Múlaþing: Byggðasögurit Austfirðinga

Múlaþing: Byggðasögurit Austfirðinga Tímarit Sögufélags Austurlands Sögufélag Austurlands óskar lesendum Múlaþings á prenti jafnt sem á vef ánægjulegs lesturs. Fráfarandi ritstjóri, Jóhann G.

Tímaritið er selt í áskrift og í lausasölu. Áhugasömum um að gerast áskrifendur er bent á að senda skilaboð hér á facebooksíðunni, tölvupóst á sogufelagausturlands[hja]gmail.com eða hafa samband við formann Sögufélagsins (Sigurjón Bjarnason), eða ritstjóra, (Unnur Birna Karlsdóttir) á Egilsstöðum. Allar ábendingar um efni í ritið eru vel þegnar og við erum opin fyrir margvíslegu efni til birtingar

, svo fremi að það snerti Austurland. Hægt er að nálgast árganga Múlaþings frá tímabilinu 1966 til 2016 á vef Landsbókasafnsins, timarit.is. Fyrstu hefti útgáfu Múlaþings eru ekki til á prenti hjá útgefanda Sögufélagi Austurlands en nóg til af öðrum heftum allar götur til þess nýjasta nr. 43/2020. Sögufélag Austurlands hefur frá endurreisn félagsins á félagsfundi á Reyðarfirði 18. júní 2020 unnið að áframhaldandi útgáfu tímaritsins Múlaþing: Byggðasögurit Austfirðinga. Gunnarsson sendi frá sér hefti nr. 43/2020 sem sitt síðasta eintak. Við keflinu í ritstjórahlutverkinu tekur Unnur B. Karlsdóttir sem einnig situr í stjórn Sögufélagsins. Sérstök ritnefnd hefur verið skipuð fyrir útgáfu tímaritsins.

05/11/2024

Ertu að með leiðsögn ferðamanna á Austurlandi. Lestu Múlaþing til að fiska söguefni úr fjórðungnum til að segja ferðamönnum.

14/08/2024

Nú er hafin söfnun efnis fyrir hefti Múlaþings 2025. Allt efni þarf að tengjast Austurlandi, sögu, menningu eða náttúru fjórðungsins. Áhugasöm um að skrifa í tímaritið sendi skilaboð á netfangið sogufelagausturlands[hjá]gmail.com

Minnum á þessa áhugaverðu ráðstefnu, meðal erinda verður m.a. fjallað um efni sem tengist Austurlandi.
03/06/2024

Minnum á þessa áhugaverðu ráðstefnu, meðal erinda verður m.a. fjallað um efni sem tengist Austurlandi.

Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám á grunn og framhaldsstigi. Lögð er áhersla á fræðilega nálgun og rannsóknatengt nám með góð tengsl við atvinnulíf og nýsköpun

22/04/2024

Aðalfundur Sögufélags Austurlands er laugardaginn 27. apríl. Sögufélagið sinnir ýmsum verkefnum í þágu sögu Austurlands, þar á meðal gefur það út tímaritið Múlaþing: Byggðasögurit Austfirðinga

Tímaritið Múlaþing farið að skila sér í pósti til áskrifenda.
16/04/2024

Tímaritið Múlaþing farið að skila sér í pósti til áskrifenda.

Tímaritið Múlaþing hefti 46 2024 er farið í prentun og berst áskrifendum með vorinu.
03/04/2024

Tímaritið Múlaþing hefti 46 2024 er farið í prentun og berst áskrifendum með vorinu.

Og það eru líka til örfá hefti eftir af nr. 44, hafið óhikað samband við Sigurjón Bjarnason hjá bókaútgáfunni Bókstaf á ...
06/02/2024

Og það eru líka til örfá hefti eftir af nr. 44, hafið óhikað samband við Sigurjón Bjarnason hjá bókaútgáfunni Bókstaf á Egilsstöðum.

45 tölublað Múlaþings er komið út með sagnfræðilegu efni af Austurlandi.

Enn eru til nokkur Múlaþingshefti nr. 44 í lausasölu hjá Bókstaf á Egilsstöðum.
06/02/2024

Enn eru til nokkur Múlaþingshefti nr. 44 í lausasölu hjá Bókstaf á Egilsstöðum.

Út er komið 44. hefti Múlaþings, byggðasögurits Austfirðinga. Ný ritnefnd og ritstjóri halda í fyrsta sinn utan um útgáfuna.

Til hjá Sögufélagi Austurlands á góðu verði.
23/01/2024

Til hjá Sögufélagi Austurlands á góðu verði.

15/01/2024

Það horfir prýðilega með efni í hefti ársins, 2024. Stefnt að því að halda svipaðri áætlun og undanfarin ár, þ.e. að tímaritið komi út í vor eða snemmsumars, að öllu forfallalausu.

Múlaþing 2023 er komið út troðfullt af áhugaverðu efni. Höfundar í sömu röð og megingreinarnar í heftinu birtast eru: Hj...
28/05/2023

Múlaþing 2023 er komið út troðfullt af áhugaverðu efni. Höfundar í sömu röð og megingreinarnar í heftinu birtast eru: Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra skrifar um aðdraganda að kaupum Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri og ferð Guttorms Pálssonar föður síns til Þýskalands vorið 1936. Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur birtir rannsókn sína á mæðradauða og lækna- og yfirsetukvennaþjónustu í Múlasýslum á 18. og 19. öld og fyrstu árum þeirrar tuttugustu. Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur varpar fram þeirri spurningu í sinni grein um hvort vinnukonur á Austurlandi á 19. öld gátu gengið í hjónaband og Már Jónsson sagnfræðingur varpar ljósi á þróun lestrarkunnáttu í Múlasýslum á síðari hluta 18. aldar. Öll eru þau þrjú þekkt í íslensku vísindasamfélagi fyrir brautryðjandi sagnfræðirannsóknir sínar. Næst víkur sögu til 20. aldar. Bragi Guðmundsson, einnig vel þekktur sagnfræðingur, skrifar með hugvekjandi hætti um Þorstein Valdimarsson skáld, sem var af þeirri kynslóð Austfirðinga sem lifði tímana tvenna, gamla samfélagið á fyrri hluta 20. aldar og allar þær þjóðfélagsbreytingar sem urðu á seinni helmingnum. Fimmti sagnfræðingurinn í hópi höfunda er Unnur B. Karlsdóttir með grein um þýska jarðfræðinginn Emmy M. Todtmann sem m.a. stundaði rannsóknir á Austurlandi á fjórða og sjötta áratug 20. aldar og varð mörgum Íslendingum vel kunn. Múlaþing er þekkt fyrir endurminningar og frásagnir af ýmsu tagi og að þessu sinni er það Baldur Pálsson frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal sem segir frá óvenjulegri ballferð í árslok 1973. Birting eldra efnis fær sinn sess eins og hefð er fyrir í útgáfu Múlaþings. Vigfús I. Ingvarsson skrásetti huldufólkssögu Vilborgar frá Möðrudal. Sigurjón Bjarnason á Egilsstöðum og Ásmundur Þórarinsson á Víðistöðum í Hróarstungu færa lesendum sveitar- og mannlífslýsingu Jóns á Nefbjarnarstöðum í Hróarstungu frá 1928. En hún er í bréfi sem Jón sendi burtfluttum sveitunga sínum, Guðmundi Jónssyni frá Húsey, sem flutti til Vesturheims í byrjun 20. aldar. Sigurjón bjó einnig til prentunar vísur eftir Jóhann Jónsson kennara á Háeyri í samvinnu við Svanbjörgu Sigurðardóttur á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, ortar í léttum dúr og fluttar á samkomu skömmu eftir lok hersetunnar en þá ríkti óvissa um framtíð litla þorpsins á „Eyrum“ í Seyðisfirði, sem nú er horfið.

18/04/2023

Sögufélag Austurlands tilkynnir: Aðalfundur verður haldinn í fundarsal Austurbrúar að Vonarlandi Egilsstöðum næstkomandi laugardag 22. apríl og hefst fundurinn klukkan 14.00. Hvetjum allt áhugafólk og velunnara rannsókna á sögu Austurlands til að mæta, félaga sem utanfélagsfólk. Sérstaklega viljum við benda á áhugavert erindi sem haldið verður á aðalfundinum en það heldur Emil Björnsson og fjallar um rafræna staðsetningu örnefna.
Gert er ráð fyrir að fundurinn standi fram til ca kl. 16.30 með stuttu kaffihléi á milli klukkan 15.00 og 16.00.
Dagskrá:
1. Fundarsetning formanns.
2. Kjör embættismanna fundarins.
a. Fundarstjóri
b. Fundarritari
3. Inntaka nýrra félaga.
4. Erindi. Rafræn staðsetning örnefna – Emil Björnsson.
5. Umræður og fyrirspurnir um erindið.
6. Skýrsla stjórnar félagsins fyrir liðið starfsár.
7. Skýrsla ritnefndar Múlaþings
8. Ársreikningur 2023.
9. Umræður um skýrslur og ársreikning.
10. Afgreiðsla ársreiknings.
11. Starfsáætlun næsta árs og fjárhagsáætlun.
12. Aðrar tillögur frá stjórn.
13. Kosningar:
a. Þrír aðalmenn í stjórn.
b. Tveir varamenn.
c. Tveir skoðunarmenn.
14. Önnur mál.

Það styttist óðum í að næsta hefti af Múlaþingi  fari í prentun, hefti nr. 45 frá upphafi.
30/03/2023

Það styttist óðum í að næsta hefti af Múlaþingi fari í prentun, hefti nr. 45 frá upphafi.

25/01/2023

Það liggur heilmikið menningargildi í tímaritinu Múlaþingi og enda þótt svona útgáfa njóti ekki styrkja heldur byggir á áskrifendum þá hefði orðið sjónarsviptir að því fyrir austfirska sögu ef hætt hefði verið að gefa tímaritið út. Má kannski leyfa sér að vona að útgáfan fái notið styrkja í næstu framtíð ef hún á að lifa og blómstra? En það er annað sem á að drepa á hér til merkis um það menningarkapítal sem felst í þessu tímariti í útgáfutíð þess og það er fjöldi þeirra sem hafa lagt tímaritinu lið með efni af ýmsu tagi, stuttu og löngu og taka skal fram að umfram er líka efni birt undir dulnefni eða er án höfundar. Alls eru 350 nöfn skráð fyrir efni í tímaritinu 1966-2016 en það segir ekkert um fjölda greina því margir skrifa fleiri en eina grein í ritið og sumir fjölmargar. Af þessum 350 eru 299 karlar og 51 kona. Framlag karla er þannig ríkulegt en þessar tölur sýna líka að það er sannarlega komið að því að fá meira efni eftir konur í tímaritið og konur hér með hvattar til að skrifa eða horfa eftir efni sem þær eiga nú í handraðanum. Þrjú fylgirit eftir 3 karla voru gefin út (2001, 2002 og 2003) og eitt fylgirit/ráðstefnurit 2005 þar sem birtust greinar eftir 16 fræðimenn, 8 karla og 8 konur. Vonandi fáum við að sjá fjölbreytt efni áfram á blaðsíðum Múlaþings, eftir fólk á ýmsum aldri óháð starfi, kyni og búsetu en um efni sem tengist Austurlandi.

Oft er gott að hafa yfirlit yfir útgáfusöguna. Í 42. hefti Múlaþings (2016) á bls. 113 byrjar skrá yfir höfunda og efni ...
25/01/2023

Oft er gott að hafa yfirlit yfir útgáfusöguna. Í 42. hefti Múlaþings (2016) á bls. 113 byrjar skrá yfir höfunda og efni í Múlaþingi nr. 23-42 (1996-2016). https://timarit.is/page/7552902 /n113/mode/2up

19/12/2022

Sögufélag Austurlands óskar lesendum Múlaþings gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Hlökkum til áframhaldandi útgáfu á nýju ári

Sögufélag Austurlands gefur út Múlaþing: Byggðasögurit Austfirðinga Fréttir af næsta hefti Múlaþings eru þær að vel hefu...
26/10/2022

Sögufélag Austurlands gefur út Múlaþing: Byggðasögurit Austfirðinga Fréttir af næsta hefti Múlaþings eru þær að vel hefur gengið að safna efni í ritið sem kemur út árið 2023 en við erum samhliða að safna efni fyrir árið 2024 þannig að við hvetjum höfunda efnis til að hafa samband og einnig ef einhverjir búa að hugmyndum um efni í Múlaþing, á sviði sögu Austurlands.

Address

Tjarnarbraut 39a
Egilsstaðir
700

Opening Hours

Monday 09:00 - 16:00
Tuesday 09:00 - 16:00
Wednesday 09:00 - 16:00
Thursday 09:00 - 16:00
Friday 09:00 - 16:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Múlaþing: Byggðasögurit Austfirðinga posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Múlaþing: Byggðasögurit Austfirðinga:

Share

Category


Other Egilsstaðir media companies

Show All