Skessuhorn

Skessuhorn Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Auglýsingar - [email protected], di Skessuhorn ehf. Hjá Skessuhorni ehf.

var stofnað í ársbyrjun 1998 og hóf rekstur sinn með útgáfu Vesturlandsblaðsins Skessuhorns sem komið hefur út vikulega allar götur síðan. Blaðið hefur mjög góða dreifingu á öllu Vesturlandi og er eitt útbreiddasta héraðsfréttablað landsins. Með því er fylgst og í það vitnað hvarvetna í stærri fjölmiðlum á landsvísu og meðal almennings innan sem utan Vesturlands. Auk útgáfu héraðsfréttablaðs er um

sjón með síkvikum og fræðandi miðli á netinu, www.skessuhorn.is önnur aðalstarfsemi fyrirtækisins. Þá gefur Skessuhorn út Ferðablaðið Vesturland á hverju vori. eru í dag 7 manns í föstu starfi auk "freelance" blaðamanna og fjölda blaðburðarbarna, fréttaritara og ljósmyndara um allt Vesturland. Auglýsingar í Skessuhorn þarf að panta á netfanginu [email protected] eða í síma 433-5500

Útséð er nú með að takist að selja eignir þrotabús Skagans 3X í heilu lagi. Endurreisn fyrirtækisins á Akranesi er því ú...
16/08/2024

Útséð er nú með að takist að selja eignir þrotabús Skagans 3X í heilu lagi. Endurreisn fyrirtækisins á Akranesi er því út úr myndinni.

Nú er lokið viðræðum setts skiptastjóra í þrotabúi Skagans 3X á Akranesi við hóp fjárfesta sem gert hafði alls tvö tilboð í eignirnar. Helgi Jóhannesson skiptastjóri staðfestir í samtali við Skessuhorn að þeim viðræðum sé nú lokið og fullreynt með að salan gengi ekki ...

Gert verður við hinn 93 ára gamla prestsbústað áður en nýr sóknarprestur flytur inn.
09/08/2024

Gert verður við hinn 93 ára gamla prestsbústað áður en nýr sóknarprestur flytur inn.

Séra Hildur Björk Hörpudóttir hefur látið af starfi sóknarprests í Reykholts- og Hvanneyrarprestakalli og hafið störf sem Fríkirkjuprestur í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns verður staða sóknarprests í Reykholti auglýst með haustinu. Unnið er að gerð þarfagreining...

Hjörtur Þórarinsson fv. skólastjóri látinn.
24/07/2024

Hjörtur Þórarinsson fv. skólastjóri látinn.

Látinn er Hjörtur Þórarinsson fyrrum skólastjóri og fræðslustjóri, 97 ára að aldri. Hjörtur fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi og ólst þar upp til 12 ára aldurs en flutti þá að Reykhólum. Áhugi hans á kennslu og skólamálum vaknaði snemma því hann lauk kennaraprófi 1...

Nú styttist í Reykholtshátíð, rótgróna klassíska tónlistarhátíð sem nú verður haldin í 28. skipti. Fjallað er um hátíðin...
24/07/2024

Nú styttist í Reykholtshátíð, rótgróna klassíska tónlistarhátíð sem nú verður haldin í 28. skipti. Fjallað er um hátíðina í Skessuhorni í dag; vef og blaði.

Sextán tónverk Páls á Húsafelli sem samin eru við ljóð borgfirskra skálda Á Reykholtshátíð um næstu helgi verða alls fluttir fernir tónleikar og mega gestir búast við fjölbreytni. Reykholtshátíð er nú haldin í 28. skipti og er ætíð í lok júlí, sem næst vígsluafmæli k...

Þokast nær markmiðinu við sölu þrotabús.
19/07/2024

Þokast nær markmiðinu við sölu þrotabús.

Hópur fjárfesta, sem föstudaginn 12. júlí síðastliðinn lagði inn tilboð um kaup á eignum og rekstri þrotabús Skagans 3X á Akranesi, hefur nú s*x dögum síðar lagt inn endurnýjað tilboð. Helgi Jóhannesson skiptastjóri þrotabúsins staðfestir í samtali við Skessuhorn að endu...

Rætt er við Magnús A Sigurðsson minjavörð Vesturlands í Skessuhorni; blaði og á vef.
18/07/2024

Rætt er við Magnús A Sigurðsson minjavörð Vesturlands í Skessuhorni; blaði og á vef.

Rætt við Magnús A. Sigurðsson minjavörð Vesturlands Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Magnúsi A Sigurðssyni á Kaffi Kyrrð í Borgarnesi í síðustu viku. Farið var yfir verkefnastöðuna á Vesturlandi, feril Magnúsar og forvitnast um dagleg störf hans við minjavörslu á V...

Hún Ólafía Kristjánsdóttir er með færustu húðflúrurum landsins og hefur mikið að gera. Auk þess sem Íslendingar kaupa þj...
18/07/2024

Hún Ólafía Kristjánsdóttir er með færustu húðflúrurum landsins og hefur mikið að gera. Auk þess sem Íslendingar kaupa þjónustu hjá henni eru margir sem koma erlendis frá að auki. Ólafía býr og starfar í Borgarnesi ásamt fjölskyldu sinni og er í spjalli í Skessuhorni vikunnar; blaði og vef.

Rætt við Ólafíu Kristjánsdóttur húðflúrara og listakonu í Borgarnesi US Ólafía Kristjánsdóttir er meðal þekktustu húðflúrara á landinu en fjölmargir heimsækja stofuna hennar í Borgarnesi. Hún og eiginmaður hennar, Andri Már Margrétarson og dóttir þeirra Díana Andradótt...

Ábending til vegfarenda sem eru á leið frá höfuðborgarsvæðinu og norður Kollafjörð í kvöld.
16/07/2024

Ábending til vegfarenda sem eru á leið frá höfuðborgarsvæðinu og norður Kollafjörð í kvöld.

Í kvöld 16. júlí, frá kl. 19:00 til kl. 06:00 í fyrramálið, verður Vesturlandsvegur í Kollafirði lokaður í norðurátt vegna malbikunarframkvæmda á milli Mógilsár og Stekkjarvegar. Vegfarendum á leið norður Kollafjörð og Kjalarnes verður beint á hjáleið um Þingvallaveg (Mo...

Guðni settist á milli Spánverjans og Englendingsins!
15/07/2024

Guðni settist á milli Spánverjans og Englendingsins!

Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands var í gær á leið heim eftir síðustu opinberu heimsókn sína sem forseti. Var hún í Árneshrepp á Ströndum. Eftir vel heppnaða heimsókn stóð úrslitaleikur Englands og Spánar í EM karla í knattspyrnu yfir. Ákvað Guðni að koma við á Höf....

Á 48 tímum, frá föstudagsmorni til klukkan 9 í morgun, mældist úrkoma í Grundarfirði 325 millimetrar. Einar Sveinbjörnss...
14/07/2024

Á 48 tímum, frá föstudagsmorni til klukkan 9 í morgun, mældist úrkoma í Grundarfirði 325 millimetrar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur líklegt að það sé met.

Síðustu daga hefur hellirignt um allt Vesturland. Úrhellinu fylgdi að lækir og ár flæddu í mórauðum lit yfir bakka sína og jafnvel voru einnig dæmi um að nýir og óþekktir lækir hafi orðið til þegar vatn fossaði niður hlíðar. Veðurstofan stóð sig vel í að spá fyrir um ve...

Eitt formlegt tilboð hefur borist í allar eignir sem tengjast Skaganum 3X á Akranesi og mögulega er annað væntanlegt. Þe...
13/07/2024

Eitt formlegt tilboð hefur borist í allar eignir sem tengjast Skaganum 3X á Akranesi og mögulega er annað væntanlegt. Þetta gerist níu dögum eftir að farið var fram á gjaldþrotaskipti.

Helgi Jóhannesson skiptastjóri í þrotabúi Skagans 3X á Akranesi staðfestir í samtali við Skessuhorn að hópur fjárfesta hafi í gærkveldi lagt inn formlegt tilboð um kaup á öllum eignum og rekstri þrotabúsins. Tilboðið er einnig háð því að fasteignir fáist keyptar. Helgi seg...

Samfelldu úrhelli er spáð næstu daga og varað við hættu á skriðuföllum á Snæfellsnesi og á sunnanverðum Vestfjörðum.
12/07/2024

Samfelldu úrhelli er spáð næstu daga og varað við hættu á skriðuföllum á Snæfellsnesi og á sunnanverðum Vestfjörðum.

Veðurspáin nú gerir ráð fyrir mjög mikilli úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi um helgina. Veðurstofan varar við vatnavöxtum og aukinni skriðuhættu á þessum svæðum. Í kvöld koma skil upp að vestanverðu landinu og gera má ráð fyrir því að það verði s...

Fyrrum ferja við Spán, svo Akraborg og loks Sæbjörg, slysavarnaskólaskip, er fimmtíu ára á þessu ári. Sagan rifjuð upp.
12/07/2024

Fyrrum ferja við Spán, svo Akraborg og loks Sæbjörg, slysavarnaskólaskip, er fimmtíu ára á þessu ári. Sagan rifjuð upp.

Þess er nú minnst að liðin eru fimmtíu ár frá því fyrrum Akraborg og nú skólaskipið Sæbjörg var smíðað. Á vef Landsbjargar er frásögn um skipið og sögu þess. Gripið er niður í hana: Það var mikið um dýrðir 8. júlí 1974 í höfninni í Los Cristianos á Tenerife þega...

Umhverfisstofnun opnaði starfsstöð á Hvanneyri 21. febrúar á þessu ári. Þórhildur María Kristinsdóttir, eða Tóta eins og...
10/07/2024

Umhverfisstofnun opnaði starfsstöð á Hvanneyri 21. febrúar á þessu ári. Þórhildur María Kristinsdóttir, eða Tóta eins og hún er oftast kölluð, er sérfræðingurinn sem heldur utan um hið gríðarlega víðfeðma landsvæði, sem landvörður frá árinu 2016 og sérfræðingur á sviði náttúruverndarsvæða. Blaðamaður Skessuhorns hitti Tótu við Hraunfossa í Borgarfirði í síðustu viku þar sem hún var að setja upp ný skilti, fara yfir framkvæmdir sem sjálfboðaliðar voru að vinna að og deila út verkefnum. Forvitnast var um starfið. Sjá opnuviðtal í Skessuhorni sem kom út í dag og á vefnum.

Rætt við Þórhildi Maríu Kristinsdóttur, sérfræðing náttúruverndarsvæða á Vesturlandi og Norðurlandi vestra Umhverfisstofnun Íslands opnaði starfsstöð á Hvanneyri formlega 21. febrúar á þessu ári. Þórhildur María Kristinsdóttir, eða Tóta eins og hún er oftast kölluð, ...

Ráðherra lýsir vilja sínum til að stofnanir sem heyra undir umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytisins fái aðstöðu í ný...
09/07/2024

Ráðherra lýsir vilja sínum til að stofnanir sem heyra undir umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytisins fái aðstöðu í nýbyggingu við Mánabraut 20 á Akranesi.

Nú síðdegis í dag mætti Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra á Akranes og ritaði þar undir viljayfirlýsingu við bæjarstjóra Akraneskaupstaðar um staðsetningar stofnana ráðuneytis hans á Akranesi. Um tildrög og tilgang yfirlýsingarinnar segir: „A...

Vel heppnaðir Írskir dagar að baki. Myndasyrpa frá hátíðinni.
08/07/2024

Vel heppnaðir Írskir dagar að baki. Myndasyrpa frá hátíðinni.

Bæjarhátíðin Írskir dagar á Akranesi fór fram í síðustu viku. Fyrsti formlegi dagskrárviðburðurinn var á þriðjudeginum. Síðan þéttist dagskráin smám saman og náði hápunkti á laugardagskvöldinu þegar brekkusöngur var á Þyrlupallinum og í kjölfarið Lopapeysan við hö...

Frábær árangur Vikoríu Völu Hrafnsdóttur á Garðavelli!
05/07/2024

Frábær árangur Vikoríu Völu Hrafnsdóttur á Garðavelli!

Kylfingurinn Viktoría Vala Hrafnsdóttir úr golfklúbbnum Leyni á Akranesi gerði sér lítið fyrir á Landsbankamóti á miðvikudaginn að fara par fimm holu á tveimur höggum. Fjórða braut vallarins er alls 359 metra löng af rauðum teig. Eftir frábært upphafshögg átti Viktoría Vala ...

Þungt högg fyrir atvinnulífið á Akranesi og starfsfólk Skagans 3X.
04/07/2024

Þungt högg fyrir atvinnulífið á Akranesi og starfsfólk Skagans 3X.

Starfsfólki Skagans 3X var tilkynnt á fundi í morgun að stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að leita eftir gjaldþrotaskiptum. Hjá fyrirtækinu hafa að undanförnu verið hátt í 140 starfsmenn. Í bréfi sem Jeff Davis forstjóri ritar starfsfólki kemur fram að undanfarna mánuði hef...

Það var á björtum og fallegum sumardegi í síðustu viku sem blaðamaður Skessuhorns brunaði á Hvanneyri. Erindið var að hi...
03/07/2024

Það var á björtum og fallegum sumardegi í síðustu viku sem blaðamaður Skessuhorns brunaði á Hvanneyri. Erindið var að hitta að máli vaska 66 ára konu sem undanfarin ár hefur glímt við alvarleg veikindi. Birna Guðrún Konráðsdóttir býr ásamt Brynjari H. Sæmundssyni eiginmanni sínum í fallegu einbýlishúsi fremst við Ásveginn á Hvanneyri. Frá suðurhlið hússins blasir við bæjarhlað gömlu húsanna á Hvanneyri en fjær vakir Skarðsheiðin yfir þorpinu. Meðal annars Skessuhornið í öllu sínu veldi, en á samnefndum fjölmiðli starfaði Birna einmitt um nokkurra ára skeið, ritaði fréttir og skráði viðtöl við fólk. Þá hefur hún gegnt ýmsum fleiri störfum svo sem verið verkefnastjóri í háskóla, sjúkranuddari, formaður tveggja veiðifélaga, leiðsögumaður og fleira. Sjá Skessuhorn vikunnar og vef.

Rætt við Birnu G. Konráðsdóttur sem er á batavegi eftir langvinn veikindi Það var á björtum og fallegum sumardegi í síðustu viku sem blaðamaður Skessuhorns brunaði á Hvanneyri. Erindið var að hitta að máli vaska 66 ára konu sem undanfarin ár hefur glímt við alvarleg veikindi...

Einar Jóhann Lárusson er frá Ögri í Helgafellssveit. Hann er síðasti trébátasmiðurinn sem útskrifast hefur sem löggiltur...
27/06/2024

Einar Jóhann Lárusson er frá Ögri í Helgafellssveit. Hann er síðasti trébátasmiðurinn sem útskrifast hefur sem löggiltur tréskipasmiður hér á landi en það nám hefur nú verið lagt niður. Einar hefur einnig lokið sveinsprófi í húsasmíði, stundað grásleppuveiðar við Breiðafjörð, skorið og meðhöndlað klömbru við landnámsskála inn í Súgandafirði en er nú staddur á Síldarminjasafninu á Siglufirði og vinnur við trébáta. Rætt er við Einar Jóhann í Skessuhorni vikunnar; blaði og á vef

Rætt við Einar Jóhann Lárusson trébátasmið í Ögri Bóndasonurinn Einar Jóhann Lárusson er ættaður frá Ögri í Helgafellssveit. Hann er síðasti trébátasmiðurinn sem útskrifast hefur sem löggiltur tréskipasmiður hér á landi en það nám hefur nú verið lagt niður. Einar he...

Vakin er athygli á þessum framkvæmdum og skýringarmyndum með framkvæmdasvæðinu.
24/06/2024

Vakin er athygli á þessum framkvæmdum og skýringarmyndum með framkvæmdasvæðinu.

Malbikstöðin fyrir Vegagerðina stefnir á að endurnýja slitlag á tveimur köflum Vesturlandsvegar milli Hvalfjarðarvegar við Melahvarfi og Grundartanga. Framkvæmdir ná yfir tvær nætur í þessari viku, dagana 26.-28. júní nk. þ.e. aðfararnótt fimmtudags 27. júní og aðfararnótt f...

Stuðingur VG við frumvarp um kvótasetningu í grásleppu var kornið sem fyllti mælinn hjá varaþingmanninum Lilju Rafneyju.
23/06/2024

Stuðingur VG við frumvarp um kvótasetningu í grásleppu var kornið sem fyllti mælinn hjá varaþingmanninum Lilju Rafneyju.

Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri, fyrrum þingkona Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi og varaþingmaður, hefur sagt sig úr flokknum eftir að þingmenn VG greiddu atkvæði með frumvarpi um kvótasetningar á grásleppu. Í aðsendri grein hér á vef Skessuhorns sem nefndist „Ve...

20/06/2024

Stefnt er að flutningi Náttúrufræðistofnunar á Vesturland.

Búast má við ýmsu á vegum landsins.
19/06/2024

Búast má við ýmsu á vegum landsins.

Í liðinni viku voru um 55 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi en eins og venjulega á sumrin heldur lögregla mjög öflugu umferðareftirliti úti á vegum á Vesturlandi. Sá sem hraðast ók í vikunni var tekinn á Borgarfjarðarbrúnni á 189 ...

Að gefa kost á sér til þátttöku í landsliðum fyrir Íslands hönd getur verið gríðarlega kostnaðarsamt fyrir viðkomandi - ...
13/06/2024

Að gefa kost á sér til þátttöku í landsliðum fyrir Íslands hönd getur verið gríðarlega kostnaðarsamt fyrir viðkomandi - og stuðningur takmarkaður frá íþróttahreyfingunni og stjórnvöldum. Þetta hafa mæðgin sem rætt er við í Skessuhorni fengið að kynnast. Þau fjármagna landsliðsverkefni sumarsins með ýmsu móti, meðal annars með veitingasölu um helgina á Varmalandsdögum í Borgarfirði. Sjá Skessuhorn vikunnar; blað og vef.

Rætt við mæðginin Guðrúnu Helgu Árnadóttur og Jón Árna Gylfason um líf ungs afreksíþróttamanns Jón Árni Gylfason er 16 ára afreksíþróttamaður í Borgarnesi en hann hefur verið valinn í U-16 ára landslið Íslands í körfuknattleik, sem tekur þátt í Norðurlandamóti í Fi...

Fremur dræm þátttaka var frá sumum hestamannafélögum á Vesturlandi til þátttöku í Landsmóti hestamanna í Reykjavík í júl...
13/06/2024

Fremur dræm þátttaka var frá sumum hestamannafélögum á Vesturlandi til þátttöku í Landsmóti hestamanna í Reykjavík í júlí. En, hér er listi yfir þau sem hafa unnið sér inn keppnisrétt.

Sameiginlega úrtaka vestlenskra hestamannafélaga fyrir Landsmót hestamanna, sem fram fer í Reykjavík dagana 1.-7. júlí, fór fram í Borgarnesi helgina 8. og 9. júni. Skráning í úrtöku var óvenju dræm að þessu sinni, en það fer eftir félagafjölda hvað hvert félag má senda marg...

Þá liggur það fyrir
11/06/2024

Þá liggur það fyrir

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Sett eru skilyrði með leyfisveitingunni að þessu sinni og dýrunum fækkað sem veiða má í sumar. Leyfið er takmarkað með þeim hætti að veiða má 99 dýr á svæðinu Grænland –...

Allt að 9% verðmunur er í dag á eldsneyti innan Vesturlands.
05/06/2024

Allt að 9% verðmunur er í dag á eldsneyti innan Vesturlands.

Um miðjan maí kynnti Atlantsolía þá ákvörðun sína að ódýrasta eldsneytið yrði þá fáanlegt í Borgarnesi. Í kjölfarið lækkaði Orkan sömuleiðis útsöluverð sitt í Borgarnesi og jafnaði verð Atlantsolíu. Nú hefur ÓB bæst í hópinn og þessi þrjú olíufélög bjóða ...

Fjölbreyttar og framandi fréttir dagsins
03/06/2024

Fjölbreyttar og framandi fréttir dagsins

Í gærkvöldi var framinn táknrænn gjörningur á Skógarstrandarvegi í Dölum. Meðfylgjandi myndir voru teknar vestan við bæinn Gunnarsstaði á Skógarströnd. Skessuhorni voru sendar myndirnar en þess jafnframt óskað að myndhöfunda yrði ekki getið, enda um borgaralega óhlýðni að...

Address

Garðabraut 2a
Akranes
300

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Skessuhorn posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Skessuhorn:

Videos

Share


Other News & Media Websites in Akranes

Show All