RÚV á Austurlandi

RÚV á Austurlandi Hér má fylgjast með fréttum RÚV af Austurlandi

Dísilmengað bensín fór á bíla í næstum s*x sólarhringa og fjöldi fólks lenti í vandræðum.
29/11/2023

Dísilmengað bensín fór á bíla í næstum s*x sólarhringa og fjöldi fólks lenti í vandræðum.

Vopnfirðingar fengu dísilblandað bensín á afgreiðslu N1 á staðnum í nærri s*x sólarhringa áður en uppvíst varð um mistök Olíudreifingar við áfyllingu. Framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir að nú sé skoðað hvort upplýsa hefði mátt fyrr um mistökin.

Af 550 milljónum sem voru til úthlutunar fara 158 milljónir í að reisa Baug Bjólfs ofan Seyðisfjarðar.
14/04/2023

Af 550 milljónum sem voru til úthlutunar fara 158 milljónir í að reisa Baug Bjólfs ofan Seyðisfjarðar.

28 verkefni fá styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í ár, samtals 550 milljónir. Langhæsti styrkurinn fer í að gera útsýnispall ofan Seyðisfjarðar.

03/04/2023

Söfnun hefur verið sett af stað í Neskaupstað fyrir fólk í bænum sem þarf sjálft að bera talsvert tjón eftir snjóflóðin. Náttúruhamfaratrygging bætir ekki innbú nema það sé brunatryggt sérstaklega og bílar þurftu að vera kaskótryggðir.

Snjóflóð náði upp á aðra hæð fjölbýlishúss. Faðir og dóttir festust inn í svefnherbergi. Tveir af þremur gluggum undir f...
27/03/2023

Snjóflóð náði upp á aðra hæð fjölbýlishúss. Faðir og dóttir festust inn í svefnherbergi. Tveir af þremur gluggum undir fjallinu brotnuðu. Móðirin fagnar því að rætt sé um nýjan snjóflóðavarnagarð en hefði viljað að þær væru komnar.

Tvö snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun, hið fyrra rétt utan við bæinn en seinna flóðið féll á nokkur hús. Fólk er beð...
27/03/2023

Tvö snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun, hið fyrra rétt utan við bæinn en seinna flóðið féll á nokkur hús. Fólk er beðið um að halda sig heima eða leita í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Hægt er að senda upplýsingar og myndir á [email protected].

Ofanflóðasvið Veðurstofunar metu hættuna á snjóflóðum mikla á Austfjörðum og töluverða á norðanverðum Vestfjörðum og uta...
27/03/2023

Ofanflóðasvið Veðurstofunar metu hættuna á snjóflóðum mikla á Austfjörðum og töluverða á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðumTröllaskaga.

Ofanflóðasvið Veðurstofunar metur hættuna á snjóflóðum mikla á Austfjörðum og töluverða á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðumTröllaskaga. Eitt snjóflóð féll í byggð í Neskaupsstað í morgun.

21/03/2023

Yfir 500 farþegar sem komu með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar eru fastir í bænum þar sem Fjarðarheiði til Egilsstaða er ófær. Fólkið er á fimm stórum rútum og um 80 einkabílum sem komu með ferjunni.

HEF veitur ætla að bora djúpa vinnsluholu við Djúpavog í vor.
13/03/2023

HEF veitur ætla að bora djúpa vinnsluholu við Djúpavog í vor.

HEF veitur ætla að freista þess að hitaveituvæða Djúpavog. Í vor verður ráðist í að bora djúpa vinnsluholu sem gæti, ef allt gengur að óskum, gefið nægt vatn til húsh*tunar fyrir þorpið.

Ekkert hefur spurst til Gunnars í 12 daga og lögreglan undirbýr næstu skref.
08/03/2023

Ekkert hefur spurst til Gunnars í 12 daga og lögreglan undirbýr næstu skref.

Ekkert hefur spurst til Gunnars Svan Björgvinssonar í tólf daga

Það var tilkomumikið að sjá Eiðamastrið falla í dag og ekki síður að heyra hvernig hvein í mastrinu og vírum þess á leið...
01/03/2023

Það var tilkomumikið að sjá Eiðamastrið falla í dag og ekki síður að heyra hvernig hvein í mastrinu og vírum þess á leið til jarðar.

Það var mikið sjónarspil þegar langbylgjumastur RÚV á Eiðum var fellt í dag og ekki síður magnað að hlusta á vírana syngja í loftinu. Verkið þykir hafa heppnast vel og nú þarf að hreinsa af svæðinu 150 tonn af járni og vírum.

Þetta þýðir að ferjan gerir fjögurra mánaða hlé á siglingum frá og með næsta vetri. Fram kemur í Kringvarpinu að þetta s...
19/10/2022

Þetta þýðir að ferjan gerir fjögurra mánaða hlé á siglingum frá og með næsta vetri. Fram kemur í Kringvarpinu að þetta sé gert til að draga úr eldsneytiseyðslu.

Ferjan Norræna sem nú siglir vikulega allt árið á milli Íslands og Danmerkur með viðkomu í Færeyjum hættir á næsta ári siglingum yfir háveturinn. Fram kemur á fréttavef færeyska Kringvarpsins að Smyril Line sem gerir út ferjuna hafi ákveðiða á síðasta ferð fyrir vetrarhlé...

05/10/2022

Vatnslagnir í iðnaðarhverfinu á Egilsstöðum þykja of grannar til að þær geti fyllilega annað vatnsþörf slökkviliðs ef þar kæmi upp stórbruni á við þann sem varð í versluninni og þvottahúsinu Vaski fyrir skömmu. Vaskur var nógu utarlega í hverfinu til að hægt væri að l...

Miklar framfarir hafi orðið í samgöngumálum Borgfirðingar á síðustu árum eftir að ný vegur var lagður um Njarðvíkurskrið...
04/10/2022

Miklar framfarir hafi orðið í samgöngumálum Borgfirðingar á síðustu árum eftir að ný vegur var lagður um Njarðvíkurskriður og slitlag lagt á veginn um Vatnsskarð. Segja má á hreyfing hafi komist á málin eftir að Borgfirðingar boðuðu til mótmæla í febrúar 2018 og lögðu niður steypu á veginn um skriðunar.

Góður áfangi náðist í gærkvöldi þegar Héraðsverk lauk við að leggja bundið slitlag til Borgarfjarðar eystri og geta Borgfirðingar og gestir þeirra nú ekið á bundnu slitlagi alla leið til og frá Egilsstöðum. Nú er sem sagt búið að klára síðasta kaflann sem voru 15 kíl....

Liðlega tvö kíló af amfetamíni og kókaíni fundust falin í ferðatöskum mæðgina þegar þau komu til Seyðisfjarðar með Norræ...
21/09/2022

Liðlega tvö kíló af amfetamíni og kókaíni fundust falin í ferðatöskum mæðgina þegar þau komu til Seyðisfjarðar með Norrænu 13. september.

Liðlega tvö kíló af amfetamíni og kókaíni fundust falin í ferðatöskum mæðgina þegar þau komu til Seyðisfjarðar með Norrænu að morgni þriðjudagsins 13. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Hlýjast var á Seyðisfirði þar sem hitinn fór mest í 20,8 stig. Þá var 20,1 stigs hiti í Neskaupstað og 19,7 á Borgarfirð...
20/09/2022

Hlýjast var á Seyðisfirði þar sem hitinn fór mest í 20,8 stig. Þá var 20,1 stigs hiti í Neskaupstað og 19,7 á Borgarfirði eystra.

Hitinn fór yfir 20 stig á veðurstöðvum á Austurlandi í dag. Þá var víða mjög hlýtt fyrir norðan.

„Hér er um að ræða algeran lúxusveiðiskap, það er stutt að fara, frábært veður og góður afli,“ segir Hálfdan Hálfdanarso...
20/09/2022

„Hér er um að ræða algeran lúxusveiðiskap, það er stutt að fara, frábært veður og góður afli,“ segir Hálfdan Hálfdanarson.

Veiðar á norsk-íslenskri síld austur af landinu ganga mjög vel. Síldarflotinn er þar á veiðum á fremur litlu svæði og stutt er til hafnar með aflann.

Lítil flughlöð á Akureyri og Egilsstöðum valda því að flugfélög þurfa stundum að nota velli í öðrum löndum sem varavelli...
20/09/2022

Lítil flughlöð á Akureyri og Egilsstöðum valda því að flugfélög þurfa stundum að nota velli í öðrum löndum sem varavelli fyrir flug til Íslands.

Lítil flughlöð á Akureyri og Egilsstöðum valda því að flugfélög þurfa stundum að nota velli í öðrum löndum sem varavelli fyrir flug til Íslands. Yfirflugstjóri hjá Icelandair segir að fyrir vikið þurfi vélarnar að bera mun meira eldsneyti sem eykur bæði kostnað og losun f...

Slökkviliðstjóri í Múlaþingi óttast að mögulegir skógareldar á Héraði gætu orðið erfiðir viðfangs. Samfeldur skógur er á...
14/09/2022

Slökkviliðstjóri í Múlaþingi óttast að mögulegir skógareldar á Héraði gætu orðið erfiðir viðfangs. Samfeldur skógur er á stórum svæðum sem eru algjörlega ófær fyrir slökkvilið.

„Ætli við verðum ekki út september og jafnvel eitthvað fram í október,“ segir Baldur Marteinn Einarsson.
06/09/2022

„Ætli við verðum ekki út september og jafnvel eitthvað fram í október,“ segir Baldur Marteinn Einarsson.

Síldarvertíðin er að hefjast hjá íslenskum útgerðum og fyrstu skip farin til veiða á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum. Veiðin er um þrjátíu mílur undan Austfjörðum, á sömu slóðum og undanfarin ár.

Eftir að ARR arfgerðin fannst í nokkrum gripum á Þernunesi varð ljóst að þar væru fólgin mikil verðmæti, ekki síst í hrú...
29/08/2022

Eftir að ARR arfgerðin fannst í nokkrum gripum á Þernunesi varð ljóst að þar væru fólgin mikil verðmæti, ekki síst í hrútnum Gimsteini. Í vor fjölgaði gripum með genið talsvert á bænum.

Gen sem verndar kindur fyrir riðu fer loks að dreifa sér um íslenska fjárstofninn í haust og vetur. 10-15 hrútar, sem bera genið, verða seldir frá bænum Þernunesi við Reyðarfjörð og nokkrir fara á sæðingarstöðvar. Svæði þar sem riða hefur grasserað njóta forgangs.

„Prammanum var lyft í gær. Hann var stilltur af fyrir tveimur dögum síðan og svo var honum lyft í gær. Það gekk bara fra...
23/08/2022

„Prammanum var lyft í gær. Hann var stilltur af fyrir tveimur dögum síðan og svo var honum lyft í gær. Það gekk bara framar vonum og í framhaldi af því var hann semsagt dreginn hér inn að höfn í Reyðarfirði,“ segir Jens Garðar Helgason

Afar flóknum aðgerðum við að ná fóðurpramma Laxa fiskeldis af botni Reyðarfjarðar lauk í gær. Pramminn er að öllum líkindum ónýtur en fyrirtækið er tryggt fyrir tjóninu.

Þrír menn hafi verið yfirheyrðir, grunaðir um ólöglega hreindýraveiði á Jökuldalsheiði í júlí.
19/08/2022

Þrír menn hafi verið yfirheyrðir, grunaðir um ólöglega hreindýraveiði á Jökuldalsheiði í júlí.

Lögreglan á Austurlandi hefur nú til rannsóknar mögulegan veiðiþjófnað. Grunur er um ólöglega hreindýraveiði á Jökuldalsheiði í síðasta mánuði.

Talið er að malarpúði hafi gefið sig undan beltum gröfunnar þannig að hún rann í sjóinn.
16/08/2022

Talið er að malarpúði hafi gefið sig undan beltum gröfunnar þannig að hún rann í sjóinn.

Skurðgrafa fór í sjóinn í höfninni á Borgarfirði eystra í morgun. Gröfustjórinn komst hjálparlaust í land og sakaði ekki.

Skógarvörður hefur kært þjófnaðinn til lögreglu en segir að starfsmenn muni áfram leita að höfðinu í skóginum.
12/08/2022

Skógarvörður hefur kært þjófnaðinn til lögreglu en segir að starfsmenn muni áfram leita að höfðinu í skóginum.

Búið er að fjarlægja höfuð ljóðskáldsins Þorsteins Valdimarssonar af minnismerki honum til heiðurs í Hallormsstaðarskógi. Skógarvörður hefur kært þjófnaðinn til lögreglu en segir að starfsmenn muni áfram leita að höfðinu í skóginum.

Hagyrðingar skemmtu Borgfirðingum og gestum þeirra í Fjarðarborg um verslunarmannahelgina.
01/08/2022

Hagyrðingar skemmtu Borgfirðingum og gestum þeirra í Fjarðarborg um verslunarmannahelgina.

Hagyrðingamót í Fjarðarborg er fastur liður í samkomuhaldi um verslunarmannahelgina á Borgarfirði eystra. S*x hagyrðingar sýndu listir sínar að þessu sinni.

„Fólk er ánægt með að við erum að hugsa í lausnum og hafa þetta þrátt fyrir veður, að vera ekki að aflýsa neinu,“ segir ...
31/07/2022

„Fólk er ánægt með að við erum að hugsa í lausnum og hafa þetta þrátt fyrir veður, að vera ekki að aflýsa neinu,“ segir María Bóel Guðmundsdóttir.

Í Neskaupstað hafa heimamenn skemmt sér konunglega síðan á fimmtudag á hinni rótgrónu hátíð Neistaflugi. Og þar kippa gestir sér ekkert upp við leiðindaveður.

„Makríllinn er á norðausturstefnu þarna í Smugunni, þannig að við erum komnir einhverjar 560 sjómílur þarna norðaustur,“...
27/07/2022

„Makríllinn er á norðausturstefnu þarna í Smugunni, þannig að við erum komnir einhverjar 560 sjómílur þarna norðaustur,“ segir Baldur Marteinn Einarsson.

Ágæt makrílveiði er nú hjá íslensku uppsjávarskipunum eftir fremur slaka byrjun á vertíðinni. Það er langt að fara á miðin og siglingin í Síldarsmuguna getur tekið hátt á þriðja sólarhring. Unnið verður alla verslunarmannahelgina þar sem mestur afli berst að landi.

23/05/2022

Allt laxeldi hefur nú verið stöðvað tímabundið í Reyðarfirði vegna veiru sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi. Í vetur greindist veiran fyrst á stöð við Gripalda og nú í vor greindist hún einnig á stöð sem kennd er við Sigmundarhús. Vonir stóðu til þess að s...

Address

Miðvangur 2-4
Egilsstaðir
700

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when RÚV á Austurlandi posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to RÚV á Austurlandi:

Videos

Share


Other Media/News Companies in Egilsstaðir

Show All

You may also like