátum um íslenska fossa og vötn, stéttarfélög, Asíu, torfbæi, ástina og margt fleira fjölbreytt og skemmtilegt.

Í Forlagsbúðinni á Granda þar sem myndin er tekin er með mikið af gömlu blöðunum líka og þar er einmitt bókamarkaður fram yfir mánaðarmót. Aðrar verslanir eru m.a. Penninn, Hagkaup, Nettó. Fjarðarkaup og svo voru verslanir A4 að bætast við líka :)

Annars er orðið núna „himinskaut“ eða „fara með himinskautum“. Þetta er vinsælt í umræðunni núna og þá einkum í því samhengi að sumir stjórnmálaflokkar séu að fara með himinskautum í skoðanakönnunum. Samkvæmt orðabók merkir orðið himinn eða endimörk himins hvar sem þau nú eru. Að fara með himinskautum merkir hins vegar að vera háfleygur í tali.

Orðið „himinskautshæð“ er að finna í bókinni um nýyrði Jónasar Hallgrímssonar – Á sporbaug. Nýyrðin hafa einmitt verið ÞEMAÐ í tveimur krossgátum í ÞEMAGÁTUM. Eigum við þá ekki að segja bara að þar sé uppruni orðsins eins og svo margra annarra skemmtilegra orða í íslenskunni nema einhver krossgátuunnandi viti betur 😊.

Núna eru ÞEMAGÁTUR komnar líka í A4 bóka- og ritfangaverslanirnar. Búðirnar eru átta talsins og á höfuðborgarsvæðinu eru...
18/09/2024

Núna eru ÞEMAGÁTUR komnar líka í A4 bóka- og ritfangaverslanirnar. Búðirnar eru átta talsins og á höfuðborgarsvæðinu eru þær í Kringlunni, Smáralind, Skeifunni og í Hafnarfirði. Á landsbyggðinni eru verslanir A4 í Reykjanesbæ, á Selfossi og á Akureyri og Egilsstöðum. Nýjasta Þemagátublaðið nr. 11 er til í öllum búðunum og nýleg blöð (nr. 8, 9 og 10) í nokkrum af þeim.

Kæru krossgátuunnendur.Núna eru ÞEMAGÁTUR  #11 komið út og að detta inn um lúgur áskrifenda og að koma í búðir. Þetta er...
14/09/2024

Kæru krossgátuunnendur.

Núna eru ÞEMAGÁTUR #11 komið út og að detta inn um lúgur áskrifenda og að koma í búðir.

Þetta er eins og þið þekkið. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og skemmtileg og í röð eru þau íslenska gamanmyndin Dalalíf, borgir þar sem sumarólempíuleikarnir hafa verið haldnir, íbúðarhús, helstu fossar á Íslandi, brauð, stéttarfélög, nautgripir, hreppar, Holland, Asía og þá einkum lönd og borgir í álfunni, Ísafjörður, Norðurþing, íslenski torfbærinn, gömlu mánaðarheitin og síðast en ekki síst ástin.

Örugglega eitthvað við allra hæfi :)

Helstu sölustaðir eru verslanir Pennans Eymundsson, A4, Forlagsverslunin á Granda, Hagkaup, Fjarðarkaup, Nettó, verslanir Olís, Hugsel í Grafarvogi o.fl. Einnig möguleiki á áskrift sem og að fá eldri blöð send.

ÁSKRIFT AÐ ÞEMAGÁTUM: [email protected] eða með skilaboðum á facebook.

Núna er Bókamarkaðurinn á Akureyri að hefjast og verður til 28. september að Óseyri 18. ÞEMAGÁTUR - KROSSGÁTUR eru að sj...
11/09/2024

Núna er Bókamarkaðurinn á Akureyri að hefjast og verður til 28. september að Óseyri 18. ÞEMAGÁTUR - KROSSGÁTUR eru að sjálfsögðu þar á boðstólum fyrir alla krossgátuunnendur á Akureyri og nærsveitum. Hvetjum einnig ferðalanga til að kíkja á úrvalið. Opið verður alla daga frá kl. 10-18.

Nú hefur Verslun Bjarna Eiríkssonar á Bolungarvík bæst í góðan hóp sölustaða sem auðveldar lífið fyrir krossgátuunnendur...
17/08/2024

Nú hefur Verslun Bjarna Eiríkssonar á Bolungarvík bæst í góðan hóp sölustaða sem auðveldar lífið fyrir krossgátuunnendur á Vestfjörðum. Bjóðum þau velkomin. :) Minnum svo á að hægt er að fá eldri og nýrri blöð send og einnig er boðin áskrift. Má senda skilaboð hér á síðunni eða á [email protected].

Annars er orðið núna er „skautun“ sem heyrist sífellt meira og einkum til að fanga ástandið í þjóðfélaginu. Gott ef nýkjörinn forseti greip ekki til orðsins í nýlegu viðtali. Orðabók veitir þá skýringu að um sé að ræða „skiptingu í tvo andstæða hópa eða andstæð sjónarmið“. Tekið er svo dæmi að það sé „talsverð skautun í samfélaginu eftir efnahag.“ Jafnvel heyrist orðið „umpólun“ einnig í sama samhengi – umpólun í íslensku samfélagi og þá helst í að verið sé að lýsa því að aðstæður fólks eða skoðanir séu að verða ólíkari en áður var. En einnig heyrist eitthvað í sama samhengi sem kallað er „pólarisering“. Hvað er það? Eitthvað sem hefur ekki ratað í orðabókina góðu – a.m.k. ekki ennþá en tungumálið er víst alltaf að þróast sagði einhver. En eru „skautun“ eða kannski „umpólun“ í þessu samhengi ekki bara alveg ágæt.

Nú eru ÞEMAGÁTUR komnar á Olís í Borgarnesi, eru til þar núna blöð  #7,  #8,  #9 og  #10. Gott að koma þar við á ná sér ...
26/07/2024

Nú eru ÞEMAGÁTUR komnar á Olís í Borgarnesi, eru til þar núna blöð #7, #8, #9 og #10. Gott að koma þar við á ná sér í krossgátur á leið í fríið eitthvert þar veðrið er kannski ögn betra en það hefur verið í höfuðborginni. 😊

Annars er íslenska orðið núna „DULD“ sem kom til greina við krossgátusmíði nýlega. Kunnuglegt en höfundur ÞEMAGÁTA var ekki alveg að kveikja strax en rifjaðist upp að það var m.a. notað sem íslensk þýðing fyrir skáldsöguna frægu „The Shining“ eftir Stephen King sem ekki síður fræg mynd var gerð eftir og skartaði m.a. Jack Nicholson sem er eftirmynnilegur úr myndinni og án efa eitt af hans þekktustu hlutverkum. Orðabókin segir um orðið „DULD“ „kerfi af tilfinningatengdum hugmyndum, sem hafa verið bældar og ýta undir sjúklegt atferli“. Önnur skýring er „dulvitað tilfinningakerfi, þrungið hugsunum, hugarmyndum og hneigð til verknaðar, geðflækja“ Fyrir þá sem þekkja söguna geta örugglega verið sammála um að orðið lýsi vel inntaki hennar og myndarinnar. Íslenskan er rík :)

Nú eru flestir í sumarfríi og tilvalið að ná sér í ÞEMAGÁTUR til að gera fríið enn betra :) Hér á myndinni í Leifsstöð á...
17/07/2024

Nú eru flestir í sumarfríi og tilvalið að ná sér í ÞEMAGÁTUR til að gera fríið enn betra :) Hér á myndinni í Leifsstöð á dögunum og svo víða um landið eins og ávallt. Penninn, Hagkaup, Olís, Fjarðarkaup og Forlagið þar sem flest eldri blöðin eiga einnig að vera fáanleg.

En meðal annarra orða þá er á fésbókarsíðunni „skemmtileg íslensk orð“ sem er líka skemmtilegt spjall og örugglega einhver ykkar að fylgja bar á góma eða skrifað um orðið „afmæli“. Hefur nú stundum komið fram í ÞEMAGÁTUM. Eftir að hafa merking orðsins ljós finnst manni alltaf sérstakt að óska fólki í raun til hamingju með að eitt ár hafi nú „mælst“ „af“ æviskeiði viðkomandi.

Í flestum skyldum tungumálum er óskað til hamingju með „fæðingardag“ sem er nú kannski betra og veitir meiri „hamingju“. En hvað um það, íslenskan er rík og hefur sín sérkenni og þetta er kannski eitt af þeim :) Aldrei myndum við segja „Gleðilegan fæðingardag“ eða hvað?

En allavega njótið sumarsins og frísins sem það er kennt við :)

Íslenskan er rík af orðum eins og við þekkjum og þau eru ýmis orðin sem koma til manns við krossgátugerð. Eitt var orðið...
01/07/2024

Íslenskan er rík af orðum eins og við þekkjum og þau eru ýmis orðin sem koma til manns við krossgátugerð. Eitt var orðið „mjalli“ sem möguleiki var að nota og passaði vel - kemur kannski fyrir í næsta blaði :) Er það til hugsar maður og orðabókin staðfestir það og segir það merkja „skynsemi“, „vit“ eða „heilbrigði“. Auðvitað, sbr. orðatiltækið að „vera ekki með öllum mjalla“ sem flestir þekkja og þýðir þá að vera „galinn“ eða „klikkaður“. Svona getur íslenskan verið fjölbreytt og skemmtileg :)

"Bleika blaðið er æðislegt" höfum við eftir góðum krossgátuunnanda og dyggum áskrifenda blaðsins sem var að klára það - ...
16/06/2024

"Bleika blaðið er æðislegt" höfum við eftir góðum krossgátuunnanda og dyggum áskrifenda blaðsins sem var að klára það - takk fyrir :) Þetta bleika blað er númer 10 og ætti að vera komið á flesta sölustaði núna.

En nú er þjóðhátíð að bresta á og viljum endilega vekja athygli á að gáta nr. 3 í blaðinu er tileinkuð þessum degi 17. júní. Margt sem tengist þjóðhátiðardeginum okkar kemur fram í gátunni. Svo er 17. júní í ár kannski stærri en venjulega þar sem 80 ár eru nú liðin frá stofnun lýðveldisins.

En allavega njótið þjóðhátíðardagsins og sumarsins sem er kannski bara að koma :)

Kæru krossgátuunnendur.Núna eru ÞEMAGÁTUR  #10 að koma í verslanir og inn um lúgur til áskrifenda. Blaðið er BLEIKT núna...
11/06/2024

Kæru krossgátuunnendur.

Núna eru ÞEMAGÁTUR #10 að koma í verslanir og inn um lúgur til áskrifenda. Blaðið er BLEIKT núna og með svipuðu sniði og áður.

Viðfangsefnin eru fjölbreytt og skemmtileg og í röð eru þau íslenska glíman, Stuðmannamyndin - Með allt á hreinu, þjóðhátíðardagurinn okkar 17. júní, íslenska sauðkindin, gosdrykkir, garðurinn og garðverkfærin, vitarnir í kringum landið, málverk og listaverk, Japan, okkar mesti skemmtikraftur hann Laddi og persónur sem hann hefur skapað, peningar, Kardemommubærinn, árnar sem renna í gegnum Evrópu, Vaðfuglar, tölvur og svo loks forsætisráðherrarnir okkar frá lýðveldisstofnun. Vonandi eitthvað fyrir alla og njótið vel.

Helstu sölustaðir eru verslanir Pennans Eymundsson, Forlagsverslunin á Granda, Hagkaup, Fjarðarkaup, Nettó, verslanir Olís, Hugsel í Grafarvogi o.fl. Einnig möguleiki á áskrift sem og að fá eldri blöð send.

ÁSKRIFT AÐ ÞEMAGÁTUM: [email protected] eða með skilaboðum á facebook.

Kæru krossgátuunnendur, gleðilegan kosningadag. Nú er um að gera að kjósa rétt til forseta. Megum til með að minna á gát...
01/06/2024

Kæru krossgátuunnendur, gleðilegan kosningadag. Nú er um að gera að kjósa rétt til forseta. Megum til með að minna á gátuna um forsetaembættið aftur af þessu tilefni á baksíðunni á blaði #9, þessu bláa. Það var orðið uppselt víða en var bætt aðeins á í einhverjum búðum fyrir helgi. Hægt að næla sér í eintak :)

Svo er blað #10 handan við hornið. Það verður rauðbleikt eins og myndin sýnir og kemur til áskrifenda og í búðir eftir nokkra daga. Þar kennir margra grasa og getum upplýst m.a. um að ástsæll skemmtikraftur verður viðfangsefni, einnig skemmtileg bíómynd, einhver landafræði og vitar við strendur landsins og ýmislegt fleira :) Njótið vel :)

Höfum fengið margar góðar ábendingar um þemu fyrir gáturnar sem hafa ratað á síðurnar í eldri blöðum og aðrar bíða birti...
04/05/2024

Höfum fengið margar góðar ábendingar um þemu fyrir gáturnar sem hafa ratað á síðurnar í eldri blöðum og aðrar bíða birtingar. Meðal annars um Siglufjörð og fleiri staði eða landshluta, fugla, Norðurlöndin, sjávarútveginn og margt fleira. Endilega ef það eru góðar hugmyndir eða óskir má senda í athugasemdum eða skilaboðum hér á fésbókinni eða í tölvupósti [email protected]. Vel þegið :) Annars njótið sumarsins með Þemagátum og vel ydduðum blýanti í hönd hvar sem þið eruð :)

Góðir krossgátuunnendur. Síðasta blað nr. 7 kláraðist víst á einhverjum sölustöðum og verið var að bæta á og verður klár...
11/11/2023

Góðir krossgátuunnendur. Síðasta blað nr. 7 kláraðist víst á einhverjum sölustöðum og verið var að bæta á og verður klárað um helgina. Einnig einhver eldri blöð til víða.

Annars mun blað nr. 8 koma út fyrstu eða aðra vikuna í desember. Getum upplýst að þar verður m.a. að finna gátu um skartgripi, Bretland, skíðaíþróttina, nýyrði Jónasar Hallgrímssonar, Siglufjörð og iðnaðarmenn og -konur. Einnig jólasveinagáta og önnur tileinkuð Þorranum og sitthvað fleira. Eitthvað við allra hæfi :)

Ábendingar um viðfangsefni fyrir næstu blöð eru vel þegnar og má enda í skilaboðum eða tölvupósti. Og sem fyrr vekjum við athygli á að hægt er fá eldri blöð send og/eða ný í áskrift :)

Bókamarkaður Forlagsins er núna og þar eru ÞEMAGÁTUR. Nýbúið að fylla á. Þar er nr.  #1 til aftur og öll hin blöðin. Svo...
23/09/2023

Bókamarkaður Forlagsins er núna og þar eru ÞEMAGÁTUR. Nýbúið að fylla á. Þar er nr. #1 til aftur og öll hin blöðin. Svo eru líka pakkar í boði þar sem eldri blöð eru saman. Markaðurinn er fram að mánaðarmótum.

Núna eru ÞEMAGÁTUR  #7 að skríða í verslanir og til áskrifenda. Blaðið er með hefðbundnu sniði og þið þekkið það vel end...
08/09/2023

Núna eru ÞEMAGÁTUR #7 að skríða í verslanir og til áskrifenda. Blaðið er með hefðbundnu sniði og þið þekkið það vel enda FJÓLUBLÁTT í þetta skiptið 😊. Í röð eru gáturnar tröllin og forynjurnar úr þjóðsögunum, hvalir við strendur og mið Íslands, spítalar, bæjarfélög eða staðir sem eru kenndir við nes og eyrar á Íslandi, skotveiði, hundar, Emil í Kattholti, virkjanir á Íslandi, mjólk og mjólkurvörur, Þýskaland, Reykjanes, Suðurland, miðlar og skyggnilýsingar, skemmtistaðir, háskólar og dagblöð eða fréttablöð.

Helstu sölustaðir eru verslanir Pennans Eymundsson,
Forlagsverslunin á Granda, Hagkaup, Fjarðarkaup, verslanir Olís, Hugsel í Grafarvogi o.fl. Öll blöðin sjö eiga að vera til í Forlagsversluninni. Einnig möguleiki á áskrift sem og að fá eldri blöð send.

Address

Vitastigur 6a
Hafnarfjörður

Telephone

+3547748870

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Þemagátur - krossgátur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Þemagátur - krossgátur:

Share

Category

Nearby media companies


Other Magazines in Hafnarfjörður

Show All